Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 19

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 19
ISLENSKT SKÁKBLAÖ 4Í símaskákirnar, sem nefndar voru. Munu þó höfuðsiaðaríbúar eink- um hafa notið ágóðans af þessari viðureign hvað snertir glæð- ingu skáklífs. Að síðustu vil jeg nefna það, sem jeg tel happadrýgsta, seig- asta og best spunna þáttinn í útbreiðslu og eflingu skáklífs og skák- iðkana í landinu, stofnun skákfjelaga og nýjan þróttgjafa eldri skák- fjelaga, beint og óbeint. En það er stofnun Skáksambands íslands. Pað hefir með ráðum og dáð hvatt til stofnunar nýrra skákfjelaga og stutt þau í byrjunarstarfi þeirra. Pað hefir með blaði sínu reynt að vekja áhuga manna fyrir skákíþróttinni, vekja athygli þeirra á því, að sú íþrótt er þess meir en verð, að henni sje verulegur gaumur gefinn. Sambandinu hefir auk þessa og annars, sem það hefir starfað að, áunnist að safna flestum skákfjelögum landsins til samstarfs inn á við og út á við efíir því, sem ungir kraftar þess hafa leyft, — En starf þess er enn að vonum þrótllítið í þá áttina og ber ýmislegt til þess. Einkum hefir starf þess orðið niinna en ella vegna þess, að Taflfjelag Reykjavíkur, sem nú er lang-öflugasta skákfjelag landsins, hefir staðið fyrir utan það og ekki statfað með því. Nú er þó breyting að verða á þessu, að því er jeg best veit, þar seni fjelagið mun nýlega hafa ákveðið að ganga í Sambandið og starfa þar. Er ekki að efa, að með því er enn nýr og sterkur þáttur ofinn til þróunar og eflingar skákíþróttinni á landi hjer. Og þótt nokkru sje áorkað í þessa átt, liggur mikið starf fram undan fyrir Skáksambandið. Vil jeg engar getur leiða að því, hversu því verður ágengt í því staríi, heldur óska jeg þess og vona það, að með einlægu og einbeittu starfi áorki það að vekja upp öfluga öldu skákáhuga og skákmentar, sem flæði yfir landið og veiti gróð- urmagn vaxandi nýgræðingi og styðji hann til þroska. Mætti þá vera, að í einum stað eða öðrum yxi upp vænir viðir, er borið gætu síðar frægð og frama heim frá erlendum kappmótum. fcór þögli. S K Á K T í Ð I N T> I. Erlend. Alþjóðaskákþing var háð í Beilín 17.—29. nóv. og er 3. al- þjóðaskákþingið, sem háð hefir verið í Þýskalandi á árinu. Tilhög- un þingsins rjeði meistari Mieses, en stjórnandi þess var hinn al- kunni v. Tietz. — Einkum vakti þetta skákþing athygli á sjer sök- um þess, að Bogoljubow kom þar fram á sjónarsviðið sem kepp- andi eftir langa hvíld. Hann var auðvitað eftirlætið. En í fyrstu 0

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.