Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 21
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ
43
Jólaskákþinginu í Hasting lauk svo að þessu sinni: Tartakower
7 vinninga, Colle 6, Yates 5V2, Norman og Reti 5, Sergeant 4'h,
Teller 4, Buerger 3, Thomas 3 og Michel 1.
Einvígi háðu Aljechin og Euwe í Amsterdam 22. des. síðastl.
Tefldu þeir 10 skákir. Vann Aljechin með 5'h : 4]h og er það
glæsilegur árangur fyrir hollenska meistarann.
18. janúar s. I. buðu nokkur skákfjelög Kaupmannahafnar
meðlimum sínum að vera viðstöddum kappskák milli 8 bestu skák-
manna sinna og stórmeistarans Nimzowitsch. Móti honum tefldu:
1. Erik Andersen, 2. Gersing, 3. Egil Hansen, 4. Norman-Hansen
(sem Skákblaðið birti 2 skákir eftir við E. G. Gilfer í síðasta hefti),
5. Verner Nielsen, 6. Gruusberg, 7. Desler og 8. Monrad. Úrslit
urðu þau, að Nimzowitsch vann 3 hina síðustu, gerði jafntefli við
Norman-Hansen og Verner Nielsen, en tapaði fyrir 3 hinum fyrst-
töldu. Fylgdu skákmenn taflfjelaganna þessari viðureign með mikl-
um áhuga og voru áhorfendur hátt á annað hundrað. Sjerstaklega
hafði tafl Gersings haldið áhorfendunum í spenningi. — 3 dögum
síðar buðu skákfjelög þessi Nimzowitsch til gleðikvölds hjá sjer og
tefldi hann þar við þá samtímaskák. Úrslit hennar urðu 17 unnin,
3 töpuð og 10 jafntefli. Petta kvöld lýsti Nimzowitsch höfuðdrátt-
unum í bók sirmi »Mín aðferð« í fyrirlestri. — í sambandi við þetta
vildum vjer geta þess, að formaður Taflfjelags Reykjavíkur gat þess
í sumar er leið við Skákblaðið, að ekki væri úr vegi að fara þess
á leit við H. Nimzowitsch, sem er búsettur í Kaupmannahöfn, en
er þó oftast á ferðalögum, að fá hann hingað til lands til þess að
leiðbeina og tefla samtímatöfl við skákmenn vora. Er þetta og starf
Nimzowitsch, því að hann ferðast stöðugt í þessum erindagerðum,
var t. d. lengi í Noregi síðastl. ár. Er kostnaðarhliðin á þessu að
vísu all-ægileg, en mundi þó með góðum vilja vera kleif.
I n n 1 e n d .
Aldrei síðan tekið var að iðka skák á landi lijer, hefir svipað
fjör og þróttur verið ríkjandi í skáklífi okkar og nú síðastl. 2 mán-
uði. Bera þess einkum volt ritsímaskákir þær, er háðar hafa verið
hverjar á eftir annari milli ýmsra skákfjelaga á landinu, með stuttu
millibili. Eflir þetta að vonum skákstyrk teflenda, áhuga og metnað,
og er ekki því að neita, að nokkuð ber á kappgirni í þessum við-
skiftum. — Eins og hagar til á landi voru um samgöngur, er mjög
erfitt að stofna til skákþinga, er bestu menn hinna ýmsu skákfjelaga