Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 15

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 15
* EINING 15 V « I 4 * Umdœmisstúku Sudurlands Vörþing Umdæmisstúku Suðurlands stóð yfir dagana 28. og 29. maí s. 1. Mættir voru 152 fulltrúar frá 20 stúkum og- 4 barnastúkum. í ávarpi sínu til þingfulltrúa, ræddi umdæmistemplar, Sverrir Jóns- son, nokkuð um ýmsar greinar starfseminnar: Stúkurnar í Reykjavík, starfsemina að Jaðri, Fangahjálpina, Ferðafélag templara, Leikfélag templara, Söngfélag templara, Upplýsigastöð Þingstúku Revkjavikur, og starfsemi Skemnitifélaga templara, l>æði í Góðtemplarahúsinu og að Hótel Röðli í Reykjavík. Um útbreiðslustarfsemi umdæmisstúkunnar sngði liann, meðal annars, þetta: Reykjavík. 1 nóvember s. 1. voru haldin hér í Reykja- vík 4 kynningar- og útbreiðslukvöld á veg- um Stórstúku íslands, Umdæmisstúkunnar nr. 1 og Þingstúku Reykjavíkur. Voru þau haldin í Dómkirkjunni, Fríkirkjunni, Gamla bíó og Tjarnarbíó. Gat ég kvölda þessara all ítarlega á haustþinginu og sé því ekki á- stæðu til að ræða þau nánar hér. Mót að Hofgörðum. Sunnudaginn 25. júlí s. 1. var haldið al- mennt bindindismannamót að Hofgörðum á Snæfellsnesi. Var það haldið að tilhlutan Umdæmisstúkunnar nr. 1 og st. Borg nr. 233 í Borgarnesi. Ræðumenn voru Sólmund- ur Sigurðsson, Borgarnesi, og Sverrir Jóns- son, Reykjavík. Önnur atriði voru þessi: Jón Ásmundsson söng einsöng með undir- leik dr. Ottos Weg. Kristjana Benediktsd. las upp kvæði. Einnig voru sýndar kvik- myndir. Fundarstjóri var Sigurður Guð- mundsson umdæmisritari. Að lokum var dansað. Mótið sóttu eitthvað á þriðja hundr. að manns og þótti takast vel. Vil ég nota tækifærið og þakka félögum úr st. Borg nr. 233 fyrir ágæta samvinnu við undirbún- ing þessa móts. St. Borg er fámenn en þróttmikil stúka, sem hefur sýnt mikinn áhuga fyrir útbreiðslustarfi Góðtemplara- reglunnar. Hópferð til Vestmannaeyja. Laugardaginn 7. ágúst s. 1. efndi Ferða- félag templara til hópferðar til Vestmanna- eyja með flugvélum frá Flugfélagi íslands. í sambandi við ferð þessa var ætlunin að halda almennan útbreiðslufund um bind- indismál, sem Umdæmisstúkan nr. 1, Þing- stúka Vestmannaeyja og Ferðafélag templ- ara stæðu að. Af fundi þessum gat ekki orðið, vegna þess að flugveður brást, svo við komumst ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð fyrir hinn auglýsta fundartíma. Hins vegar gafst okkur, sem í ferðina fórum, tækifæri til að skoða hið glæsilega félags. og sjómannaheimili, sem stúkurnar í Vest- mannaeyjum eiga í smíðum, og sem verður glæsilegasta félagsheimili Góðtemplararegl- unnar á íslandi, er smíði þess er lokið. Stúkurnar í Vestmannaeyjum hafa verið í mikilli sókn á undanförnum árum, og hafa aukið meðlimafjölda sinn mjög. Mót að Strönd. Sunnudaginn 29. ágúst s. 1. var haldið almennt bindindismót að Strönd á Rangár. völlum að tilhlutan Umdæmisstúkunnar nr. 1 og Þingstúku Rangárvallasýslu. Ræðu- menn á mótinu voru: Sverrir Jónsson, Kristmundur Þorleifsson og Þorsteinn J. Sigurðsson, allir úr Reykjavík og Frímann Jónasson, Strönd, þingtemplar Rangæinga. Önnur atriði voru þessi: Tvöfaldur kvart- ett úr Söngfélagi I.O.G.T. söng undir stjórn Ottós Guðjónssonar. Jón Sigurðsson söng einsöng og lék undir á gítar, og Jóhannes Jóhannesson lék einleik á harmoniku. Að lokum var dansað. Mótinu stjórnaði um- dæmistemplar. Mótið, sem tókst ágætlega, var sótt af templurum og öðru bindindis- sinnuðu fólki úr Rangárvallasýslu, eða samtals á þriðja hundrað manns. Kynningarkvöld að Jaðri. Sunnudaginn 19. september s. 1. var hald- ið kynningarkvöld að Jaðri á vegum Um- dæmisstúkunnar nr. 1. Sóttu það templarar úr Garði, Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík, Selfossi og víðar úr Árnessýslu eða sam- tals 150 manns. Var kvöld þetta í alla staði hið ánægjulegasta. Það hófst með sameigin- legri kaffidrykkju kl. 8. Undir borðum fluttu þessir ræður og ávörp: Sverrir Jóns- son, sem einnig stjórnaði hófinu, Guðgeir Jónsson og Lúðvík Möller, allir úr Reykja- vík. Jón Hjartar, Flateyri, Guðmundur Jónsson, Selfossi, Páll Einarsson, Keflavík, Guðjón Magnússon, Hafnarfirði, Ingþór Sigurbjörnsson, Selfossi og Jón Eiríksson, Garði. Önnur skemmtiatriði voru þessi: Tvöfaldur kvartett úr Söngfélagi I.O.G.T. söng undir stjórn Ottós Guðjónssonar, Oscar Clausen, rithöfundurr sagði skemmti. sögur og Sigurður Guðmundsson, ljósmynd- ari, sýndi Jaðarskvikmyndina. Að lokum var dansað. Útbreiðslufundur í Hafnarfirði. Á s. 1. vetri skrifuðum við bæjarráði Hafnarfjarðar og fórum fram á, að það lánaði okkur Bæjarbíó eitt kvöld til að halda þar útbreiðslufund um bindindismál. Var það fúslega veitt. Þann 8. apríl var fundurinn svo haldinn á vegum Umdæmis- stúkunnar nr. 1 og þingstúku Hafnarfjarð- ar. Á fundinum fluttu ræður: Helgi Hann- esson bæjarstjóri og séra Kristinn Stefáns- son, stórtemplar. Félagar úr st. Einingin nr. 14 sýndu sjónleikinn „Orð eru dýr“ eftir Halldór Kristjánsson, og Karl Guð- mundsson skemmti með eftirhermum. Stutt ávörp fluttu Sverrir Jónsson, umdæmis- templar og Kristinn Magnússon, þing- templar Hafnarfjarðar. Fundinn sátu um 220 manns. Ég vil leyfa mér fyrir hönd þeirra, sem að fundinum stóðu, að flytja bæjarráði Hafnarfjarðar kærar þakkir fyr- ir það, að það lánaði okkur Bæjarbíó endur- gjaldslaust. Jafnframt þakka ég leikurunum og þeim öðrum, sem aðstoðuðu okkur við fundinn. HEIMSÓKN TIL STÚKNA. Á starfsárinu heimsóttum við eins marg. ar stúkur og kostur var á. Mun ég nú skýra ykkur frá heimsóknunum. St. Hlíðin í Fjótshlíð. Þann 3. október fóru nokkur úr fram- kvæmdanefndinni í heimsókn til st. Hlíðin nr. 259 í Fljótshlíð og sátu fund hjá henni. Á fundinum kvöddu Fljótshlíðingar Hall- dcr Sölvason, skólastjóra, sem hafði um langan tíma verið æðstitemplar stúkunnar, en var fluttur til Reykjavíkur. Á fundinum voru fluttar margar ræður um reglumái. Að fundi loknum sýndi Viggó Nathanaels- son kvikmyndir. St. Hlíðin er stærsta stúk- an í Rangárvallasýslu. Er vonandi, að hún haldi áfram að vera það, þótt flutningur Halldórs og fjölskyldu hans úr sveitinni hafi verið mikill missir fyrirr stúkuna. Kynnisferð um Árnessýslu. Árnessýsla er nú þinghá í umdæminu, þar sem starfið gengur einna verst. Kemur þar margt til greina, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Framkvæmdanefndin tók sér ferð á hendur laugardaginn 22. okt. til þess að eiga viðræður við forustumenn stúknanna í Árnessýslu. Var komið við í Hveragerði, Selfossi, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Urðum við margs vísari, þótt árang- ur hafi, ef til vill, ekki orðið eftir því. í þessari ferð komum við einnig við að Kumb- aravogi og skoðuðum barnaheimilið. Sel- foss er nú orðin miðstöð sýslunnar. Er því lífsnauðsyn fyrir starfsemi Góðtempl- arareglunnar í Árnessýslu, að þar sé öflug stúka, sem hafi góð skilyrði til starfs. Á Selfossi er sterk stúka, en sem hefur ekk- ert húsnæði til fundahalda. Eftir því, sem við höfum frétt, stendur þetta til bóta á næsta ári. Fer þá vonandi að lifna yfir starf semi stúknanna í Árnessýslu. St. Framför í Garði. Föstudaginn 29. október fórum við í heimsókn til st. Framför nr. 6 í Garði. Á þeim fundi var einnig í heimsókn stúkan Vík nr. 262 úr Keflavík. — Á fundin- um fóru fram umræður um áfengis- mál. Einnig voru flutt mörg skemmtiatriði, m. a. sungu tvær stúlkur úr st. Andvara með gítarundirleik. Stúlka úr stúkunni Vík söng gamanvísur. Átta stúlkur úr st. Fram- för sungu með gítarundirleik og töframaður skemmti. Að lokum var dansað. St. Fram- för er öflug stúka ,sem lætur mjög til sín taka í félagsmálum Garðsbúa. Húsnæði stúkunnar er mjög gott og gestrisni við- brugðið. St. Drífandi undir Eyjafjöllum. Sunnudaginn 14. nóvember fórum við í heimsókn til st. Drífandi nr. 245. Á þeim fundi voru fluttar ræður um áfengismál og Viggó Nathanaelsson sýndi kvikmyndir. Að fundi loknum var dansað. St. Drífandi er fámenn en þrautseig stúka, sem starfar við frekar erfið skilyrði. Er það von okkar,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.