Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 4
4 EINING gabbað suma menn ævinlega, og alla menn um stundarsakir, en þið getið ekki blekkt og gabbað alla menn ævinlega.“ ★ Eitt sinn kom Lincoln að þar, sem lítil skólastúlka stóð á götuhorni og treystist ekki til að fara yfir götuna, því að regnvatnið og forin beljaði eftir göt- unni. Telpan sneri baki að Lincoln. Hann greip hana undir hendi sér og bar hana yfir götuna og ætlaði að kyssa hana á kinnina, er hann lét hana niður, en sá þá að þetta var negrastúlka. — Ein- kennileg tilviljun! Hann bar litlu negra- stúlkuna yfir illfæra götuna, en átti eftir að lyfta milljónum blökkumanna yfir for- að og kvalakvísl þrælasölunnar og þræla- halds. í sambandi við það mikla lausn- arverk sagði hann eitt sinn í kappræðu við Douglas dómara: „Þetta er mergur málsins. Þetta er vandamálið, sem þjóðin mun þurfa að fást við eftir að við, Douglas dómari og ég, höfum lokað okkar vesala munni. Það er hin ævarandi barátta réttlætisins gegn rangsleitninni, hvar sem er í heim- inum. Það eru þessar tvær andstæður, sem risið hafa hver gegn annarri frá alda öðli, og þau átök munu halda áfram. Annars vegar eru hin einföldu réttindi allra manna, hins vegar hinn „guðdóm- Iegi“ réttur konunga. Það er sama valdið í hvaða mynd sem það birtist. Sami and- inn, sem segir: ,,Þú skalt vinna og erfiða og afla brauðs, en ég skal éta það.“ Al- veg sama, hver segir þetta, hvort það er konungurinn, sem leitast við að undir- oka Iýð sinn og gæða sér á ávöxtum iðju hans^ eða það er einhver kynflokkur, sem ber í bætifláka fyrir sig, til þess. að geta þrælkað annan kynflokk, það er allt sam- an sami níðingshátturinn.“ ★ Þannig var það. Mesti ,,humoristi“ landsins, var sterkasti alvörumaður þjóð- arinnar, varð frægasti forseti hennar, lausnarmaður hinna undirokuðu og kúg- uðu, snjallasti málsvari hinna einföldu mannréttinda, óbrigðull verjandi réttlæt- isins og ráðvendninnar, ein glæsilegasta fyrirmynd kynslóðanna. Slíkum manni er gott að kynnast og gott að eiga sam- leið með honum, en að þessu sinni verð- um við þó að kveðja hann. En sæl er hver þjóð, sem eignast slíka menn. Hvern endi fær þetta? I marzhefti Reader’s Digest eru birt þrjú lítil landabréf af Bandaríkjunum. Þau eru merkt ár 1929, 1938.pg 1947. Á fyrsta landabréfinu er brúnn blettur, sem tekur yfir tvo þriðju hluta Californiu. Hann táknar, að það árið, 1929, voru útgjöld samveldisstjórnar Bandaríkjanna það, er svaraði til allra tekna tveggja þriðju hluta allra íbúa Californiuríkis. 1 landabréfinu nr. 2, merktu 1938, er bletturinn orðinn að ískyggilegum skugga, sem nær þá orðið yfir 10 ríki. Þá eru útgjöld samveldisstjórnarinnar orðin eins og allar þjóðartekjur þessara 10 ríkja. En á þriðja landabréfinu, merktu 1947, er skugginn kominn yfir þessi ríki: Californiu, Washington, Ori- gon, Nevada, Idaho, Utha, Arizona, Montana, Wyoming, Colorado, New Mexico, North and South Dakota, Ne- braska, Kansas, Oklahama og um fjóra fimmtu hluta af hinu víðlenda ríki Texas. Yfir hér um bil 17 ríki Bandaríkjanna. Utgjöld samveldisstjórnarinnar eru þá orðin sem svarar þjóoartekjum allra þessara ríkja. Árið 1929 voru útgjöld samveldis- stjórnarinnar 121 dollar á hverja fjöl- skyldu Bandaríkjanna, 1938 voru þau 250 dollarar á fjölskyldu, en 1947 984 dollarar. Þegar svo bætast hér við allar greiðslur þegnanna til sinna eigin ríkja, er gert ráð fyrir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Bandaríkjunum verði um 30 af hundraði allra tekna manna í landinu. Hver maður þarf þá að vinna tvo daga í vikú til þess að fóðra ríkisstjórnirnar, en fjóra daga fyrir sig og fjölskylduna. Víðar en á fslandi er skattabyrðin þung, og er slík þróun lítið huggunar- efni mönnum, sem lifa vilja sjálfstæðu lífi í lýðræðislöndum. Frá Flateyri Æðstitemplar stúkunnar á Flateyri, Önundarfirði, segir gott af stúkustarfinu þar. Hefur stúkan í vetur sem leið sýnt sjónleikinn Pilt og stúlku, í samvinnu við íþróttafélagið á staðnum. En í fyrra var leikið þar Ævintýri á gönguför. Takið eftir! Góðir kaupendur Einingar. Þetta tölublað verður að duga fyrir báða mánuðina júní og júlí, og sennilega kemur svo aðeins eitt blað út í ágúst og september. Kaupendur tapa dálitlu af lesmáli við þetta, en vonandi fyrir- gefa þeir það, er þeir athuga ástæð- una. Miðsumars eru leyfin í algleym- ingi og prentsmiðjur lokaðar alllengi. Erfitt er því um prentun meðan á þeim stendur, auk þess lesa menn minna um hásumarið en ella og eru ýmsar gildar ástæður til þess, en síðast má geta þess, að þetta ár verður Einingu nokkurs konar kreppuár. Kostnaður við blaðið hækkaði mjög mikið og þótt verð þess hafi einnig hækkað, þá fær blaðið lítið af þeim tekjum fyrr en seint á árinu, og þótt það hafi dálitla styrki, þarf nokkuð til að geta lagt út um liálft fjórða þúsund krónur mánað- arlega í beinan kostnað við blaðið. Það verður því að gæta allrar var- úðar til þess að bjargast út úr krepp- unni. Þetta munu góðir kaupendur blaðsins taka til greina. Virðingarfyllst, Pétur Sigur'Ssson. Fyrsti maí Veðrið fyrsta maí s. 1. var eins og sam- komulag þjóðanna og pólitísku flokk- anna á íslandi, rok og rigning fram eftir degi, en fór svo mjög batnandi. Vonandi er að svo fari og með hitt atriðið. ABRAHAM LIIXICOLM Þér blæddi til ólífis, — öðrum til lífs. Hver unni þeim kúguðu betur en þú? Þér gildi hvers manns var hans guð-borna sál, en glópskan ei skildi þá bræðralags-trú. Þú morgunsins yl barst í hrufóttri hönd, í hrukkóttri ásýnd var geisli frá sól; hver svipdráttur fastur sem felldur í stein, en fagur; hjá þér átti smælinginn skjól. Þig heimsbölið angraði, beygði þér bak; hver byrði er þyngri en mannkynsins sorg? Þú gleymdir því aldrei, — vér gleymum því enn, — að grátnir og hungraðir reika um torg. Þú kvistaðir hlekki, fékkst hatur í laun; enn hræðast menn frelsisins gjallandi róm. Þú ljósinu unnir. Enn hylla menn húm, og hjarta síns kyrkja, í myrkrinu, blóm. Þér blæddi til ólífis, — öðrum til lífs. Hver unni þeim kúguðu betur en þú? Þitt nafn blessar jafnan hver sanngöfug sál. Hún sigrar að lokum þín bræðralags-trú. RICHARD BECK. * r ♦ ¥

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.