Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 5

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 5
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 51 Me kastur mun þó Steinitz verða talinn fyrir það, að liann er sá eiginlegi brautryðjandi hinnar nýju stefnu í skák, sem er í því fólgin, að hefja ekki ásókn þegar í upphafi skákar, heldur leita eftir veikustu blettunum í taflstöðu mótstöðumannsins, stöðugt þrýsta á þessa veiku bletti þangað lil hún fellur til grunna. Þetta er aðal- lega það, sem nefnt er »postitions«-skák. Um þetta segir hann sjálfur: »Jeg varð hugsandi mjög yfir úrslitum skákþinganna í París 1867 og Baden-Baden 1870; jeg þóttist viss með að ná 1 verðlaunum, en annað varð uppi á teningnum. Við nánari athugun á tefldum skákum, tók jeg eftir því, að með gamla laginu (com- bination) var að vísu liægt að tefla fagurlega og oft að vinna glæsi- legan sigur, en til lengdar mundi þessi aðferð ekki nothæf. Jeg komst að þeirri niðurstöðu, að miklu hægara væri að verjast en að sækja á, þar eð ásókn aðeins hefði fulla þýðingu, þegar búið væri að veikja taflstöðu mótstöðumannsins.« Pannig er nýja (postitions) skákstefnan undan rifjum Steinitz runnin, og þótt yngri stórmeistarar fari nú Iengra — en þó í sömu átt — þá fylgja þó enn þá mestu skákmenn heimsins (Lasker, Capablanca) þessari stefnu. Frá 1862varði Steinitz öllum kröftum sínum í þarfir skáklistar- innar. Hann stjórnaði í mörg ár skákdálkum stórblaðanna »The Fied« og »New-York Herald«; var ennfremur ritstjóri stærstu skák- blaða Englands og Bandríkjanna. Hann tefldi á flestum alheimsþingum og gafst ekki upp fyr en sjúkdómur hans lagði hann að velli í Lundúnum árið 1900. Fara hjer á eftir helstu og merkustu einvígin, er Steinitz háði, Og úrslit þeirra. Ár: Áskorendur: Steinitz vann sem 1 hjer segir: 1862 Dubois unnið 5 tapað 3 jafntefli 1 1863 Deacon -- 5 — 1 — 0 » Mongredien 7 — 0 — 0 » Blackburne 7 — 1 — 2 1866 Andersen 8 — 6 — 0 » Bird — 7 — 5 — 5 1867 Fraser 3 — 1 — 3 1870 Blackburne 5 — 0 — 1 1872 Zukertort 7 — 1 — 4 1876 Blackburne 7 — 0 — 0 1882 Martine^ 7 — Q —r Q

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.