Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 7

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 7
EINING 7 * Ungur keunari, Sigurður Kristinsson, leggur orð í belg um uppeldismálin, og t hefur hann sent Einingu eftirfarandi grein. Ýmsir athugulir og hugsandi menn munu hafa hrokkið ónotalega við, er þeir heyrðu þau tíðindi, sem bæði útvarp og blöð fluttu s. I. vetur um afbrot unglinga, og ekki sízt við að hlusta á fyrirlestra dr. Matthíasar Jónassonar um uppeldi og af- brot. Munu þeir hafa orðið mörgum mik- ið umhugsunarefni. Hin mikla þýðing fyrirlestra hans er einkum fólgin í því, að koma mönnum í skilning á þessum * vandamálum, með raunverulegum dæm- um úr lífinu og útskýringu þeirra. Orsaka afbrotanna er víða að leita, og ætla ég ekki að viðhafa mikla upptaln- ingu, en minnast aðeins á örfá atriði. Ef til vill er manneðlið sjálft aðal undirrót- in. En nefna má hér sem eina orsökina óheilbrigða peningafíkn, eyðslusemi og hugsanaspillingu, sem stríðsárin höfðu í för með sér. Þá höfðu menn, er áður höfðu gengið atvinnulausir, mikið fé milli handa og þeir reyndust ekki menn til þess að halda réttilega á því. Þessi spill- ing greip um sig og náði einnig til þeirra, er voru að alast upp, og sannaðist þá á þeim máltækið það hið gamla, að ,,betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta búskap- arári“. Eyðsla fjár í bíóferðir daglega eða oftar en einu sinni á dag, ,,hasardblöð“, sætindaát, tóbaks- og áfengisneyzla og bílferðir, skapar þörf, sem einhvern veg- inn verður að koma í ljós. Er þá gripið til peningaöflunar á óheiðarlegan hátt, * þegar vinnulaunin hrökkva ekki til eða um enga vinnu er að ræða. Hér má því benda á eitt sérstaklega mikilvægt atriði í sambandi við uppeldi æskumanna, það er breytt vinnuskilyrði. Það, sem hinn uppvaxandi maður þarfn- ast fyrst og fremst, er verkefni að fást við og leysa. Allt frá dögum stjórnarbyltingarinnar á Frakklandi hefur mikið verið unnið að ^ því að bæta félagsskipun þjóðanna, eink- um þannig, að lífskjör og menntunar- skilyrði alþýðunnar yrðu betri en áður. Þetta er auðvitað að þakka verklýðs- samtökunum fyrst og fremst. Þau hafa barizt fyrir sanngjörnum vinnulaunum og vinnutíma. Þar með hefur hver maður fengið bætt skilyrði til að mennta sig. En spurningin er þá, hvort þetta sé hag- ^ nýtt réttilega af þjóðfélagi og einstakl- ingum. Einkum er það yngri kynslóðin, sem þarf að hafa verkefni við sitt hæfi, til þess að fást við, og það jafnvel, þótt hinu venjulega dagsverki sé lokið. Tóm- stundirnar eru gullkorn tímans, ekki sízt kvöldin að loknu dagsverki. Ekki er mér kunnugt um, hvort þeir menn, er sömdu hina nýju fræðslulög- gjöf, hafa hugsað sér að veita unga fólk- inu aðgang að fleiri verkefnum með því, að lengja skyldunámið í skólunum. Ég tel það þó mjög líklegt, að tilgangurinn hafi að einhverju leyti verið sá, að afla þeim, er lokið hafa barnaskólanámi, nýrra og framhaldandi verkefna, til þess að eyða tíma sínum við. Upp frá 13—15 ára aldri fer sérhæfni manna að koma greinilega í ljós. Þetta er atriði, sem gefa þarf gaum. Mörgum kann að virðast að sú almenna menntun, sem barnaskólum og unglingaskólum er nú ætlað að veita, sé höfuðatriðið, og svo verður að vera, meðan slíkt hentar þroskastigi nemendanna. Sakir sálfræði- legra lögmála hentar slíkt öllum fjöldan- um aðeins fram að unglingsárunum. Þá fara nemendurnir að gera meiri kröfur um að fá að taka sér eitthvað fyrir hend- ur, þá vilja þeir fara að vinna í höndun- um og láta eitthvað sjást eftir sig. Þetta er mín reynsla. Þessi skoðun brýtur ekki í bág við það markmið, sem barnaskól- um er ætlað að keppa að, en öðru máli gegnir um gagnfræðaskólana. Þar er brýn nauðsyn á að hrint verði í fram- kvæmd stofnun verklegra deilda eða sér- stakra verklegra skóla, er kenni nærri því eingöngu handavinnu allskonar, á- samt reikningi og íslenzku. Það þarf annað skipulag, en nú ríkir, með því að hafa nærri því eingöngu bóklegt nám í unglingaskólunum. Það þarf fjölbreytt- ari verkefni. Unga fólkið þarf að finna sjálft sig og komast að raun um það, hvert sérhæfni þess beinist, ef hún er einhver. Þeir, sem fara í menntaskóla, verða auðvitað að búa sig undir það á líkan hátt og nú er gert til miðskóla- prófs. I efsta bekk barnaskólanna þyrfti því að vera gerð sérstök hæfileikakönnun á hverjum nemanda, og síðan þarf fleiri menntastofnanir, er kenni sína sérgrein- ina hver, að taka við unglingunum að loknu fullnaðarprófi og ala þá upp í ljósri vitund um það markmið, sem til- hneigingar þeirra stefna að, og sem skólastarfið stefnir líka að. Þá þarf líka samtök, sem gerðu mönnum kleift að sækja þessa skóla. Þetta þýðir gagngera byltingu á skipulagi og starfsháttum mið- skólanna. Manninum er eðlislægt að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Styttur vinnutími bætir æskumanninn ekki neitt, nema hann hafi ákveðin og honum hugleikin viðfangs- efni í frístundum sínum. Heimilin eru oft ekki megnug þess, að sjá um slíkt, eink- um í borgum og bæjum. Þetta á einkum við um þá unglinga, sem eru búnir eða hættir í skóla. Það er ekki sjálfsagt, að stuttur vinnutími (8 st. á dag) hafi góð áhrif á alla menn jafnt, af því að svo er margt sinnið sem skinnið. Unglingar eru oft ekki búnir að ná sjálfsákvörðun til starfa fyrr en á 18. aldursári. Þangað til eru þeir reikulir og rata því oft ekki á FÓSTRAN. Mynd þessi af lista- verlci Einars Jónsson- ar, er endurprentuð Tiér, sökum þess hve \ hún var óskýr í síS- asta blaffi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.