Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 6
ÍSLENSKT SKÁKBLAD
52
Ár: Áskorendur: Steinitz vann seni hjer segir;
1882 Sellmann unnið 3 tapað 0 jafntefli 2
1883 Mackenze — 3 — 1 — 2
Golmajo — 8 — 1 — 2
» Martinez — 9 — 0 — 2
1886 Zukertort — 10 — 5 — 5
1889 Tschigorin — 10 — 6 — 1
1891 Gunsberg — 6 — 4 — 9
1892 Tschigorin — 10 — 8 — 5
1894 Lasker — 5 — 10 — 4
1896 Sami — 2 — 10 — 5
Þ. Th. cC- J. H. H.
BROT ÚR SÖGU SKÁKTAFLSINS,
Eftir því sem næst verður komist, er skáktaflið runnið frá Ind-
landi. En með engri vissu verður sagt, hvar á Indlandi vagga þess
stóð nje hvenær eða hvernig það er til orðið. Ekki heldur hver
höfundur þess er. Sagan, sem sögð er um það, að spekingurinn
Sitta hafi fundið það upp, og að hann hafi búið það til, til þess
að hafa ofan af fyrir grimmum og heiftúðugum landshöfðingja og
friða sjúka sál hans, mun eiga heima í æfintýrum einum.
En svo mikið þykir mega fullyrða, eftir ýmsum líkindum og
gögnum'sem ber saman í flestum atriðum, að skáktaflið hafi fyrst
verið fundið upp í Norðvestur-Indlandi á 6. öld e. Kr. — Pað er
einkennilegt, að skáktaflsins er ekki fyrst getið í neinum ritum á
forntungu Indverja (sanskrít), að því er sjeð verður, heldur í sög-
unni af Artaxerexesi, riti svipuðu Tistransögu og öðrum miðaldar-
sögum. Er sagan rituð á palvi, sem ekki er neitt sjerstakt mál,
heldur einkennilegur persneskur rithátlar. Saga þessi er samin á
árunum 590—628. Er söguhetjunni talið það sjerstaklega til gildis,
að hann liafi kunnað að tefla skák. Af þessum líkindum og
gögnum, verður með vissu ráðið, að skákborðinu hefir verið skift
niður í 8 X 8 reiti, eins og það er nú, og skákmennirnir verið af
ýmsum stærðum og lögun, raðað á borðið að flestu leyti eins og
nú er gert. En af þessum skilríkjum verður hvergi sjeð með neinni
vissu, hvernig Indverjar ljeku skákmönnunum, nje hverjar skákreglur
þeir viðhöfðu. Hitt vita menn, hvaða nöfn þeir gáfu skákmönnunum.
í fornmáli Indverja var skáktaflið nefnt caturanga og var dregið