Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 20
42
ISLENSKf SKÁKBLAÐ
virtist svo, sem hann liefði mist skákstyrk sinn við þessa Iöngu
hvíld, því að skákir hans hófust á því, að hann náði jafntefli með
naumindum og tapaði ananri skák. En síðan vann hann með sæmd
hverja skákina af annari, þar til Rubinstein gerði jafntefli við hann
í síðustu skákinni, og rjeð það úrslitum. Rubinstein var aftur á
móti óheppinn, þar sem hann varð aðeins annar, þrátt fyrir frækna
frammistöðu. Hann beið ósigur fyrir Ijelegasta skákmanninum, v.
Holzhausen, sem annars gekk illa, en gat sjer orðstír með þessari
skák. 3.-5. verðlaunum skiftu með sjer Ahues, Grúnfeld og Spiel-
mann. Hinn fyrstnefndi er hjer í góðum fjelagsskap og hefir getið
sjer frægð. Af þeim, sem engin verðlaun hlutu, er List sá, sem
hefir verið all-heppinn. Hann er rússneskur útflytjandi, búsettur í
Berlín, — og er til þessa lítt kunnur í Þýskalandi. Sámisch tókst
aldrei vel og varð að þessu sinni »jafntefla-kóngur«.
Vinningar fjellu þannig: Bogoljubow 7, Rubinstein 6, Spiel-
mann 5, Colle 4, Johner, List og Sámisch 3V2, Ahues og Griinfeld
3 og v. Holzhausen 21/2-
Skákþingi í Mailand með 10 keppendum (8 ítölum og 2 út-
lendingum) lauk með sigri Sacconi (7 vinningar), 2. Padulli (6V2),
3. Roselli (6), 4. Monticelli (5V2), 5. Singer (41 /2). Þar næstir voru
Patay og Dr. Seitz (4), Rastrelli (3), Hellmann (2V2) og Stalda (2).
Skákþing var háð fyrir nokkru í Meraner og má af því margt
merkilegt læra, m. a. það, að þar hefir Colle sýnt ótvíræðar fram-
farir og unnið sinn glæsilegasta sigur. Canal staðfesti orðstír sinn
sem snjallur skákmaður og varð á síðustu stundu af 1. verðlaun-
um vegna hrapallegs klaufaskapar. Przepiorka styrkist með ári
hverju og er sjaldgæft dæmi um vaxandi skákþroska miðaldra
manns. Yates hefir að þessu sinni koniist lengst. Grúnfeld og
Tartakower eru »jafntefla-bræður« og eru síðastir þeirra, sem verð-
Iaun hlutu. Milli þeirra og hinna næstu er djúp staðfest.
Colle hlaut 9 vinninga, Canal, Przepiorka og Spielmann 8V2,
Kostitsch og Yates 8, Grúnfeld og Tartakower 7V2, Rosselli 5, Grob,
Patay og Sacconi 41/2, Alimonda 4 og Calapso 3. Átta hinir fyrstu
fengu verðlaun.
Meistaraþing í Múnchen. í lok Meraner-þingsins tóku Przepi-
orka og Spielmann þátt í smáskákþingi í Múnchen. Á þann hólm
gengu einnig Bogoljubow og Sámisch, ásamt Múnchener-búum
tveim, Gebhard og Schmitt, sem reyndust þó ekki vaxnir slíkum
viðskiftum.