Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 6

Íslenskt skákblað - 01.02.1927, Blaðsíða 6
28 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ Mikið þótti nú löndum Morphy’s áorkað og mikið verk unnið í þarfir skáklistarinnar. Morphy einn Ijet lítið yfir afrekum sínum, eins og hans var von og vísa. En samtíðarmenn hans dýrkuðu hann og síðari tíma skákmenn geyma Ijúfa mínningu hans. — Land- ar hans kunnu sjer ekki læti yfir þessari siguiför unga skáksnill- ingsins og gáfu honum nafnbót, setn síðar — og enn þá — er keppikefli allra þjóða, sem skák iðka — sem sje skákheimsmeistarí. Hjer endar að mestu leyti frægðarsaga þessa óviðjafnanlega skáksnillings. Minningin um síðari hluta æfi hans hlýtur að vekja sorg og trega hjá oss, sem kynt höfum okkur sögu hans. Þegar heim kom, ætlaði Morphy að setjast að í fæðingarborg sinni og taka upp málfærslustörf, sem hann var lairður til, og gera þau að lífsstarfi sínu, en iðka skáktaflið aðeins sjer tfl gamans. En um þessar mundir voru tímar óeirða og sundrungar. Þrælastríðið var að vísu um garð gengið, en það eimdi af sundurþykkju og misklíð milli suður- og norðurfylkja Bandaríkjanna. Mun Iítið hafa orðið um málfærslustörf Morphy’s, því að menn vildu eða gátu ekki skilið, að jafn frægur skákmaður færi að setjast um kyrt meðal þeirra og leggja kapp á málfærslustörf. Ef til vill hefir þessi tíðar- andi og svo að einhverju leyti áreynslan við hina löngu skákferð og erfiðu til Evrópu valdið því, að þunglyndi tók að færast yfir hann, sem ágerðist mjög með árunum. Að ráði ættingja sinna fór Morphy aðra ferð til Evrópu árið 1862. Frá því ferðalagi er fátt markvert að segja. Hann dvaldi um tíma í París og tefldi þar svo að segja eingöngu við skákmeistar- ann A. de Reviere, sem varð hinn besti vinur Morphy’s. Eru töfl þeirra mörg hin fegurstu. Úr þessu ferðalagi kom hann heim aftur 1864. Settist hann þá að hjá móður sinni í fæðingarborg sinni. Tefldi hann að vísu mjög oft, en töfl hans eru nú eingöngu forgjafatöfl, sem hann tefldi flest við vin sinn, A. Maurian. Töfl þessi eru að því Ieyti merki- leg, að þau sýna oss, hversu skáksnillingur, eins og Morphy, getur æft og þroskað skákleikni hins minni máttar. Töflum þeirra má skifta í 3 flokka: 1. Morphy vinnur öll, II. Morphy vinnur helming og III. Morphy vinnur þriðjung. — Þegar skákmeistarinn góði, H. J. Zukertort, kom til St. Louis 1882, leiddu þeir hesta sína saman hann og Maurian, og fóru leikar svo, að hvorugur bar sigur frá borði. Morphy fór hina þriðju ferð til Evrópu 1867 og dvaldi í París. En nú var honum svo brugðið, að hann undi þar ekki til lengdar og hvarf heim aftur. Lagðist þunglyndið nú svo að honum, að

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.