Íslenskt skákblað - 15.12.1925, Blaðsíða 22
68
ÍSLENSKT SKÁKRLAD
Grunfeld og Reti, unnu 6 hver. Næstir urðu Samisch 5, v. Gott-
schall 4, Tarrasch 3V?, Bliimich 3 og síðastur Moritz með t'/2
vinning.
Frá 2.—11. sept. s.I. var skákþing háð í Nizza. Var þar í 3.
sinn þreytt um skákmeistaratign Frakklands. Sigur bar úr býtum
Crépeaux, sá er áður var skákmeistari. Pess er látið getið, að
Penau, sem um langt skeið hefir staðið framarlega í fylkingu franskra
skákmanna, var ekki við fulla heilsu á þessu skákþingi og naut
því ekki skákhæfileika hans að fullu.
A skákþingi um meistaratign Ítalíu í haust er leið varð það til
tíðinda, að skákmeistarinn, Roselli del Turco, beið lægra hlut fyrir
Monticelli, þótt hann tapaði engri skák. Hann hlaut 11 vinninga,
en Monticelli 12'/? 15 tefldu.
10. október s.l. dvaldi Dr. Lasker sem gestur skákfjelagsins
»Andersen« í Stettin og tefldi þá við 15 menn samtímis. Hið
nýstárlega við skák þessa var það, að teflt var með takrnörkuðum
tíma (með skákklukkum). Vann hann 12 töflin, gerði jafntefli við
2 og tapaði einu.
Skákmeistari Hans Miiller tefldi 1. okt. s.l. sanitímaskák við 62,
vann 49, tapaði 7 og gerði 6 jafntefli. Pykir þetta laglega af sjer
vikið, þegar tekið er tillit til þess, að töflin stóðu yfir aðeins 3’/2
tíma, og mun þetta vera hámark á þessu sviði.
11. október s.l. þreytti Holland kappskák við Belgíu, og fór
skák sú fram í Haag. Lauk henni svo, að hvort landið gekk frá
borði með 5 vinninga. Kapptefli þetta er einn liður í landa-
kappskák milli fjögra ríkja, Frakklands, Englands, Belgíu og Hol-
Iands, og hefir Alþjóða-skáksambandið efnt til þessara leikja.
í ágústmánuði s.I. var 4. alrússneska meistaraskákþingið háð í
St. Pjetursborg. I. verðlaun hlaut þar stórmeistarinn Bogoljubow,
II. Lövenfisch, III. Rabinovitch. Næstir urðu: Dus-Chotimirski,
Romanowsky, Werlinsky Gotthif og Iljin-Genewski.
Alþjóða-skákþing er um þessar mundir háð í Moskau á Rúss-
landi. Er það eitt af stærstu og eftirtektaverðustu skákþingum,
sem haldin hafa verið. Pátttakendur eru um 20, og skal frægasta
telja: Capablanca, Dr. Lasker, Dr. Vidmar, Rubenstein, Reti, Mar-
shall, Grúnfeld, Dr. Tartakower, Spielmann, Sámisch, Torre, að