Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Page 7

Íslenskt skákblað - 15.05.1927, Page 7
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 53 upptök að stofnun þessara skákþinga, setti sjálft um þau Iög og reglur, sem meðal annars kváðu svo á, að Skákþing íslendinga skyldi ávalt háð í Reykjavík. Pað hefir og ávalt síðan haft allar framkvæmdir um þau og tekið á sig allar skyldur gagnvart þeim, veitt verðlaun þeim, sem hlutskarpastir hafa orðið, og auk þess veitt skákmeistaratign íslands sigurvegaranum í I. flokki, og á ann- an hátt borið skyldur og skatta af skákþingunum. En fyrst eflir að skákþing þessi voru stofnuð, var skáklíf dauft á landi hjer, skák- fjelög mjög fá eða engin utan Fíeykjavíkur og því fáir skáknienn til, senr nógu efldir væru til þess að etja kappi við skákmenn höf- uðstaðarins á þessum þingum. Petta mun aðallega hafa valdið því, að Skákþing íslendinga í Reykjavík voru lítt sótt af öðrum en höfuðstaðarbúum. En síðan hafa tímarnir breyst mikið. Skáklíf hefir glæðst mjög mikið í landinu, skákfjelög risið á fót, samband stofnað milli skák- fjelaganna og nokkrir góðir skákmenn komið fram á sjónarsviðið. En það, sem mestri breytingu hefir valdið, er, að Taflfjelag Reykja- víkur hefir nú gengið í Skáksamband íslands, og með því afhent Sambandinu allar framkvæmdir og skyldur um Skákþing íslendinga, sem það hafði að fornu og nýju. Hefir nú Skáksambandið sett ný lög og reglur um Skákþing íslendinga. Petta er því fyrsta Skákþing íslendinga, sem háð er utan Reykja- víkur, og fyrsta Skákþingið, sem Skáksamband íslands hefir haft framkvæmdir um. Skákþing þetta er að ýmsu leyti merkilegt og eftirtektarverðast þeirra Skákþinga, sem háð hafa verið hjer á landi. í fyrsta lagi er þetta fjölsóttasta Skákþingið, sem háð hefir verið, með því að það sóttu 33 keppendur. I öðru lagi sendu 8 skákfjelög víðsvegar að keppendur á þingið, sem sje: Taflfjelag Reykjavíkur, Skákfjelag Ák- ureyrar, Hvammstanga, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Húsavíkur, Hörg- dæla og Gagnfræðaskólans á Akureyri. Er þetta því almennasta þátttakan, sem orðið hefir í Skákþingum hjer. Og í þriðja lagi sóttu Skákþing þetta margir hinna efldustu skákmanna landsins, sem kunnir eru, auk þess sem þar komu fram nýir og óþektir skák- kraftar, sem vert er að veita athygli. Úrslit Skákþingsins mun fæstum hafa komið á óvart. Eggert Gilfer er svo þektur skákmaður og hefir sýnt það iðulega, að hann er tvímælalaust með allra »sterkustu« skákmönnum landsins, að miklar líkur voru í upphafi fyrir því, að hann mundi verða hlut-

x

Íslenskt skákblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.