Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 21

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 21
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 67 líkur fyrir jafntefli á borði II. Væri slíkum sigti vel unandi. — Að þessu sinni birtum vjer ekki það, sem komið er af skákunum, en væntum að þeim verði lokið, er næsta hefti Skákblaðsins kemur, og birtum þær þá í heild með skýringum. SKÁKTÍÐIN D I c Erlend. í júní s.l. var stórmeistara-skákþing háð í Marienbad. Voru þar samankomnir 16 þátttakendur. I. og II. verðlaun hlutu A. Niemzovitch og Rubenstein, unnu 11 stig. III. og IV. verðlaun hlutu Ameríkumennirnir F. Marshall og C. Torri, unnu 10 stig hvor. Fimti í röðinni varð R. Reti, sá er nú hefir heimsmet í blindskák. Aljechin tefldi ekki á þessu skákþingi. Fegurðarverðlaun voru og veitt og hlutu þau F. Marshall, Janovsky, Rubenstein, Nimzovitch og Haida. í liaust er leið var skákþing háð í Chail á Indlandi að tilhlut- un indversks höfðingja (Maharaja af Patiala). Var skákþingið háð í tilefni af því, að skákmeistarinn Kostich frá Mexiko var á ferð um þessar slóðir og dvaldi sem gestur þessa höfðingja þar. Þátttak- endur á skákþinginu voru 10 Indverjar og svo Kostich. Einn þess- ara Indverja var Khadilkar, sá er tekið hefir þátt í skákþingum hjer í álfu. I. verðlaun hlaut Indverji, Joshi að nafni (frá Goona), II. verðlaun Kostich, III. verðlaun Kishen (frá Muttra) og IV. verðlaun Aluska (frá Bornbay). — Hefir það vakið allmikla eftirtekt, að Kos- tich skyldi ekki ná I. verðlaunum, og einnig það, að Khadilkar skyldi engum verðlaunum ná. Er talið, að þetta bendi til þess, að upp sjeu að rísa mjög góðir skákmenn meðal Indverja, í ættlandi skáktaflsins. Hefir þessi indverski höfðingi ákveðið, að efla til skákþings þarna árlega. Verðlaun öll ætlar hann að gefa sjálfur. — Gleðilegt væri, ef íslenskir efnamenn og »höfðingjar« fyndu hjá sjer hvöt til þess að leggja fram eitt skifti verðlaun á skákþingi fyrir ísland, sem mundi efla mjög skáklíf í landi og víðfrægja nöfn þeirra. Fyrsta alþjóðaskákþing í Pýskalandi, síðan fyrir 1914, var háð > Breslau og endaði 1. ágúst s.l. Stórsigur hlaut þar rússneski stór- uieistarinn Bogoljubow, er hann vann I. verðlaun með 9'h vinn- >ng. II. verðlaun hlaut Niemzovitch með 7Va vinning. III. og IV. verðlaunum skiftu Rubinstein og Wagner, sem er ungur skákmað- ur, með 7 vinningum hvor. V., VI. og VII. yerðlaun hlutu Becker,

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.