Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 9

Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 9
ÍSLENSKT SKÁKBLAD 55 að meðal forntnanna. Sannar það og, að skáktaflið er hingað komið frá Englandi, að engar þjóðir aðrar nefna neinn skákmanna sinna. biskup nema Englendingar og íslendingar. — Meðal námsmanna og stúdenta, sem dvöldu við áðurnefnda skóla og ætla mætti að flutt hafi skáktaflið til íslands, mætti nefna Þorlák biskup helga í Skálholti (d. 1193), Hrafn Sveinbjarnarson (d. 1213), sem einnig ferðaðist um öll lönd Evrópu, þar sem skák var tefld, um 1190— 1200, Pál Jónsson biskup í Skálholti (d. 1211), sonur Jóns Lofts- sonar í Odda, sem Snorri Sturluson dvaldi hjá í æsku o. fl. — Nokkru síðar en þetta hefir skáktaflið borist til Pýskalands. Ekki er hægt með neinni vissu að segja, hvenær það hefir verið, en hitt er víst, að algengt var það ekki orðið í Mið-Evrópu, þegar iðkun þess var almenn orðin á íslandi. En það er ekki fyrri en löngu síðar, að það verður algengt í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Ekki þykir ósennilegt, að til Noregs hafi það borist með íslendingum. — Frá Þýskalandi barst það austur á bóginn til Bæheims og Póllands. Af nöfnum skákmanna og ýmsum skákyrðum má sjá, að Ungverj- ar hafi lært skáktaflið af Tyrkjum, en til Rússlands heíir það borist beina Ieið frá Persíu og Indlandi, þótt nokkrir álíti þó, að þangað hafi það borist frá Grikkjum um Miklagarð. Til dæmis um af hve miklum áhuga skáktaflið var iðkað á mið- öldunum, má geta þess, að bók um skák og skákfræði, er út var gefin árið 1275 og samið hafði dómikanermunkur nokkur ítalskur, Jacobus de Cessolis, var lesin í Evrópu mest allra bóka, næst eftir biblíuna, segir skákfræðingurinn v. d. Lasa. Hann segir, að bók þessi hafi verið Iesin í margar aldir eins og hún væri ný opinber- unarbók. Sannar þetta að miklu, að skáktaflið hafði á þeim tímum niargfalt meiri þjóðfjelagslega þýðingu en það hefir nú. Við hirðir og í æðri stjettum, jafnvel hjá kvenþjóðinni, þótti það sjálfsagður mentunarauki, að kunna að tefla skák. Hjá alþýðu manna, bænd- um og borgurum, auk heldur hjá þjónum og lægstu stjettum mann- fjelagsins, var skáktaflið ekki óalgengt. (Meira). S K Á Ií I lí . Nr. 15. Konungs-bragð. d7—d5 er einnig góður leikur. Bisk- upsleikurinn verður samt til pess, að hvítur parf meiri undirbúning en ella, til pess að geta hrókað. STEINITZ. ANDERSSEN. Hvitt: 1. e2—e4 2. f2—f4 Svart: e7—e5 Bf8—c5 3. Rgl—f3 d7—dó Ef d7—d5, pá Rf3Xe5; d5Xe4; 5,

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.