Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 23

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 23
ÍSLENSKT SKAKBLAÐ 6Q ógleymdum rússneska skákkonunginuni Bogoljubow. Ennfremur eru þar allir þeir, er þátt tóku í alrússneska meistaraskákþinginu, sem að framan er getið. Eitt nafn er það þó, sem skákvinir sakna frá þessu þingi, en það er stórmeistarinn rússneski Aljechin. Vitum vjer ekki með fullri vissu hvað því veldur, að honum var ekki boðið til þessa þings. Líklegt er þó, að gamlar stjórnmálaværingar sjeu þessu valdandi. (Aljechin er keisarasinni, en til skákþingsins stofnar núverandi lýðstjórn Rússlands). Dr. Lasker hefir gert ráð fyrir, að takast ferð á hendur til New- York í janúar n.k., og er tilgangur ferðarinnar einungis að tefla þar. Býst hann og við að ferðast eitthvað víðar um. í þessu sambandi er því fleygt, að skáknrönnum úti um heim þyki nú Capablanca vera farinn að slá slöku við skákiðkanir sínar. Segja þeir, að síð- an liann gifti sig, uni hann hag sínum best heima hjá konu og tveim börnum, en kæri sig ekki um að fara um heim allan til hild- arleika líkt og Lasker gerir. Rjett um leið og Skákblaðið er að fara í pressuna, hefir komið frjett af skákþinginu mikla í Moskva, er áður hefir verið getið, og úrslit þess. Vegna rúmleysis er ekki lrægt að geta þess nánar í þessu hefti, en mun ítarlega verða getið í næsta. Úrslit urðu þau, að rússneski stórmeistarinn Bogoljubow vann glæsilegan sigur og náði 151/2 vinningi, Dr. Lasker næstur með 14 vinninga, svo Capa- blanca með 13V2. Teflendur voru 21. 1 n n 1 e n d . Skákfjelag er nýlega stofnað á Siglufirði. Forgöngunrenn þess munu hafa verið Otto Jörgensen símritari og Sig. Kristjánsson kaup- maður. Meðal annars segir hr. Sig. Kristjánsson í brjefi til Skák- blaðsins: »Litlar frjettir er frá skákfjelaginu okkar unga. Við erunr um 20 talsins, stofnendurnir. Teflt er einu sinni í viku og þá eitt tafl bókað í livert skifti. Eins og gefur að skilja, er taflkunnáttan ekki á háu stigi, þar sem margt er byrjenda. Pó efast jeg ekki um, að sumir fjelaganna geti orðið góðir skákmenn . . . Okkur vantar mann eða menn, sem við gætum verulega lært af . . . Annars er áreiðanlegt, að stofnun þessa skákfjelags hefir vakið mikinn áhuga fyrir skák hjer í bænum, og er það gott. Nógu er veturinn langur hjer á Siglufirði, þótt eitthvað sje til dægrastyttingar . . .« Skák- blaðið óskar fjelaginu gengis og langra lífdaga og væntir þess, að

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.