Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 23

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 23
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 45 Sömu nóít tefldi og Taflfjelag Reykjavíkur (2. og 3. fl.) gegn Skákfjelagi Vestmannaeyja. Teflendur 10. Úrslit: Reykjavík 5, Vest- mannaeyjar 5 vinninga. Enn sömu nótt tefldi Skákfjelag Akureyrar (2. og 3. fl.) gegn Skákfjefagi Blönduóss. Teflendur 12. Úrslit: Akureyri 8, Blöndu- ós 4 vinninga. Um svipað leyti tefldi Hvammstangi gegn Sauðárkróki. Tefl- endur 12. Úrslit: Hvammstangi 8l/z, Sauðárkrókur 3'/a vinning. Aðfaranótt 4. mars síðastl. Taflfjelag Reykjavíkur gegn Skák- fjelagi Hvammstanga. Teflendur 14. Tefldu 4 1. fl. menn frá Reyk- víkingum, er blaðinu tjáð. Úrslit: Reykjavík 10, Hvammstangi 4 vinninga. Aðfaranótt 7. mars síðastl. tefldi Skákfjelag Gagnfræðaskólans á Akureyri gegn Taflfjelagi Mentaskólans í Reykjavík. Teflendur 16. Úrslit: Gagnfræðaskólinn 10, Mentaskólinn 6 vinninga. Næstu nótt tefldi Gagnfræðaskólinn kappskák við 2. og 3. fl. í Skákfjelagi Akureyrar. Teflendur 18. Úrslit: Gagnfræðaskólinn 10, Skákfjelagið 8. Aðfaranótt 12. mars Taflfjelag Blönduóss gegn Taflfjelagi Sauð- árkróks. Teflendur 8. Úrslií: Blönduós 3, Sauðárkrókur 5 vinninga. Hinn 12. desember síðastl. gekst Taflfjelag Reykjavíkur fyrir því, að háðar yrðu kappskákir milli taflmanna úr Austur- og Vest- urhluta borgarinnar, og máttu taflmenn keppa hvort heldur þeir voru í skákfjelagi eða utan. Var teflt opinberlega í Bárunni. Varð þátt- takan góð, en aðsóknin að kappskákunum fremur lítil. Úrslit urðu þau, að af fjelagsmönnum unnu Vestanbæjarmenn 5 á móti 3. Einni af skákunum milli fjelagsmanna varð aldrei lokið. Af utanfjelags- mönnum unnu Vestanbæjarmenn aðeins 1 á móti 3. — »Eru kapp- skákir þessar nýbreytni hjer og er vonandi að framhald verði á þeim, því að nokkur metnaður er í taflmönnum að vinna, þegar kept er fyrir bæjarhlutana,« segir tíðindamaður vor. Á aðalfundi Taflfjelags Reykjavíkur, sem haldinn var 16. janúar síðastl., var ákveðið, að fjelagið gengi í Skáksamband íslands, þó með lítilfjörlegri breytingu eða vlðbæti við síðustu grein Sainbands- laganna. Alt af, síðan Skáksambandið var stofnað, hafa staðið yfir samningatilraunir milli Sambandsins og Taflfjelagsins um upptöku þess í Sambandið. Purfti Taflfjelagið að semja sjer ný lög, ef það gengi í Sambandið, þar sem nokkuð af verksviði þess, Skákþing

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.