Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 12

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 12
12 E I N I N G # Samtök til varnar krabbameini Eins og flestum landsmönnum er nú kunnugt, var stofnað í Reykjavík 8. marz s. 1. félag til varnar krabbameinum. Allir menn, sem vilja meðbræðrum sínum vel, fagna því, er góðir menn ganga saman til framdráttar mestu mannúðar- og nauðsynjamálum. Krabbameinin hafa um alllangt skeið verið einn allra skæðasti sjúkdómurinn meðal menningarþjóða, og er því víða hafin markviss barátta gegn því mikla meini. Vafalaust eiga hin nýstofnuðu samtök á íslandi eftir að vinna mikinn sigur í slíkri baráttu. Til þess hafa þau sjálfsagt blessunaróskir allra góðra vætta. Vísindin vinna sleitulaust að krabba- meinarannsóknum og eru nú nær því en nokkru sinni áður, að finna frumorsök krabbameinsins og skilja, hvað veldur örum vexti þess. Hins vegar virðist mannkynið ofur- selt þeim hörmulegu örlögum, að verða einni sjúkdómsplágunni að bráð, þegar sigrazt hefur verið á annarri, og svo mun sennilega verða, unz þjóðirnar snúa af hinni hálu braut rangnefndar menning- ar, hvað ýmsa lifnaðarhætti snertir og temja sér að lifa einföldu, hollu og nátt- úrlegu lífi. Er vonandi, að hinir sérfróðu menn leggi mikla stund á að kenna mönnum heppilegar lifnaðarvenjur í mataræði og beiti áhrifum sínum til þess að verzlunarkænsku og gróðafíkn leyfist ekki að hafa heilsu manna fyrir féþúfu. Spilliöflunum verður að marka bás jafn- framt því, sem unnið er að aukinni vel- ferð manna á flestum sviðum. í kynningarplaggi Krabbameinsfélags Reykjavíkur segir svo: Tilgangur félagsins er að styðja í hví- vetna baráttu gegn krabbameini. Þess- um tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst að ná með því: 1. Að fræða almenning í ræðu og riti og með kvikmyndum um helztu byrjun- areinkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabba- meins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaupum á fullkomnustu lækningatækjum á hverj- um tíma og nægu sjúkrarúmi fyrir krabbameinss j úklinga. 4. Að hjálpa krabbameinssjúklingum til þess að fá fullkomnustu sjúkrameð- ferð, sem völ er á innan lands eða utan. 5. Að stuðla að krabbameinsrann- sóknum hér á landi. 6. Að vinna að stofnun sams konar félaga utan Reykjavíkur og hafa nána samvinnu við þau. Fáein hœttumerki. Byrjunareinkenni krabbameins eru að jafnaði óljós. Sjúkdómurinn fer hægt af stað og lætur lítið yfir sér í fyrstu. Síðar kastar hann grímu meinleysisins. Þá birtast einkenni, sem ótvírætt benda á lífshættulegan sjúkdóm. Krabbamein er læknanlegt, sé það greint á byrjunarstigi og strax tekið til meðferðar. Lesandi góður! Gefið líkama yðar gaum og ef þér verðið var einhvers ó- venjulegs, þá leitið læknis. Hér skulu nefnd nokkur einkenni, er bent geta á, að um byrjandi krabbamein sá að ræða. 1. Þykkildi eða herzli undir húð eða nálægt yfirborði líkamans. Sérstakur gaumur skal þessu gefinn, ef það finnst í brjósii, á vörum eða tungu. 2. Skeina eða sár, sem gengur illa að gróa eða grær ekki á 2—3 vikum. 3. Ef gömul varta eða fæðingarblett- ur fer að breyta um lögun, stærð eða lit, getur sú breyting boðað illkynjun. 4. Óeðlileg útferð og blæðing frá lík- amsopunum, einkum geirvörtum, kyn- færum og endaþarmi. 5. Þrálát hæsi og særindi í hálsi, lang- vinnur, þurr hósti og erfiðleikar á að kyngja mat eða drykk. 6. Óvænt lystarleysi og leiði eftir mál- tíðir, einkum hjá þeim, sem komnir eru yfir fertugt. 7. Óeðlilegar breytingar á hægðum, t. d. harðar og þunnar á víxl. Góð regla er að athuga saurinn öðru hvoru, eink- um lit og lögun. Sé hann mjög dökkur eða svartur á lit eða þráðmjór, er rétt að ráðfæra sig við lækni. Það gildir um öll þessi einkenni, að þau geta fylgt öðrum og meinlausari kvillum en krabbameini, en þrátt fyrir það eru þau einatt fyrstu boðberar þess. Verði maður þeirra var, ber honum að snúa sér til læknis, sem úr því sker, hvort þau votti meinlítinn kvilla eða hættulega meinsemd. Dr. Jens Hald og dvöl hans í Reykjavík Eins og flestum mun vera kunnugt, dvaldi danski Iyfjafræðingurinn, dr. Jens Hald, hér dagana 27. apríl til 10. maí, en hann er annar þeirra manna, er upp- götvuðu Antabus-Iyfið. Meðan dr. Jens Hald dvaldi hér, flutti hann erindi í Læknafélagi Reykjavíkur, erindi fyrir almenning, einnig fyrir nokkra forráðamenn ríkis og bæjar, og nefndarmenn, sömuleiðis á vegum Stór- stúku íslands og Þingstúku Reykjavíkur. Þá átti hann og fund með áfengisvarnar- nefnd Reykj avíkur og með framkvæmda- nefnd Samvinnunefndar bindindismanna. Tvo daga tók hann og Alfreð Gíslason læknir á móti mönnum, sem vildu til þeirra leita og ræða hið mikla vandamál áfengissjúklinganna. En strax eftir komu hans ræddi hann við fréttamenn blaða og útvarps. Að starfi loknu var honum svo haldið hádegisverðarsamsæti að Hótel Borg. Það er því augljóst, að dr. Jens Hald hafði nóg að starfa þessa dagana, og mun starf hans hafa komið að góðum notum, vakið mikið umtal og umhugsun, og sérstaklega minnt rækilega á, að á- fengisofdrykkjan er sjúkdómur, sem verður að taka viðeigandi tökum eins og aðra sjúkdóma. Þar kemur til greina bæði meða!, hjúkrun og endurnýjun sál- ar- og líkamskrafta. Antabus-lyfið er markverðasta og mikilvirkasta lyfið, sem enn hefur fundizt til varnar þessum al- varlega og útbreidda sjúkdómi. En þetta er aðeins meðal, og samfara því verður auðvitað að vera þau hjálparöfl félags- lífsins og þjóðlíísins, sem nauðsynleg reynast í sambandi við flesta aðra sjúk- dóma. Að erindi því, er dr. Jens Hald flutti í Læknafélagi Reykjavíkur, var sérlega góð aðsókn og kom þar í Ijós mikill á- hugi hinna sérfróðu manna á þessu vandamáli, sem er að verða augljóst, að hlýtur að heyra meira undir afskipti og aðgerðir þeirra en verið hefur áður. Dr. Jens Hald mun hafa unað komu sinni hingað vel, og við, sem stóðum að heimboði hans hingað, erum þakklátir fyrir komu hans og ágætt starf. Það var Stórstúka Islands, Þingstúka Reykjavík- ur, Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur og Samvinnunefnd bindindismanna, sem stóðu að þessu heimboði. Alafossföt Misjafnir eru dómarnir um okkar ís- lenzka iðnað, og misjafnlega er hann góður, en stórum hefur honum farið fram. Margt er þar gott, þótt oftast sé dýrt, en ekki verður samt öllu hrósað. * Löngum hefur íslenzk vefnaðarvara hentað Islendingum vel, og slæm hefði líðan margra orðið á undanförnum öld- um, ef þeir hefðu átt að hafast við í ó- upphituðum húsakynnum og úti við vinnu og vosbúð, en klæðast einhverju útlendu híalíni. Það er komið nokkuð á þriðja ár síð- an ég keypti fyrstu Álafossfötin. Mér brá p nokkuð við amerísku dökkbláu fötin, sem höfðu verið eftirlæti mitt um áratugi. Ég var að leggja upp í för til Svíþjóðar, er ég keypti Álafossfötin, og þegar ég var kominn til Stokkhólms í 35 stiga hita, þótti mér þau óþarflega skjólgóð. En svo 4

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.