Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 9
EINING 9 Hvernig þetta land hefur búið að mér Blökkumaðurinn, bankastjórinn og trygg- ingaforstjórinn, Charles C. Spaulding, ritar um aeviferil sinn í Ameríku. „Fyrir nokkru las ég ummæli manns í Moskvu, er segir, að það sé háðung að kalla Ameríku land tcekifœranna. Hvaða tœkifceri gefur það land bæði blökku- mönnum og fátæklingum? spyr hann. Tækifærin í Ameríku, segir hann, eru aðeins hinna fáu forréttindamanna. * Byrjunartækifæri mín voru sennilega eins rýr og þau frekast gátu verið. Samt hafa mér gefist mörg tækifæri til athafna og enginn maður hefur reynt að setia fótinn fyrir mig. Þegar ég lagði á mig það, sem hvert fyrirtæki útheimtir, jós Ameríka í mig tækifærunum. Ég er forseti líftryggingafélags, sem hefur til ráða 131 milljón dollara. Ég er einnig bankastjóri og er höfuðstóll bank- ans fimm milljónir dollara. Ég er einnig formaður viðskiptasamtaka, bygginga- og lánsstofnunar, og vátryggingafélags. Ég er ábyrgðarmaður Harward Háskóla, Shaw Háskóla og Menntaskóla North Carolina-ríkis, stjórnarformaður mikils sjúkrahúss, og mér heíur verið boðið á ráðstefnur í Hvítahúsinu. Þetta hefur gerzt í Ameríku — í suðurhluta ríkj- anna.“ Þessi athafnamaður rekur svo sögu sína. Hann er fæddur af bláfátækum for- eldrum, einn af 14 börnum, tíu árum eftir að blökkumenn fengu frelsi sitt. Fað- ir hans stundaði bómullarrækt í North Carolina. Hann var iðjusamur, trúði á tækifærin og framtíðina, lifði í sátt og samlyndi við nágranna sína, átti ekki í erjum við nokkurn mann. Dugnaður hans og sigurvinningar, segir sonurinn, var miklu hrósverðara en afrek mín, því að hann markaði nýja stefnu, sem ég gat svo fylgt. a Bankastjórinn getur þess, að enn ríki í Ameríku andi landnámsmannsins og ylji hjörtum manna, hvort sem þeir séu hvítir eða blakkir, heiti Henry Ford eða Joe Louis. Hann segist hafa farið að heiman 20 ára til þess að ljúka barna- skólanámi, því að í heimabyggð hans hafi barnaskólinn ekki haft það marga bekki. Hann hafi því orðið, fullorðinn 4) maðurinn, að stunda nám með börnum. Til þess að framfleyta sér hafi hann þveg- ið upp á hóteli og fengið 10 dollara á mánuði. Skömmu eftir að hann tók próf, höfðu tveir blökkumenn, John Merrick og A. M. Moore, reynt að stofna líftryggingarfé- lag, og buðu þeir honum framkvæmda- stjórn þar. Þeir stofnuðu þetta félag að- allega til þess að binda endi á þá auð- mýkjandi aðferð, að þurfa að leita sam- skota til þess að geta jarðsett sína dánu. Forstjóri félagsins, John Merrick, var rak- ari, en varaforstjórinn, A. M. Moore, var læknir. Þeir ætluðu að hugsa, Spaulding átti að framkvæma. Maður, sem greiddi 20 senta trygging- argjald á viku, gat fengið 4 dollara á viku, ef hann varð veikur, og aðstand- endur hans dálitla upphæð, ef hann féll frá. Fólkið, sem hafði þekkt aðeins hvítra manna tryggingafélög, var tortryggið og salan gekk erfiðlega. Svo kom reiðarslagið. Fyrsti maður- inn, sem Spaulding tryggði, dó eftir sex vikur og ekkjan krafðist 40 dollara. A þessum sex vikum hafði Spaulding af- gangs af tryggingagjaldi, aðeins 29 sent. Hann boðaði yfirmenn sína á fund, og þeir tóku til vasa sinna, og ekkjan fékk sitt. Nú gat Spaulding veifað 40 dollara kvittun ekkjunnar framan í þá, sem hann var að reyna að tryggja, og skriður komst á málin. Agætir og reyndir menn frá öðrum tryggingarfélögum veittu Spaulding mik- ilvæga tilsögn og upplýsingar, sem komu að góðu haldi. Svo rak hvað annað. Upp kom vátryggingafélag, lánsstofnun, banki og fleira. Spaulding segist aldrei gleyma því, hversu hvítir menn hafi rétt sér hjálparhönd á tíma byrjunarörðug- leikanna. Hversu þeir hafi veitt sér til- sögn vikum saman, og nefnir þar til ýmsa menn, t. d. Washington Duke, einnig R. V. Winston, alkunnan lögfræðing og dómara. Þegar þeir hafi stofngð bank- ann, hafi bankastjóri aðstoðað sig vikum saman við að koma bókfærslu og öðru í rétt horf. í bankakreppunni 1933 kallaði banka- ráðsmaður ríkisins nokkra helztu banka- stjóra í Durham til fundar. Hann sagði: „Spaulding ætlar að opna á mánudag- inn. Hvað skal til ráða, ef sparisjóðseig- endur vilja rífa út allt sitt fé hjá honum?“ Einróma svöruðu bankastjórarnir: „Segðu Spaulding, að meðan við höfum ráð á nokkrum peningum, skuli hann fá þá, ef hann þurfi á þeim að halda.“ Spaulding segir sjálfur: „Ymislegt, sem fundið er Suðurríkjunum til foráttu, er því miður satt, og þótt það kunni að vera viðkvæmasta vandamál Ameríku, hygg ég, að þar sé stærsta tækifæri frið- samra og góðra manna. Sum norðan- blöðin segja aðeins frá ofbeldisverkum og æsingum, en mikilvægustu fréttirnar eru þær, hversu vaxandi fjöldi manna, beggja kynþáttanna, vinna saman í bróð- erni að eflingu alls þess, er bezt má gagna landi og lýð. Og það er hið mesta furðuverk, sem þannig vinnst. Víðsvegar í Ameríku eru kynbræður mínir að eflast á alla vegu. Þeir eignast óðum sín eigin fyrirtæki (aðeins í Dur- ham eiga þeir yfir 160 fyrirtæki). A síð- ustu 10 árum hefur framkvæmdastjór- um, útlærðum sérfræðingum og for- mönnum verzlunarfyrirtækja fjölgað um meira en helming meðal blökkumanna. Mörg hundruð þeirra hafa unnið sér til frama á ýmsum sviðum. Paul Williams í Los Angeles er talinn vera einn_af lands- ins beztu verkfræðingum. Dr. Charles Drew er heimskunnur vísindamaður, William Hastie, landstjóri í Virgin Is- lands, er virtur stjórnarforseti, A. A. Austin í New York kaupir og selur stór- hýsi (skýjakljúfa). Dr. Ralph J. Bunche, sem tók við sáttagerðastarfinu í Palest- ínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar, er greifi Folke Bernadotte féll frá, er frægur diplómat.“ Spaulding telur svo upp ennfremur margt annað um framgang og vegsauka kynbræðra sinna og hversu afkomendur manna, er áður voru þrælar, hafa auðg- azt og komizt til vegs og virðingar. Einn bóndi fái til dæmis 100 þúsund dollara uppskeru árlega og leigi bæði hvítum mönnum og blökkumönnum þreskivélar sínar. „Síðastliðið ár,“ segir bankastjórinn, „voru tekjur blökkumanna í Ameríku 10 milljarðar, sem ég þori að fullyrða, að jafnast á við tekjur manna í ýmsum löndum Evrópu. Ég hef ferðast um 15 lönd Norðurálfunnar, og ég er sannfærð- ur um, að það finnst ekki staður á þess- ari jörð, þar sem menn geta komizt á- fram eins og hér í Ameríku, ef þeir að- eins eiga viljaþrek, skapfestu og fyrir- hyggju til athafna. Sama hver uppruni þeirra er. Ég er nú 74 ára, en væri ég ungur maður, mundu tækifærin, sem nú bjóð- ast í Ameríku, kveikja í mér eld áhug- ans. Sökum meiri auðlegðar og mikilla framfara í allri kunnáttu, eru tækifærin nú langtum glæsilegri en fyrir 50 árum. Þau gera í sannleika meiri kröfur til dug- andi atorkumanna en fullnægt verður. Framtíðar velsæld Ameríku grundvall- ast á djörfum og dugandi ungum mönn- um, sem áræða að gerast landnámsmenn á nýjum sviðum í þjónustu þjóðarinnar. Og hún mun launa margfaldlega slíkum brautryðjendum, hver sem uppruni þeirra kann að vera.“ (Endursagt og þýtt úr Reader’s Digest). Sannleikurinn er haldbetri en rógur- inn, þótt hann sé jafnan gómsætur. — Fæstir, sem átt hafa heima árum saman í Ameríku, geta tekið þegjandi níði um það ágæta land.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.