Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 11

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 11
4 E I N I N G 11 % * Ef nokkuð má sín upphvatning vegna Krists, ef kær- leiksávarp, ef samfélag andans, ef ástúð og meðaumkun má sín nokkuð, þá gerið gleði mína fullkomna, með því að vera samhuga, hafa sama kærleika og hafa með einni sál eitt í huga. Gerið ekkert af eigingirni né hégómagirnd, heldur metið með lítillæti hver annan meira en sjálfan sig, og hver og einn líti ekki einungis til þess, sem hann er, heldur líti og sérhver til þess, sem annarra er. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Hann áleit það ekki rán að vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, heldur afklæddist henni, er hann tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur, og er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn allt fram í dauða, já, fram í dauða á krossi. Fyrir því hefur Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig . . . og sérhver tunga viður- kenna, að Jesús Kristur sé drottinn, Guði föður til dýrðar. Filippíubréfið 2, 1—11. það selja framar bygg til ölgerðar. Þetta f kostaði fyrirtækið átta þúsund sterlings- pund árlega. ,,Að vera trúr sannfæringu sinni,“ sagði John Morley eitt sinn, ,,er hyrningarsteinn allra mannlegra fram- fara.“ Við templarar stöndum að starfi, sem vafalaust verður ekki leitt til lykta á okkar dögum, en það verður samt til lykta leitt og hin illu ölf yfirunnin, ef hver og einn gerir skyldu sína. Á liðnum 80 árum hafa þúsundir manna, konur og karlar, haldið heit sín af trúmennsku og dyggð og þokað starfinu áfram. Joseph ^ Malins varpaði ljóma og glæsileik á Regl- una, en hann var ávallt fyrstur manna til að meta og þakka trúfast starf hvers og eins. Við eigum að gceta bróður okkar. Mark Rutherford ritaði bók, Revolu- tion in Tanners Lane. Þar er sagt frá manni, Sakaríasi Coleman. Hann er at- vinnulaus prentari í iðnaðarborg. Hann áleit sig háðan skipulagi, sem væri mann- spillandi, og honum fannst að síðustu hann meðhöndlaður eins og hann væri gersneyddur bæði sál og séreðli ein- staklingsins. Honum fannst hann vera aðeins þýðingarlaus ögn í heildinni, sem hlyti að skolast burt til eyðingar með straumnum. Hann var ráðþrota. Er hon- um varð litið til himins, sóttu á hann 4 þessar hugsanir: „Getur það verið, að Guð hirði nokkuð um mig? Fæðumst við ekki milljónum saman á hverjum tíma, líkt og hrogn, og uppsvelgjumst eins og hrogn? Eru manneskjurnar ekki hið fá- nýtasta og hversdagslegasta í þessum heimi?“ Þessum spurningum spyrja menn sig nú, hundruð þúsunda: ,,Er mannkynið ekki hið vesalasta og fánýtasta í þessari tilveru?“ Um áttatíu ára skeið hefur Góðtempl- arareglan leitast við að gefa lífi mannsins gildi og láta hann skilja köllun sína og hið rétta hlutskipti í heiminum. Clyde McGhee hefur sagt: Þungan kross voru þrír að smíða. Þar skildi fjórði dauðann líða. Þó heyrðist enginn hinna segja: ,,Hví þá, hví þá á sá að deyja?“ Nei: ,,Við afstýrum okkar nauð, erfiðum fyrir daglegt brauð, og viljuiji helzt ekkert vita um hann. Hvað varðar okkur um náungann?“ Jú, okkur varðar einmitt um náung- ann. Meinið er, að okkur liggur slíkt ekki nóg á hjarta. Skylda Góðtemplara er og hefur ævinlega verið að láta sér annt um velferð náungans. Böl heimsins er þetta, að menn lifa ekki saman sem ábyrgir gagnvart hver öðrum. Templarar berjast gegn einu mannfélagsmeini, sem eyði- leggur hina heppilegu sambúð manna. — áfengisbölinu. Þeir trúa því, að væri hægt að losa mannkynið við slíkt böl, yrði þeim auðsóttara að finna leiðina til þeirrar sambúðar, sem þeim er ætluð. Margir kannast við kvæðið, sem Leigh Hunt orti: Abou Ben Adhem. Abou dreymdi, að hann sæi engil rita í bók úr gulli. Hann spurði engilinn, hvort sitt nafn væri ritað í bókina. Engillinn svar- aði, að í bókina væru rituð nöfn þeirra manna, sem elskuðu Guð, en Abou nafn væri þar ekki. Abou sagði þá við engil- inn: ,,Rita nafn mitt í bókina sem þess manns er elskar meðbræður sína.“ ,,í gullið engillinn reit, og hóf sig hátt, í heimsókn með guðsdýrðar ljós kom hann aftur brátt. Af öllum þeim, sem Guð elska mest, var þá Adhems nafn fremst og talið bezt“ I hinni gullnu bók Reglunnar, hjá okk- ar þjóð, er eitt nafn fremst, nafn hans, sem við heiðrum í dag á áttatíu ára af- mæli Reglunnar í Englandi. Það er nafn Josephs Malins, brautryðjandans okkar, hans, sem elskaði meðbræður sína. Söngkór templara IOGT kórinn hefur nú starfað í 16 ár. Hann á orðið sína sögu, auðvitað sögu baráttu og sigra. Aðstaðan er ekki að öllu leyti góð, þar sem hann vill hafa eingöngu Góðtemplara og ekki ævinlega úr nógum starfskröftum að velja. En sá maðurinn, sem lengst af hefur verið söng- stjórinn, Ottó Guðjónsson, hefur sýnt frábæran áhuga og ódrepandi þraut- seigju við uppeldi kórsins árum saman. Á sínum tíma átti þessi söngkór upptök- in að stofnun Landssambands blandaðra kóra. Á 10 ára afmæli sambandsins, 5. desember s. L, söng hann í Flugvall- arhótelinu meðal annarra kóra og hlaut þar sérlega góðar viðtökur. í vetur sem leið lét kórinn mikið til sín taka, hélt uppi miklu söngstarfi með- al templara, t. d. kvöldvöku einu sinni í mánuði, í Góðtemplarahúsinu, þar sem aðal skemmtiatriðin voru söngur og hljómlist. Kvöldvökur þessar voru jafnt fyrir templara sem gesti þeirra. Og sunnudaginn 15. maí hafði kórinn al- menna söngskemmtun í Góðtemplara- húsinu og fór þar með ýmsa gamla og góða kunningja, eins og Velkomin, systur, vinir, bræður, Sefur sól hjá ægi, Mig hryggir svo margt, Svífðu nú sæta, Ég elska hafið, Hinsta kveðjan, Ó, dýrð sé þér, dagstjarnan bjarta, Heim skal halda í kvöld. En einnig lög eftir yngri höfunda: Bátsljóð, eftir Ottó Guðjónsson, Nú brosir vorsólin, eftir Pál ísólfsson, Hinsta kveðjan, eftir Jónas Tómasson, Þá hug- sjónir fæðast, eftir Sigvalda Kaldalóns, og Syng frjálsa land, eftir Björgvin Guð- mundsson, Ennfremur nokkur lög eftir erlenda höfunda. Formaður IOGT kórsins er Jóhannes Jóhannesson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.