Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1985, Síða 217
Frá íslenska málfræðifélaginu
Aðalfundur íslenska málfræðifélagsins var haldinn 30. nóvember
1984. Þær breytingar urðu á stjóminni, að Kristján Árnason, sem verið
hafði formaður félagsins frá stofnun þess, gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs, en í hans stað var Guðrún Kvaran kosin formaður. Félagið þakk-
ar Kristjáni mikið og gott starf í þágu þess.
Aðrir í stjóm eru: Sigurður Jónsson frá Amarvatni, gjaldkeri, Helgi
Bernódusson, ritari, Eiríkur Rögnvaldsson, ritstjóri, og Ásta Svavars-
dóttir, meðstjórnandi, sem kom í stjómina í stað Jóns Hilmars Jónsson-
ar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
Nokkrir fundir voru haldnir á starfsárinu 1984—1985.
5. desember var efnt til fundar á vegum heimspekideildar og íslenska
málfræðifélagsins, þar sem Fabrizio P. Raschellá, lektor í germanskri
samanburðarmálfræði við Flórensháskóla, flutti fyrírlestur, sem hann
nefndi Germönsk málfrœðirit miðalda.
30. janúar 1985 spjallaði Stefán Karlsson, handritafræðingur, um not
fornbréfa við rannsóknir á íslenskri málsögu. Benti Stefán á, að aðgát
skal höfð, ef nota á fornbréf í fræðilegum tilgangi, og þótti mönnum
mikill fengurað leiðbeiningum hans.
2. júlí flutti Dr. Janez Oresnik, prófessor í germanski samanburðar-
málfræði við háskólann í Ljubljana, fyrirlestur í boði heimspekideildar
og íslenska málfræðifélagsins. Fyrirlesturinn nefndi hann Some New
Thoughts on Modern Icelandic Vowel Quantity, og gerði hann þar
grein fyrir nýjustu athugunum sínum á þessu sviði.
Síðasti fundur á starfsárinu var haldinn í Skólabæ föstudagskvöldið
18. október í samvinnu við Félag íslenskra fræða. Gestur fundarins var
Dr. Jakob Benediktsson, og spjallaði hann um málfræðinga sem hann
kynntist á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Á eftir var boðið upp á
léttar veitingar og röbbuðu menn saman fram eftir kvöldi. Fundurinn
var mjög vel sóttur, og lýstu fundarmenn yfir ánægju sinni yfir þessari
nýbreytni.