Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 1

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 1
i < I Háskóli Islands eítir Pétur Sigurðsson Háskólaritara Verði jafnmiklar framfarir á ís- landi næsta mannsaldur eins og hinn síðasta, þá hefur þessi þjóð nokkurt hrósunarefni. Eitt af gleðilegustu framfarasporum síðasta mannsald- urs, hér á landi, er stofnun og þróun Háskóla íslands. Hann er óskabarn þjóðarinnar, skal vera kóróna menn- ingarlífs hennar og bezti kynnir með- al annarra þjóða. Þangað lítur þjóðin vonaraugum og væntir þaðan leið- toga, sem stýra kunna málum henn. ar farsællega. Pétur Sigurðsson, háskólaritari, skrifaði eftirfarandi grein samkvæmt beiðni ritstjóra blaðsins, sem tók meðfylgjandi myndir. — Ritstj. I sumar eru liðin 40 ár síðan staðfest voru lög um stofnun háskóla á Islandi: Var með því bundinn endi á mál, sem lengi hafði verið á döfinni, verið oft sótt af kappi, en strandað á fyrirstöðu danskra stjórnarvalda. Háskólamálið hófst í raun réttri á hinu fyrsta endur- reista Alþingi, er Jón Sigurðsson flutti tillögu um Þjóðskóla, ,,er veitt geti svo mikla menntun sérhverri stétt, sem næg- ir þörfum þjóðarinnar." Tveim árum síð- ar var Prestaskólinn stofnaður. Lækna- skóli var settur á stofn 1876, en Jón Hjaltalín landlæknir hafði tekið upp kennslu í læknisfræði árið 1862 og próf- að nokkra stúdenta, sem síðar urðu merkislæknar. Nú hafði þjóðin eignazt innlenda skóla, er veitt gátu viðunandi menntun til em- bættisprófs í tveim greinum. Þetta ýtti undir menn að koma upp háskólakennslu í þriðju greininni, lögfræði. Dómarar og valdsmenn urðu að sækja menntun sína til Kaupmannahafnar; þar voru kennd dönsk lög, en ekki íslenzk, og þóttust menn ekki geta lengur unað þessu. Bene- dikt Sveinsson flutti frumvarp um stofn- un háskóla á þinginu 1881, og varð það ekki útrætt. Var málið aftur borið upp 1883, 1885, 1891 og 1893, og voru camþykkt lög um stofnun háskóla 1883 og 1893, en konungur synjaði staðfest- ingar í bæði skiptin. I frumvörpum þess- um fólst það aðallega, að embættisskól- ana tvo skyldi sameina og bæta við lög- fræðikennslu. Danir voru andvígir há- skólastofnun, töldu það landinu ofvaxið, enda mun þeim hafa þótt nóg um þann sjálfstæðishug, sem kom fram í þessu. Aftur á móti léðu þeir máls á því að koma á fót kennslu í íslenzkum lögum við Hafnarháskóla, en íslendingar töldu sig ekki geta sætt sig við þá lausn máls- ins, þar sem háskólamálið mundi þá slegið á frest um langan tíma. Þegar stjórnin hafði verið flutt inn í landið, voru sett lög um stofnun !aga- skóla, og tók hann til starfa haustið 1908. En á Alþingi 1907 var samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að skora á stjórnina að endurskoða lögin um em- bættismannaskólana og semja frumvarp um stofnun háskóla. Var undinn að þessu bráður bugur, lög um stofnun háskóla samþykkt á Alþingi 1909 og staðfest 30. júlí sama ár. Það ákvæði var sett inn í lögin, að háskólinn skyldi ekki taka til starfa fyrr en fé væri veitt til þess í fjár- lögum. Var það gert á þinginu 1911. Háskóli íslands var settur í fyrsta skipti í neðri deildar sal Alþingis á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Var honum til bráðabirgða feng- ið húsnæði á neðri hæð Alþingishússins, er losnað hafði, þegar landsbókasafnið hafði flutt í hús það, sem reist var handa því skömmu áður. Þetta húsnæði átti að vera til bráðabirgða, og má vera, að há- skólinn hefði eignazt hús skömmu síðar, ef allt hefði verið með felldu, en styrj- öldin 1914—18 og síðar fjárhagsvand- ræði um mörg ár olli því, að málinu var frestað hvað eftir annað. Á Alþingi 1932 voru samþykkt lög, er ríkisstjórnin bar fram, um byggingu húss yfir háskólann, enda var tvíbýlið í Alþingishúsinu jafn óviðunandi fyrir Alþingi sem háskólann. Þó var framkvæmd laganna bundin því skilyrði, að fé væri veitt til þess í fjárlög- um. Fjárhagur ríkissjóðs var þá enn ó- hægur, og þótti sýnt, að enn myndi drátt- ur á málinu. Gekkst þá prófessor Alex- ander Jóhannesson, núverandi háskóla- rektor, fyrir því, að háskólinn óskaði einkaleyfis til stofnunar peningahapp- drættis hér á landi, og skyldi ágóðanum varið til þess að byggja yfir háskólann. Fékk það mál greiðan byr í þinginu, og tók happdrættið til starfa árið 1934. Bygging háskólans hófst sumarið 1936, en húsið var vígt 17. júní 1940, og var flutt í það þá um sumarið. Varð nú allur aðbúnaður hinn ágætasti, enda

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.