Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Side 5

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Side 5
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 27 (konsulations ), þar sem 3 tefldu hvoru megin á eitt og sama borð. Par fóru leikar svo, að Morphy og aðstoðarmenn hans sigruðu. Morphy hjelt kyrru fyrir um hríð í London. Tefldi hann þar tíðum við bestu skákmenn borgarinnar. Pessi töfl tefldi hann oftast með forgjöf, en bar þó ætíð sigur úr býtum. Um þessar mundir kom til London skákmeistarinn frægi, J. Löwenthal, frá Ungverjalandi. Hann varð til þess fyrstur manna, að taka áskorun Morphy’s. Skák-einvígi þetta hófst 19. júlf 1858 í London. Er fljótt yfir sögu að fara um úrslitin. Morphy vann 9 skákir, tapaði 3 og gerði 3 jafntefli. Þess skal getið hjer, Löwenthal til verðugs hróss, að enginn skákmeistari hefir fyr nje síðar getað hælst yfir jafn góðri vörn í viðureigninni við skáksnillinginn mikla. Og til þess að sýna höfðingshátt Morphy’s og einnig til að sýna, að hann elskaði skák- ina sjálfrar hennar vegna og snildina og listauðgi hennar, sem hann kunni svo vel að meta, en tefldi ekki til fjár og frama, sem nú tíðk- ast, skal þess einnig getið hjer, að liann varði verðlaunafjenu til þess að færa Löwenthal heim vandaðan stofubúnað að gjöf. Frá London til Parísar! Það hafði verið mesta tilhlökkun Morphy’s, að dveljast um hríð í hinni glæsilegu menningar- og heimsborg. Enda lifði hann þar sælustu daga æfi sinnar. — Pegar Morphy kom þangað, var þar staddur austurríski skákmeistarinn Daniel Harrwitz frá Bozen (1823—1884), sem þá var talinn einn hinn besti skákmaður í Evrópu. Leiddu þeir nú saman hesta sína Morphy og liann. Sá, er ynni fyrstu sjö skákirnar, skyldi vera sig- urvegari í kappteflinu. En er Morphy hafði unnið 5 töfl og Harrwitz 2 og 1 jafntefli, dró hinn síðarnefndi sig í hlje. Skömmu síðar kom til borgarinnar skáksnillingurinn Adolf Anderssen (sjá síðasta hefti Skákbl.). Eins og geta má nærri, sner- ust nú hugir skákmanna um það eitt, að sjá þessa glæsilegustu skákmenn heimsins leiða hesta sína saman í skák-einvígi. Var það auðfengið, og hófst einvígi þetta skömmu síðar. Hin eftirminni- legu úrslit þess urðu þau, að Morphy vann 7, tapaði 2 og gerði 2 jafntefli. Eftir þetta var því slegið föstu, að Morphy væri ósigr- andi og því mestur og snjallastur skákmaður í heimi. Morphy dvaldi um eins árs skeið í París. Lagði hann leið sína um London, þegar hann fór þaðan, og dvaldi þar litla hríð. Tefldi hann þá aftur oft við meistara Englendinga þar, oftast nær forgjaf- artöfl, og átti ætíð sigri að fagna. Frá London hjelt hann heirn til átthaga sinna, en staðnæmdist þó um eitt ár í New-York áður, —

x

Íslenskt skákblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.