Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 3
A
EIN ING
3
>
1
-♦
■4
Æskulýðsþáttur
Áhugi, hriínæmi
Guðmóður æskunnar heggur sundur
gordiska hnútinn, sem ellinni er of-
raun að levsa.
Afram.
Verið hrennandi í andanum.
Páll postuli.
Gætið vandlega þeirrar gáfu, að
geta orðið lirifnir.
Phillip Brooks.
Sá devr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð.
Sá lézt, er reis þögull frá dísanna borði.
sem kraup við þess öndveg með kalið
blóð
og kom ekki fyrir sitt hjarta orði.
Einar Ben.
Maðnrinn, sem ekki kann að hrífast,
ekki er brennandi í anda, lifir lífinu
kærulaus og kaldur, þótt hann sitji
við nægtaborð lífsins, í iindvegi með
heilladísunum, liann er lifandi dauð-
ur, í æðuin hans er ..kalið hlóð“ og
liann hefur enga lofgerð á tungu sinni.
Idann er ekki heillaður af dásemdum
lífsins og vegsamar það ekki.
Á lifandi dauða, livað einkenni er.
í auðveldum hendingum sagt get ég þér:
að kólna ekki í frosti né klökkna í yl.
að kunna ekki lengur að hlakka til.
St. G. St.
Getur nokkur maður óskað sér meiri
náðar en þeirrar, að finna kvikna í
sálu sinni sál látinna mikilmenna.
Wagner. — Manndá'5.
Gullin tækifæri
Það er á valdi okkar, hvers einasta
manns, að leggja nokkuð til þess að jarð-
lífið geti orðið sönn sæluvist. Ef við rétt-
um fram hlýja hönd í sáttfýsi til sam-
starfs og bræðralags, hvar sem er, í fjöl-
skyldulífinu, félagslífinu og þjóðfélaginu,
þá getur slíkt heppnazt. En tortryggni,
steyttur hnefi og óvild kemur brátt með
vopnið og hengingarólina og breytir lífi
manna í kvöl og neyð.
Hið fyrra er glæsilegasta tækifærið og
veglegasta hlutverk manna. Slíkt er á
okkar valdi, en leiðin er í fótspor hinna
hógværu.
Prófessor Bichard Beek.
Gjafir og kveðjur
til blaðsins
Prófessor Richard Beck sendir Ein-
ingu mjög hlýja kveðju og að gjöf 100
krónur.
Þá veittist ritstjóra blaðsins sú óvænta
ánægja, að fá heimsókn á skrifstofuna
af Einari Arnórssyni, fyrrv. ráðherra og
hæstaréttardómara, sem færði blaðinu
300 krónur, en sagði auk þess þau orð
í garð blaðsins, sem ekki voru minna
virði en peningarnir.
Slík uppörfun frá þessum ágætu mönn-
um, er aðstandendum blaðsins mikils
virði og þökkuð sem allra bezt,
I bréfi sínu segir dr. Richard Beck
meðal annars þetta:
„Þetta er aðeins ofurlítill vináttu- og
þakkarvottur, og mér fannst fara sérstak-
lega vel á því, að það væri sumargjöf,
því að Einingin er málgagn hugsjóna-
starfsemi, er miðar að auknu vori og
sumri í þjóðlífinu, meiri andans auðlegð
og fegurð í lífi manna, og meiri samúð
ög kærleika þeirra í milli. Þetta er líka
ritað á sumardaginn fyrsta, okkar hug-
stæða og rammíslenzka hátíðisdegi, og
koma mér þá í hug sígild orð íslenzku
ferskeytlunnar fallegu:
Sumarhug og sumarþrá
sumar vakna lætur.
Sumar í auga, sumar á brá,
sumar við hjartarætur.
Sumar hið innra í sálinni, sumar oið
hjartareetur, er það, sem mannkynið
þarfnast mest að eignast í sem ríkustum
mæli, og að þeim sumarauka í mannlíf-
inu og þjóðlífinu stefnir starf Góðtempl-
arareglunnar, því verðskuldar hún sem
almennastan og víðtækastan stuðning
þjóðhollra manna og kvenna ....
Berðu íslenzkum templurum hugheil-
ustu kveðjur mínar og sumaróskir. Megi
sumarið verða ykkur sem ánægju- og
blessunarríkast.“
Eining kemur hér með þessum kveðj-
um á framfæri, þakkar þær og sendir
bréfritaranum blessunaróskir og beztu
kveðjur frá samherjum og vinum á Is-
landi.
Gamansami íorsetinn
Þegar flokksþingið í Chicago hafði
kjörið Lincoln sem forsetaefni flokksins
við næstu kosningar, var send nefnd
manna að tilkynna honum þeíta. For-
maður nefndarinnar, Morgan, ríkisstjór-
inn i New York, tjáði Lincoln, að hann
hefði verið útnefndur einróma sem for-
setaefni flokksins, og bað um samþykki
hans. Lincoln minnti hógværlega eitt-
hvað á vanmátt sinn, en sagði þó, að
væri það vilji Guðs og þjóðar sinnar, að
hann tæki að sér þetta vandamikla em-
bætti, mundi hann ekki skorast undan
því.
Lincoln áleit nú óhjákvæmilegt að
skála við þessa sendinefnd í sambandi
við þenna merkisatburð. Hann opnaði
dyr að hliðarherbergi og kallaði: „María,
María“. Þjónustustúlkan kom að vörmu
spori og Lincoln gaf henni einhver fyrir-
mæli í lágum rómi. Stúlkan kom brátt
aftur með drykkjarglös og stóra könnu
á bakka. Lincoln stóð upp og mælti:
„Herrar mínir, við verðum að drekka
skál hreysti okkar og heilbrigði í heilsu-
samlegasta drykknum, sem Guð hefur
gefið mönnum. Það er eini svaladrykk-
urinn, sem ég hef leyft mér að nota um
dagana, og ég get ekki breytt þeirri venju
við þetta tækifæri. Þetta er hreint Adams
öl úr uppsprettunni.“ Þar með lyfti hann
glasi sínu gestum sínum til virðingar, og
bar það að vörum sér. Hinir virðulegu
nefndarmenn dáðust að stefnufestu og
heilindum Lincolns og drukku skál hans
í hreinu og köldu blávatninu.
Einhverjir nútímamenn hefðu senni-
lega kallað þetta bindindisofstæki. En í
sál þessa manns var slík uppspretta af
gamansemi, hreinleika og mannkærleika,
að hann þurfti engan töfradrykk til að
gleðja sig eða gesti sína, en forðaðist
áfengið eins og hvert annað banvænt eit-
ur, og kallaði það krabbameiniS í þjóð-
félaginu.
★
Eitt sinn var Lincoln veikur. Lét frúin
þá sækja læknir, en Lincoln, sem hafði
óbeit á öllu læknisstússi, bað lækninn að
líta inn til sín einhverntíma seinna, því
að nú væri hann svo lasinn, að hann
gæti ekki sagt neina ,,brandara“.
★
Þegar Abraham Lincoln var kosinn á
þing í annað sinn, sendu vinir hans hon-
um 200 dollara upp í ferðakostnað í
kosningabaráttunni. Hann sendi aftur
199,25 dollara og sagði: ,,Ég eyddi ekki
þessum peningum. Ég ferðaðist á mínum
eigin hesti, borðaði hjá vinum mínum og
kunningjum. Þurfti ekki að borga nema
75 sent fyrir ölkollu, sem ég gaf nokkr-
um verkamönnum.“
Ti! andstæðinga sinna sagði Lincoln
eitt sinn í ræðu: ,,Þið getið blekkt og