Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 24
ÍSLENSKT SKÁKBLAD
46
íslendinga, fellur, samkvæmt Sambandslögunum, undir vcrksvið Sam-
bandsins. Á þá Sambandið eftir að samþykkja þessa nýju breyt-
'ngu, sem útheimtist á Sambandslögunum, og verður það gert á
næsta aðalfundi þess. Er Sambandinu mikill fengur í þessu fjelagi,
því að það er lang-öflugasta skákfjelag landsins. — Stjórnarskifti
urðu í Taflfjelagi Reykjavíkur. Ljet af formannsstöðu Ágúst Pálma-
son. Er eftirmaður bans Elis O. Guðmundsson. Meðstjórnendur
hans eru: Porsteinn Gíslason (gjaldkeri) og Halldór Jónasson (ritari).
Fyrir nokkru síðan var Taflfjelagi Reykjavíkur afhentur silfur-
bikar rriikill og fagur, fyrir unninn sigur í kappskákunum við Norð-
menn. í samsæti, sem haldið var sama kvöld, afhenti forstjóri
Frjettastofu blaðamannafjelagsins, herra Axel Thorsteinsson rithöf-
undur, fjelaginu bikarinn til fullrar eignar, og í ræðu, sem hann
hjelt þá um leið, þakkaði hann fjelaginu fyrir unninn sigur í þess-
um fyrstu millilanda kappskákum og óskaði íslenskum taflmönnum
allra heilla í framlíðinni.
í samsæti þessu var skákstjóranum og keppendunum öllum af-
hentur frá fjelaginu fallegur minnispeningur úr silfri.
Verðlaunabikarinn hafði smíðað Jónatan Jónsson gullsmiður í
Reykjavík og er hann af öllum talinn að vera hið mesta metfje.
Bikarinn er í lögun eins og hrókur. Ofan á honum er sigur-
bogi mjög fallegur. Á bikarinn er grafið mikið og meðal annars
skjaldarmerki íslands og Noregs, svo og nöfn allra norsku og ís-
lensku keppendanna.
Taflfjelag Reykjavíkur hefir nú mjög eflt 1. flokk sinn með því
að 7 taflmenn úr 2. flokki hafa unnið sig upp. Höfðu þeir kept
við 2 menn úr 1. flokki og staðið sig svo vel, að aðalfundur sam-
þykti einróma, að flytja þá upp. Skipa nú 16 menn 1. fl. þess fjelags.
Skákþing íslendinga er ákveðið að haldið verði á Akureyri 22.
apríl næstk., sbr. auglýsingu þar um í þessu hefti Skákblaðsins. Er
þelta í fyrsta skifti, að Skáksamband íslands stofnar til þessa þings,
þar sem Taílfjelag Reykjavíkur hefir ávalt áður stofnað til þess, eins
og áður er getið, en það hefir nú, með inngöngu sinni í Sam-
bandið, afsalað sjer frainkvæmdum og umsjón með því. Er útlit
fyrir, að skákþing þetta verði vel sótt og fjörugt. Er nokkurn veg-
inn ákveðið, að frá Taflfjelagi Reykjavíkur sæki það 4 skákmenn,
en óvíst um, hverjir það verða, Pó mun mega fullyrða, að Eggert