Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 18

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 18
4Ö ISLENSKT SKÁKBLÁÐ víðast hvar þar, sem þau voru ekki til áður, og annarstaðar hafa þau verið endurvakin eftir margra ára svefn. Einkum ber á þessu á Norðurlandi og Austfjörðum, að því er jeg best veit. F>ar hafa síðustu 2 — 3 árin þessi skákfjelög verið stofnuð: Á Sauðárkróki, Blönduósi, Siglufirði, Eskifirði, Húsavík, Hvammstanga og ef til vill víðar. Veit jeg um 16 eða 17 skákfjelög, sem nú eru starfandi. Af þessum skákfjelögum eru nú flest gengin í Skáksamband íslands, önnur en þau, sem starfa innan annars fjelagsskapar, svo sem Ung- mennafjelaga og skólafjelaga. En auk þess sem skákfjelög þessi, er jeg hefi nefnt, iðka nú skák af kappi, er víðsvegar í bæjum, og þó einkum í sveitum, teflt meira en áður var, þótt menn sjeu ekki f skákfjelögum. Og áhugi almennings fyrir skák kemur nú berlega í ljós hvert skifti sem kappskákir eru háðar, hvort heldur er ritsíma- skákir milli fjarlægra fjelaga eða almenn skákþing. Og það sýnir, hve menn fylgjast betur með í skáklífi hjer og erlendis en áður var, að nú þekkir fjöldinn allur nöfn bestu skákmanna okkar og annara þjóða úti um heim. En livað mun það þá vera, sem veitt hefir þessu fjöri og áliuga inn í skáklíf vort? Pað mun mega ætla, að hin háa og breiða alda nýs skáklífs, sem reis úti um heim eftir lok ófriðarins mikla, hafi að einhverju leyti náð ströndum lands vors, vakið áhuga og starfslöngun bestu manna elstu skákfjelaga okkar, og út frá þeim svo áhrif dreifst til annara og vakið þá til starfa. En þetta eitt gaf þó ekki þrótt til þeirrar vakningar, sem orðin er. Að minni hyggju mun mesti þátt- urinn, og líklega hinn sterkasti, vera sá, þegar Skákfjelag Akureyrar og Taflfjelag Reykjavíkur tóku að heyja ritsímaskákirnar 1919 og síðan árlega. Vakti þetta geisilega eftirtekt um land alt. Blöðin tóku að ræða um skák og manna á milli urðu þær, og skákiðkun yfirleitt, algengt umræðuefni. Er það áreiðanlega víst, að hefðu þessar ritsímaskákir aldrei verið uppteknar, mundu þau fjelög, eða mörg þeirra, sem stofnuð hafa verið undanfarið, varla hafa verið til, og fæstar af þeim ritsímaskákum, sem háðar hafa verið, einkum á þessum vetri, hafa átt sjer stað. Og jeg vil draga í efa, að eldri skákfjelögin, sem upptökin áttu að þeim, hefðu notað þroskaskilyrði sín eins vel án þeirra. Eitt enn, sem jeg tel að hafi óbeinlínis valdið umróti í skáklífi og skákiðkun, má óefað telja það, þegar Taflfjelag Reykjavíkur tók að þreyta kapp við skákmenn Noregs og hinn glæsilegi sigur þeirra við þá. Vakti þessi þrekraun ekki síður eftirtekt og almæli en rit-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.