Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 3
ÍSLENSKTSKAKBLAÐ. útgevandi : SKAIÁSAMBAND ISLATCDS, akuhevet. II. árg. Akureuri 1. febr. 1927. hefti. P A U L C . M O R I’ II Y Hinn gamli, frægi borðleikur, skáktaflið, barst tímanlega til hinnar nýju heimsálfu, Ameríku, hóf þar göngu sína og útbreiddist og náði þar á tiltölulega skömmum tíma mikilli festu og framförum. Par vestra uxu upp víðsvegar ágætir skákmenn, einkum rjett fyrir og um miðja 19. öld. Og þegar skáklíf þar hafði náð fullri festu og. Ameríku-skákmenn þóttust því vaxnir, reis upp sú alda meðal þeirra, að reyna skákstyrk sinn við skákmenn hins gamla heims. Koni að því, að stofnað var til hins fyrsta alheims-skákþings í Ameríku árið 1857. Var það haldið í New-York. Var þangað boðið öllum skákmeisturum Evrópu til þess að reyna kapp við skákkappa hins nýja heims. Á þessum tímum var rnjög erfitt um ferðir milli Evrópu og Ameríku, auk þess sem þær voru afardýrar. Mættu því á þessu þingi aðeins 2 Evrópu-skákmeistarar, þeir Louis Paulsen, hinn ágæti skákmaður Pjóðverja, og annar landi hans, Th. Licthenheim. En á þitigi þessu voru mættir flestir hinna öflugustu skákmanna Amer- íku. Meðal þeirra manna var kornungur maður, Paul Charles Morphy að nafni, ættaður frá New-Orleans. — Pað er um þennan mann, sem vér viljum reyna að tita þessar línur. Þótt nú séu liðin 60—70 ár stðan hann stóð í fullum blóma, er nafn hans, og mun verða, talið æ síungt, og líklega mest og frægast allra skákmeistara, sem uppi hafa verið. Paul C. Morphy er fæddur í New-Orleans 22. júlí 1837. Pang- að höfðu fyr á tímum flutt göfugir forfeður hans frá Spáni, numið lönd og aukið ætt sína. Hann ólst upp í fæðingarbæ sínum, og þar lifði hann og síðustu æfiár sín. -- Tíu ára gamall kyntist hann skáktaflinu og þrem árum síðar var hann talinn snjallastur allra skákmanna í New-Orleans og grend. — Ungur stundaði hann nám við æðri skóla og útskrifaðist með lagaprófi árið 1857 frá háskól- anum í Louisiana. Um sama leyti var fyrnefnt skákþing háð í New-York. Var ekki að undra, þótt Morphy, ungur og brennandi af áhuga, sækti

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.