Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 13

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 13
4 EINING 13 % « » * er hin hlið málsins þessi, að ég hef geng- ið í fötunum síðan, næstum hvern ein- asta dag, og enn duga þau og er ekki hægt að sjá á treyjunni Þau skýldu vel í stormunum og kuldanum s. 1. vetur, og ekki er vandfarið með þau. Á þeim sér varla, hvernig sem þvælzt er í þeim og við hvað sem er. Slíkur klæðnaður hent- ar vel í köldu tíðarfari á Islandi. Hann er hlýr og haldgóður og fullboðlegur hverj- um manni, hvað útlit snertir. Álafossföt- in efna það, sem þau lofa. Hér er ekki verið að hrósa einu öðru til niðrunar. Ég hef ekki enn fengið mér föt úr Gefjunarefnum, en um það er ég sann- færður, að þar er um góða vöru að ræða, sem ekki stendur öðru slíku að baki, en tekur sennilega ýmsu fram. Þessi íslenzki iðnaður kemur nú að góðum notum og á fullkomlega viðurkenningu skilið. Pétur Sigurðsson. Ólafía Jóhannsdóttir Þegar Norðmenn reistu Ólafíu Jóhanns- dóttur minnisvarða, var um leið gefið til íslands sams konar brjóstlíkan af Ólafíu. Það hefur verið í varðveizlu Kvenfélaga- sambands íslands, hjá frú Ragnhildi Pét- ursdóttur í Háteigi. Nú er vaknaður nokk- ur áhugi fyrir því, að koma þessum minnis- varða upp á góðum stað, og telja má víst, að Reykjavíkurbær láti hann fúslega í té. Nokkra fjársöfnun þarf auðvitað til þess að láta gera uppdrátt af viðeigandi stalli og reisa hann og ganga þannig frá verkinu, að til sæmdar sé. Til þess að minna sem bezt á hina ágætu konu, Ólafíu Jóhannsdóttur, fer hér á eftir það, sem bróðurdóttir stórskáldsins norska, frú Inga Björnson, sagði um hana látna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama. En orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan getur. Minningu Ólafíu Jóhannsdóttur sé haldið í heiðri. Má ég skrifa ofurlítið um vinkonu mína og frændkonu, Ólafíu Jóhannsdótt- ur. Mig hefur lengi langað til þess, og nú, þegar Island hefur fengið sjálfstæði sitt, minnist ég þess, hve drjúgan skerf hún lagði til þess, að svo mætti verða. Ólafía Jóhannsdóttir eða Island, sem hún oft var kölluð, var vinur minn. Við vorum það frá því við sáumst í fyrsta sinn. Þjóðerni hennar, skapgerð og gáfur stóð svo ljóslifandi fyrir manni, strax við fyrstu viðræður. Sál hennar var óvanalega hrein og látlaus, og hún átti víst engan óvin í heiminum. Þrátt fyrir það, var stefna hennar og trú svo sterk, að hún hlaut að fylgja henni hiklaust og ákveðið. Hún sagði oft: Réttlætið er hræðilegt, og syndir manna koma oft niður á þeim, jafnvel hér á jörðinni. Kraftaverkin geta alltaf skeð. Þessi einkennilega röð af tilviljunum, hvað vonlaust og þrælbundið sem allt sýnist vera. I þögulli krossferð hennar gegn löstum, synd og sjúkdómum í framandi stórborg, þar skeðu alltaf kraftaverk. Já, Ólafía Jóhannsdóttir var einstök kona. Ákveðin og einbeitt lífsskoðun hennar gat yfirunnið allar torfærur. — Starf hennar sýndist oft vonlaust fyrir þá, sem aumastir voru í þjóðfélaginu, en hún sigraði samt. Hetja var hún, mikill stríðsmaður. Því skal minning hennar geymast vel. Það var þessi hluti starfs hennar, sem ég hef bent á. En það var annað, sem hreif mig hjá þessari útlendu konu, sem starfaði meðal okkar eins og hún væri ein af okkur. Hún var eldheitur frelsis- vinur landsins síns, og færði okkar vina- hóp hreint fjallaloft og skínandi fegurð fjallanna. Hún var komin af menntuðu, skemmti- legu og frjálslyndu fólki á íslandi. Móð- urbróðir hennar, Benedikt Sveinsson, var forvígismaður í frelsisbaráttu íslendinga og mesti ræðuskörungur. Hún hafði sjálf tekið þátt í frelsisbaráttunni, ásamt Þor- björgu, móðursystur sinni. Mætt á fund- um og tekið þátt í áróðri á ýmsan hátt. Það var um að gera að sanna það, að eyjan hefði aldrei verið löglega innlimuð Danmörku.. Ólafía Jóhannsdóttir lifði það að sjá ísland verða frjálst. Hún mun hafa átt það að þakka þátttöku sinni í frelsisbaráttu íslands, hvað hún talaði frjálslega og hiklaust um hvaða efni sem var. Það, sem einkum einkenndi hana, og vakti eftirtekt á henni, voru hjartagceðin. En mér, persónulega, fannst hún flytja með sér einhverja einkennilega menn- ingu og göfugmennsku, einhverja töfra, sem einkenna Islendinga. Hún færði Is- land nær Noregi. Ég vissi, að hún unni Noregi og norsku þjóðinni og óskaði eft- ir nánari kynnum og samstarfi milli Nor- egs og Islands en áður hafði verið. Hún hlaut að taka hart á hlutunum, hrein og óskipt. Þegar hún var endur- fædd og lifði lífinu í Jesú Kristi, var eng- inn millivegur, annað hvort himininn eða helvíti. I raun og veru eigum við bágt með að skilja það, hvernig þessi svipfríða, oft næstum yfirnáttúrlega kona, gat verið hörð við vesalings syndara hér á jörð- inni. En það var þessi glampi, sem stundum sveif yfir henni, sem minnti mann á eitthvað, sem kemur frá æðra heimi. Höfundur bókarinnar ,Aumastir allra' fær okkur til að hugsa um þau alvarlegu viðfangsefni, sem hún barðist við, þrátt fyrir elskulega, lífsglaða framkomu. Næst því, hvað mikið bar á því, að hún var kristin, var það góðmennskan, sem einkenndi hana. Hún gerði ótak- ¥ Ólafía Jóhannsdóttir. markaðar'kröfur til sjálfrar sín og sýndi öllum kærleika, sem líða. En hún varð aldrei ráðalaus. Þetta er það, sem ég veit um Ólafíu Jóhannsdóttur, og það gleður mig að fá að segja það, og alltaf læðist sú hugsun fram í huga mínum: Ætti ekki að reisa Ólafíu Jóhannsdótt- ur minnisvarða í okkar borg. 13. febrúar 1926. Inga Björnson. Étum við of mikið? Norskt blað varpar fram þessari spurn- ingu og skýrir svo frá því, að prófessor A. Fleisch, sem er formaður þeirrar sam- eiginlegu nefndar fylkjanna í Svisslandi, er fjallar um næringarspursmálið, hafi gert menn hissa í brezka vísindafélaginu, er hann hafi fullyrt, að sá fæðuskammt- ur, sem Sameinuðu þjóðirnar telja nauð- synlegan, 2400 hitaeiningar á dag, sé óþarflega mikill, 2160 hitaeiningar sé nóg fyrir alla, sem ekki vinni því meira erfiði. Bretar vilja halda sér við 2800 hitaeininga-skammtinn. Prófessorinn styðst í áliti sínu við víð- tækar rannsóknir á fjórum millj. manna í Svisslandi. Sú rannsókn leiddi í ljós, að það hitaeiningamagn af feitmeti og eggjahvítu, sem í menningarlöndum er talið nauðsynlegt, er það alls ekki. — Heimurinn er haldinn þeirri bábilju, seg- ir próf. Fleisch, að bragðgæði matarins og næringargildi hans fari saman. I stað- inn fyrir allt kjötátið fyrir stríðið, egg,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.