Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 4
50
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ
aðallífsstarf hans. Vann hann sjer einnig með henni nafn, sem ávalt
mun verða minst og aldrei gleymist meðan listir og vísindi eru
við lýði. —
Eftir 1862 settist Steinitz að í Lundúnum og dvaldi þar þang-
að til hann fluttist til New-Yorkborgar og bjó þar síðan. Hann
andaðist þó í Lundúnum 12. ágúst 1900.
Steinitz er fyrsti heimsmeistari í skák. Heiinsmeistara í skák
nefndu hinir stórhrifnu skákáhugamenn Paul Morphy, þegar hann
sneri heim úr Evrópu-skákför sinni ósigraður og ósigratidi. Petta
var hin barnslega dáun og viðurkenning skákunnenda, þótt ekki
yrði meira gert að.
Steinitz greip þetta tignarnafn og gerði það að keppikefli og
bardagaepli. Hann mælti svo: »Jeg er efldasti skákmaður heims-
ins, á sama hátt og Morphy var áður. Jeg hefi því sama rjett til
þessa tignarnafns eins og hann: Heimsmeistari í skák. Ef einhver
er í efa um þennan rjett minn, þá er jeg fús til að sanna honum
það á skákborðinu. Jeg er reiðubúinn að þreyta skák við hvaða
viðurkendan skákmeistara sem er. Fari svo, að hann sigri mig, fær
hann rjetfinn til tignarnafnsins, — en jeg dreg mig í hlje.« — Og
þetta rættist. — Steinitz, sem sigraði A. Andersen 1866 með 8
unnum af 14 tefldum skákum sýndi það og sannaði í 28 ár, að
enginn stóð honum á sporði. Á þessum árum, eða frá 1862, háði
hann 30 einvígi og sigraði í öllum, þangað til að örlögin
sendu honum Emanuel Lasker^ sem sigraði hann í einvígi 1894
og aftur 1896.
Steinitz vann þrisvar 1. verðlaun á alheimsskákþingum. Pykir
þetta lítið, þegar það er borið saman við það, sem núverandi stór-
meistarar verða að sýna af sjer, en orsökin til þessa var að allra
áliti sú, að altaf reyndi hann nýjar og nýjar leiðir og leiki — jafnt
á þingum sem í einvígum — sem þá fyrst þurfti að prófa og at-
huga. Má nærri geta, að oft yrði erfitt að vinna skák með þessu
móti. Með þessum tilraunum sínum hefir hann samt gert skák-
heiminum ómetanlegt gagn, enda bera skákbyrjanir nafn hans, t. d.
Steinitz-bragð o. fl. — Vínarleikurinn, sem nú er allmikið notaður,
er aðallega lians verk, þótt áður væru fyrstu byrjunarleikirnir kunnir.
Mikla undrun vakti það meðal skákmanna, er Steinitz bar fram
þá álykfun sína, að kóngurinn væri »sterkasti« maðurinn á borði.
Pá gat enginn skilið eða trúað þessu. Síðan hefir reynslan oft
sýnt, að skoðun þessi sje rjett. En Steinitz sannaði þetta sjálfur
þráfaldlega (sbr. Steinitz-bragð).