Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 16

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 16
16 EINING * að heimsóknin austur hafi orðið stúkunni að einhverju leyti til gagns. St. Vík, Keflavík. Þann 29. nóvember fóru nokkrir úr fram- kvæmdanefndinni ásamt nokkrum fleiri templurum úr Reykjavík og Hafnarfirði suður í Keflavík til að sitja þar afmælis- fund hjá st. Vík nr. 262. Þegar þangað kom, voru þar einnig mættir félagar úr st. Framför í Garði. Hófst afmælisfagn- aðurinn á sameiginlegri kaffidrykkju. Undir borðum voru margar ræður fluttar og árnaðaróskir fram bornar til handa st. Vík. Undir borðum fóru einnig fram þessi skemmtiatriði: Halldór Kristjánsson flutti erindi. Tvöfaldur kvartett úr söngfé- lagi I.O.G.T. söng undir stjórn Ottós Guð- jónssonar. Númi Þorbergsson las upp gam- anvísur og töframaður skemmti. Að lokum var dansað. Þetta afmælishóf og öll starf- semi st. Vík á s. 1. vetri, sýndi ljóslega, að stúkan er, þrátt fyrir það, að hún er ung að árum, að verða stórveldi í félags- lífi Keflavíkur. Stúkan hefur hafið fjár- söfnun til byggingar sjómannaheimilis í Keflavík og á s. 1. vetri réðst hún í að sýna leikritið „Leynimelur 13“ í Keflavík, Hafn- arfirði og víðar á Suðurnesjum við góðan orðstír. Stúkurnar í Haínarfirði. Framkvæmdanefndin heimsótti báðar stúkurnar í Hafnarfirði. Þann 16. marz heimsóttum við st. Morgunstjörnuna nr. 11 og þann 22. marz heimsóttum við st. Daní- elsher nr. 4. Var okkur af báðum stúkum tekið með hinni alþekktu gestrisni Hafn- firðinga. Á báðum fundunum, sem voru mjög fjölmennir, voru fluttar ræður um reglumál auk margra skemmtiatriða. Að lokum var dansað. Starf stúknanna í Hafn- arfirði s. 1. vetur hefur verið mjög öflugt. Báðar stúkurnar hafa aukið meðlimafjölda sinn stórlega. Er vonandi, að áhugi templ- ara í Hafnarfirði berist hingað til Reykja- víkur. Templarar í Hafnarfirði hafa einnig, líkt og templarar hér í Reykjavík, haldið skemmtanir fyrir almenning, þar sem mönnum hefur gefizt kostur á að skemmta sér án áfengis. St. Gróandi á Rangárvöllum. Sunnudaginn 3. apríl s. 1. fóru nokkur úr framkvæmdanefndinni í heimsókn til st. Gróandi nr. 234 á Rangárvöllum. Á fund- inum voru fluttar margar ræður um bind. indismál. Meðal annars var minnzt starfs Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra. Hofi, sem þá var nýlátinn. Guðmundur var, eins og kunnugt er, félagi þeirrar stúku og stoð og stytta hennar í mörg ár. St. Gróandi er lítil en mjög þróttmikil stúka. Sýndi hún það bezt, er hún kom með meira en helming félaga sinna í heimsókn til st. Verðandi í Reykjavík nú fyrir nokkrum vikum. —o— Þingið samþykkti ýmsar tillögur, meðal annara þessa: „Umdæmisstúkuþingið felur framkv.- nefnd sinni að vinna að því við áfengis- varnanefndir og bæjarstjórnir í umdæminu, að rannsökuð verði áhrif Coca-Cola og ann. arra hliðstæðra drykkja á almenna heil- brigði, einkum barna og unglinga og upp- eldi æskulýðsins. Jafnframt beinir þingið því til forráðamanna unglingareglunnar, að þeir taki þetta mál til rækilegrar athug- unar. Umdæmisstúkuþingið skorar á næsta stórstúkuþing og tilvonandi framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands, að vinna ákveðið að því, að lögskipuð sé alhliða skýrslugerð um áfengismál í landinu. — Fjalli skýrslur þessar m. a. um áfengisneyzlu, sjúkdóma og dauðsföll af völdum hennar o. fl. í því sambandi. Skýrslurnar séu að- gengilegar, hvenær sem upplýsinga um þessi mál er óskað“. TJmdæmistemplar var endurkosinn og lítil breyting varð á framkvæmdanefndinni. Kanzlari var kosinn Freymóður Jóhanns- son í stað Ludvigs Möllers, er dvelur er- lendis, Guðmundur Illugason í stað Ingþórs Sigurbjörnssonar, Kristinn Magnússon í stað Guðjóns Bachmanns. Þótti henta betur, að nefndarmennirnir væru í eða sem næst Reykjavík. Mælt var með Gísla Sigurgeirs- syni sem umboðsmanni stórtemplar í stað föður hans, sem baðst undan endurskipun. Á þinginu flutti Kristján Þorvarðarson læknir fróðlegt og ágætt erindi um áhrif áfengisins á mannslíkamann. t i Gutfsþjðnusta í Dómliirkjuniii í Beykjavík. Á kafbátaveiftuin, SnML (féóbaverz fun ^Qóajoidar Næstu daga kemur í bókaverzlanir sérkennileg bók eftir ungan íslending. Bókin heitir: Á kafbátaveiðum, en höfundurinn, Njörður Snæhólm, var í her Bandamanna á ófriðarárunum, og lenti, svo sem eðlilegt var, í mörgum æfintýrum og mannraunum. Frá þessu segir hann skemmtilega í bók sinni. Einn eftir- tektarverðasti kaflinn í bókinni er um viður- eign Njarðar og félaga hans við ósýnilega veru suður í Nauthólsvík. At- burðurinn gerðist á gamlaárskvöld, og hef- ur Njörður oft síðan hugsað um atburð þennan, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Njörfiur Snæhólm. Nokkrar myndir eru í bókinni, efninu til skýringar. b 1

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.