Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 7

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 7
ISLENSKT SKÁKBLAD 53 af hinu 4 (catur) liöfuðdeilduin (anga) í her lndveija, sem var saman setfur af fótgönguliði, fílum, riddaraliði og vagnher. Elsta nafn skáktaflsins er því »hernaðarleikur«. Konungurinn var nefnd- ur eftir æðsta manni ríkisins eða landshöfðingja, radsja. Við hlið hans stóð ráðgjafi hans, mantri, sem við nú nefnum drotningu. Hinir mennirnir í fylkingunni hjetu: hasti (fíll), það er við nú nefn- um biskup, acva (hestur) nú riddari, ratha (stríðsvagn) nú hrókur og paddati (fótgöngumaður) nú peð. En eftir því sem árin liðu, og skáktaflið barst víðar um heim, breyttust smám saman nöfn taflmannanna og ennfremur gangur þeirra á borðinu. Pó var ridd- aragangurinn hinn saini og hann er nú. Og þessi einkennilegi riddaragangur er að miklu leyti sönnun þess, að öll þessi taflbrigði muni vera af sömu rót runnin. Það er ekki fyr en um 400 árum síðar, að verulegar skákreglur verða kunnar. En litlar líkur þykja fyrir því, að þær skákreglur hafi verið hinar sömu og giltu fyrir frumskák Indverja. Að öðru leyti hefir ekkert vantað á, að reynt liafi verið að eigna ýmsum öðrum löndum heiðurinn af uppfundningu hins göf- uga skáktafls. Hefir t. d. getum verið leitt að því, að það mundi vera mörg þúsund ára gamalt. Jafnvel nú á tíinurn hafa komið fram raddir um, að skáktaflið eigi rót sína að rekja til Forn-Egipta. Þessu til sönnunar hefir verið bent á myndir, krotaðar á stein, er sýna tvo menn, er sitja að taflborði, andspænis hvor öðrum. En þessar myndir sanna ekkert um það, að taflið, sem þeir sitja við, •sje skáktafl. Fyrst og fremst verður ekki greint með neinni vissu, að skákborðinu sje skift í reiti, og í öðru Iagi að það, er sjest af skákmönnunum, virðast þeir jafnháir og alveg af sömu gerð allir, og standa í hnapp á þeim hluta taflborðsins, sem greindur verður. Það virðist því þurfa mjög mikið ímyndunarafl til þess að ætla, að tafl þetta eigi skylt við eða sje skáktafl. Fyrir fáum árum síðan kom fram í dagsins ljós borðtafl með tilheyrandi tafl »mönn- um«, gerðum úr fílabeini, við fornmenjagröft á Cypern. Taflmenn þessir voru allir eins að lögun og stærð. Það virðist því nokkurn veginn mega fullyrða, að á Egiptalandi ,og í nálægum löndum hafi * fornöld verið um hönd lraft einskonar borðtafl þessu líkt. En milli þess tafls og skáktaflsins er óravegur. Skáktaflið mun fljótlega hafa borist frá Indlandi til Persíu. Pers- ar nefndu það shah (frb. sjakh), sem þýðir konungur, og því nafni hefir það haldið í Evrópumáluni. Firdusi, mesta skáld Persa, getur um það í lu'num frægu hetjuljóðum sínum, »Shahnama«, sem samin

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.