Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 10
10
E I N I N G «
Eining
Mánaðarblað um bindindis- og menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands,
íþróttasambandi íslands og Sambandi bindindisfélaga 1 skólum.
Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur.
Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Rvík.
Sími: 5956.
Stórstúka Englands dttatíu dra
Stórstúka Englands var 80 ára 17. október s. 1. Við það
tækifæri var eftirfarandi ræða flutt. Ræðumaðurinn var Mark
H. C. Hayler, sem er kapilán ensku stórstúkunnar og einnig
í framkvæmdanefnd stærsta bindindisfélags Englands, United
Kingdom Alliance. Hann er og heiðursforseti Alþjóðasam-
bands bannmanna:
f sálmum Davíðs má lesa um hina mannlegu baráttu í
ýmsum myndum, en því er ekki gleymt, að fyrir miskunn-
semi hins hæsta er alltaf einhver leið út úr erfiðleikunum
fyrir þann, er segir við drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð
minn, er ég trúi á.“ I þessari dularfullu og torráðnu tilveru
er ganga pílagrímsins þó alltaf augljós. Það er gömul og ný
venja, sem bæði skáld, listamenn, ræðumenn og leiðtogar
þjóða hafa tamið sér, að líkja ævi mannsins við ferðalag.
Sigurganga Góðtemplarareglunnar er ekki sízt því að þakka,
að félagar hennar hafa trúað á Guð sem föður allra manna.
Þótt öldur tíðarandans og vantrúarinnar hafi stöðugt mætt
á henni, hefur hún samt staðið óbifanlega föst fyrir. Væru
hugsjónir Reglunnar gerðar að veruleika meðal manna, mundi
helftin af öllu mannlegu böli þurrkast út, og menn öðlast
fullkomnari skilning á Guði, en einnig á mannlífinu sjálfu.
Lííið aftur til ársins 1868.
Árið 1868 stofnaði Joseph Malins Reglu Góðtemplara í
Englandi. Hann var maður eftir hjarta drottins. Þetta ár
syrgðu menn enn Abraham Lincoln og þá gætti enn áhrifanna
frá Wordsworth. Þetta voru tímar mikilla manna, og voru
þá uppi: Charles Dickens, George Eliot, John Ruskin, Charles
Darwin, William Morris, Dante Gabriel Rossetti, William
Sharp (Fiona Macleod) og Alice Meynell. Bernhard Shaw
var 12 ára drengur, H. G. Wells 2 ára, Carlyle 70, Tennyson
59, Robert Browning 36, Richard Jeffries 20 ára. Við minn-
umst einnig Johns Morley og Gladstone, og ennfremur má
nefna W. E. (Pussyfoot) Johnson, sem þá var skóladrengur,
Mark Twain og hinn mikla mann Wendell Phillips. Á megin-
landi Evrópu voru uppi menn eins og Garibaldi og Mazzini.
í sveit templara má þá nefna tvö mikilmenni, Joseph Livesey
og sir Wilfred Lawson. Á sviði atvinnu og iðnaðar var risin
bylting, sem átti eftir að geisa um alla álfuna.
1 Ameríku var borgarastyrjöldin á enda, og Joseph Malins
lagði leið sína þangað. Hann hafði fengið glæsilegar fréttir
frá þessu nýja landi tækifæranna. Þar bjó ung þjóð, nývökn-
uð og stórhuga. Allt hafði þetta kveikt í hug og hjarta Malins
eldheita ævintýraþrá. En hið furðulega var, að svo reyndist,
að hið nýja land, hin nýju tækifæri og hin nýju framfaraskil-
yrði lá allt saman við dyrnar í heimalandinu. Hann, sem
ætlaði að mála og skreyta hús í Ameríku, var kallaður til mik-
ilvægara hlutverks. Eins og fiskiveiðamennirnir yfirgáfu net
sín til þess að verða mannaveiðarar, lagði Joseph Malins frá
sér málningaáhöldin og gekk að siðbótarverki sínu.
Walter Scott vildi verða hermaður, en sökum heilsubilun-
ar varð hann rithöfundur, og öllum til mikils fagnaðar ritaði
hann Vaverley Novels í stað þess að gegna hermannshlut-
verki. Sir James Barrie langaði til að eignast afkvæmi, pilt
eða stúlku. Honum auðnaðist það ekki, en honum fæddist
Peter Pan. Börn Barrie hefðu orðið fullorðin og gömul, en
Peter Pan er eilíflega ungur.
BrautrySjandinn kemur heim.
Það vakti enga eftirtekt, er Joseph Malins kom heim til
Liverpool. Hann var aðeins einn í fullu skipi farþega. Enginn
sá þar nýjan leiðtoga og siðbótarmann, og engum kom til
hugar, að þessi maður ætti eftir að gefa bindindishreyfing-
unni í Englandi nýtt líf og kveikja eld áhugans í hjörtum f
manna, víða um heim. En hér var á ferðinni hugsjónamaður.
Enginn megnaði að þoka honum af braut sinni. Hægt og ör-
ugglega tók Reglan að rísa. Konur og karlar vígðust henni,
en kröfðust einskis annars en ánægjunnar af að þjóna og
fórna, og enn er það svo, að félagar Reglunnar, hvar sem er,
láta meira af mörkum en þeir ætlast til að fá í aðra hönd.
Joseph Malins leit þó aldrei á Regluna sem sjálft mark-
miðið. Hann sætti sig aldrei við, að siðastarf hennar og ytri
hættir skyggðu á eða kæmu í stað þess raunverulega, sem
slíkt á að tákna. Hann trúði því réttilega, að Góðtemplara-
reglan fæddi ekki aðeins af sér albindindi, heldur og sanna
og fyrsta flokks þjóðfélagsþegna. Það eru til nægar sannanir
íyrir því, að ýmsir forustumenn meðal ensku þjóðarinnar, nú *
á dögum, eiga mikið að þakka áhrifavaldi og uppeldisgildi
Reglunnar, sem þeir urðu aðnjótandi á æskuárum sínum.
Þessi foringi okkar talaði og skrifaði um Regluna sem sá,
er tilheyrði henni, var hluti af henni, og var staðráðinn í að lifa
fyrir hana. Hann leit svo á, að félagar Reglunnar ættu að
vera lifandi vitnisburður um þessi meginsannindi kenninga
hennar: „Albindindi fyrir einstaklinginn og bannlög fyrir
þjóðina.“ Af reynslunni vissi hann það, að öll bindindisheit
og góður ásetningur gat brugðizt á vegum freistinganna.
Hann vildi því fjarlægja hættuna með því að útrýma orsök-
inni. Hann stóð fast á því, eins og Reglan enn gerir, að loka-
markmiðið yrði að vera útrýming áfengissölunnar.
Hinn miskunnsami samverji nútímans.
Til er saga um ungan mann, sem féll í hendur ræningja
áfengissölunnar. Allt hans göfugasta hlaut voðasár, og hann
var afklæddur manndómi sínum og skilinn eftir hálfdauður
við lífsbrautina. Ríkur áfengissali sá hann, en gekk framhjá.
Hófdrykkjumaðurinn kom einnig þar að, en atyrti hinn unga
vesaling fyrir það, að geta ekki gætt sín betur en þetta. En
svo kom þar Góðtemplari. Hann batt um sár sjálfsvirðingar
unga mannsins, hjálpaði honum og studdi hann og greiddi
kostnaðinn við lækningu hans, og hjálpaði honum til þess að *
verða aftur nytsamur þjóðfélagsþegn.
Þessi saga er ekkert einsdæmi, en hún er ekki öll sögð enn.
Er Góðtemplarinn hafði bjargað unga manninum, leitaði hann
uppi ræningjana, því að hann vissi það, sem allir templarar
hljót^i að vita, að ekki er nóg að bjarga hinum fallna manni
eða að forða öðrum frá falli, heldur þarf einnig að finna ræn-
ingjana, sem stela heilsu og hamingju manna. Templarar eiga
að vera hinn miskunnsami Samverji nútímans.
. . Liðveizla Kvekara við bindindisstarfið. *■
Þetta þing ensku stórstúkunnar, sem nú er 80 ára, er háð í
sölum Kvekara. Það er því ekki úr vegi að minnast þeirra
nokkuð í sambandi við bindindisstarfið. Það var Kvekari, sem
fékk Faðir Mathew til þess að vinna bindindisheitið árið
1838. Þeir voru skólabræður. Maðurinn hét William Martin.
John Woolman, Kvekari og umbótamaður í félagsmálum
í Ameríku, tók hina jákvæðu afstöðu til bindindismálanna.
John King, einn hinna ,,sjö manna í Preston", var sonur
Kvekara. Joseph Sturge, Kvekari í Birmingham, lagði einnig ►
mikið til málanna. Árið 1843 tók hann ölvaðan mann tali.
Sá svaraði: ,,Ég verð drukkinn af ölinu, sem bruggað er úr
byggi þínu, hr. Sturge“. Sturge hélt leiðar sinnar með trufl-
aða samvizku.“
Næst er Mark Lane Express kom út, birti það tilkynningu
frá fyrirtæki Sturges, að undir engum kringumstæðum mundi