Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 4
26 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 'pangað, enda var fjárhag lians þann veg farið, að ekki þurfti hann að óttast kostnaðarhliðina við þá för. Petta var fyrsta skákferðalag hans og varð honum glæsileg sig- urför. Á skákþinginu sigraði hann alla keppinauta sína. Urðu þeir jafnir af skákþinginu Poulsen og hann og tefldu til úrslita 8 skákir um I. og II. verðlaun. Lauk því einvígi svo, að Morphy vann 5, tapaði 1 og gerði 2 jafntefli. Hlaut því Morphy I. verðlaun, en Poulsen II. verðlaun. Eftir þingið dvaldi hann um skeið í borginni og tefldi að jafn- aði við öflugustu skákmennina þar, t. d. Stanley. Hann gaf þeim jafnan peð eða riddara f forgjöf, en bar þó oftast fullan sigur úr býtum. Af þessum sigri Morphy’s leiddi það, að amerískir skákmenn töldu hann færan til þess, að sækja skákheimsmeistaratignina til Evrópu og flytja hana heim til þeirra. En í Evrópu var þá Staunton, hinn enski, talinn snjallastur taflmaður. Varð nú að ráði milli Morphy’s og skákmanna Ameríku, að hann skoraði á Staunton til skák-einvígis. Var Staunton nú boðið til Ameríku í þeim erindagerðuni. En Staunton sendi svar sitt aftur, og var það á þá leið, að ferðalagið milli álfanna væri of langt fyrir sig og erfitt, og annríki við störf sín heima bannaði sjer langa fjar- veru. Að öðru leyti væri hann reiðubúinn að keppa, ef heim til sín væri sótt. Þetfa svar Staunton’s var tekið gilt og gott af fje- lögum Morphy’s. Og þar sem eiginlega ekkert var því til fyrir- stöðu, að Morphy legði upp í Evrópuför, varð það nú að ráði, að hann sækti Staunton heim og kepti við lrann í föðurlandi hans. Fengi hann þá og að reyna sig við aðra efldustu skákmenn Evrópu. Pessa fyrstu og ógleymanlegu för sína hóf hann í júnímánuði 1858. Skákmenn Englendinga tóku Morphy með kostum og kynjum, þegar hann kom til London. Varð hann þegar tíður gestur í skák- fjelögum borgarinnar. — Hann bauð bestu skákmönnum til einvígis við sig, og sagðist reiðubúinn að leggja undir 2000 krónur við hvern sem væri. Enginn varð þó við þessum áskorunum. Mun enginn hafa treyst sjer til þess að etja skákkappi við þennan meist- ara eftir að þeir fengu veður af, hvílíkri snild og krafti hann átti á að skipa í viðureigninni á skákborðinu. Auk heldur skoraðist sjálfur Staunton undan því, að leggja til skák-einvígis við hann, þótt hann hefði áður látið líldega þar um. Kendi hann nú um lasleika og tímaleysi. Fjekst hann aðeins til þess að tefla eina samráðsskák

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.