Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 14

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 14
14 E I N I N G feitmeti, sykur, hvítt brauð og maka- rónur, hefur verið notað miklu meira en áður grænmeti, ávextir og rúgbrauð. Eins og nú standa sakir, þegar stór- þjóðir Iíða skort, er það sóun, ef miklu af hveiti og kornvöru er breytt í egg, sem tapar þar með 90% af næringargildi sínu. I Svisslandi blanda menn brauðmjölið með kartöflum og drekka geysilega mik- ið af undanrennu. Egg fá menn aðeins eitt eða tvö á mánuði. Linolíufræ, sem áður var notað í málningu, er nú hagnýtt sem fæða. Það er ekki bragðgott, en meltist auðveldlega. Sökum ýmissa slíkra ráðstafana, hafa ekki verið biðraðir við matvöruverzlanir í Svisslandi. Jónas Jónsson segir okkur til syndanna Þeirri þjóð er viðbjargandi, sem gefur einhvern gaum orðum þeirra manna, er skarpast segja til syndanna. En þegar þjóð er komin á það siðferðisstig, að hún segir: „Komið, bruggum ráð gegn Jeremía .... komið, vér skulum drepa hann með tungunni og engan gaum gefa orðum hans“, þá er hún komin á refilstigu og má búast við hirtingu. I Landvörn, 21. febrúar s. 1. segir Jón- as Jónsson meðal annars þetta: „Við þurfum ekki að verða einangruð og varnarlaus þjóð. Við þurfum ekki að verða gjaldþrota, ekki að gera krónuna að fimm- eyringi, ekki að vera í vandræðum að selja íslenzkar vörur, ekki að láta skip og báta liggja í höfnum um hábjargræðistíma út- vegsins. Við þurfum ekki að láta landið vera lítt numið og lítt ræktað, ekki að eyðileggja fiskstofninn við landið með dragnót og tog- bátum. Við þurfum ekki að lifa langt yfir efni fram, ekki að drekka áfengi fyrir 60 milljónir. Við ættum að geta búið til við- hlítandi stjómarskrá og alið upp börn og unglinga við líkamleg og andleg störf, en ekki með forheim.skandi lexíum til að búa sig undir að geta alla ævina haft kínverskar neglur á hverjum fingri. Mikið mætti fegra og bæta landið með því, að hætta villimennsku víndrykkjunn- ar og eiga dugandi menn þar óunnið mikið starf, að láta áfengiskostnaðinn ganga til atvinnueflingar. Eins og nú háttar til í þess- um málum, á þjóðin engan sinn líka í drykkjuskapareymdinni. — Stjórnarkerfi landsins er að brotna niður. Forsetinn, stjórnin og þingið er allt jafn vanmáttugt. Hundrað ábyrgðarlausar nefndir velta valdi og fjármunum almennings milli sín. Allir atvinnuvegir eru komnir á landið og allt at- vinnutap jafnskjótt þjóðnýtt. Sökum dýr- tíðar er næsta erfitt fyrir unga fólkið að stofna heimili og hefja atvinnu. Þess vegna horfa flestir vonaraugum á taprekstur ríkis á og bæja. Hér dugar ekkert annað en gagn- gerð breyting á stjórnarskipun landsins og má í þeim efnum margt gott segja um frumdrætti þá, sem áhugamenn austan og norðanlands hafa lagt fram. Stendur nú upp á Sunnlendinga og Vestfirðinga að leggja hönd á plóginn. Ný stjórnarskipun þarf að spretta upp úr öflugri þjóðarvakn- ingu. . . . Ríkið tekur börnin frá foreldrun- um, frá heimili, vandamönnum og vinnu, prófar þau 7—13 ára, setur þau enn við lex- íur í tvö ár. Prófar þau enn 15 ára. Eitt ár kemur til. Gefur unglingunum þá kost á fjögra ára bóknámi og síðan 8 árum fyrir þá, sem bezt er gert til. Öll hlunnindi og virðing fylgir bóknáminu. Þeir, sem ekki duga á þeim vettvangi, falla ofan í fram- leiðsluna. Ef unnt er að forheimska íslenzku þjóðina og kenna henni að fyrirlíta vinnu, sjálfsnám og sjálfstætt andlegt líf, þá tekst það með þessu lagi. Hér þarf gagngerða um- bót, hætta hinum fávíslega ítroðningi, en hefja frjálsmannlegt starf, kenna þeim, sem hafa hæfileika til að nota góðar bækur að lesa þær og skilja, en leggja megináherzlu á að auka fjör og starfsgleði, bæði við lík- amlega og andlega áreynslu. Um nokkur undanfarin ár hefur verið stefnt að því að eyða á sem skemmstum tíma eigum þjóðar- innar, með „kjarabótum“, léttri vinnu, rík- isframfæri og skemmtunum, þar sem Bakk- us og Konni „gúttaperkadrengur" hafa haldið uppi almennastri gleði. Þetta er ekki hægt öllu lengur. Svarti bobbi gjaldþrots- ins er framundan. Hér þarf að nema staðar og snúa við. í stað kröfunnar um kjarabæt- ur og áfengi, þarf að koma krafa um mann- dóm, dugnað og ráðdeild og þjóðrækni." Menn kunna að vilja gera athuga- semdir við þessa tilsögn Jónasar, en hér er mikill sannleikur sagður upphátt, sannleikur, sem margir ræða sín á milli, þótt ekki kunngeri þeir hann á þökum uppi. En einhver þarf að kveða upp úr um hin nýju blekkingarföt keisarans. Minnisvert dæmi Eyjafjörður er ein allra mesta menn- ingarsveit á íslandi. Bændurnir þar standa ef til vill fremstir íslenzkra bænda að því er snertir framför og heilbrigða þróun í bændamenningunni. Og jafnvel ýmsar stéttir menntamanna mættu telj- ast góðar, ef þær væru að sínu leyti eins. Svo virðist þó sem eyfirzka bænda- menningin eigi einn þann fylgifisk, sem nokkur meiri heiður stafar af en öðrum atriðum, er að skyldu lúta. En það eru þær almennu samkomur, sem haldnar eru að tilhlutan ungmennafélagsins að Hrafnagili. Sá staður er góðfrægur bæði fyrr og síðar. Auk þess, sem nú situr þar einn dugmesti og drenglyndasti búhöld- ur sveitarinnar, hafa t. d. félög Fram- sóknarmanna í sýslunni og á Akureyri keypt stóran hermannaskála þar við al- faraleið og halda þar mót sín og ýmsar skemmtanir á þeim vettvangi. Hefur öll sú frammistaða farið vel úr hendi, svo að til fyrirmyndar má teljast. En þó mun orðstír annarra opinberra samkomna á sama stað, aðeins í öðrum húsakynnum, þ. e. í samkomuhúsi ung- mennafélagsins, lifa lengur og gnæfa hærra. Sem kunnugt er, víða um land, vilja danssamkomur æskumannafélags- samtaka ýmissa í sveitum, fá fullkomin * skrílbrag vegna skefjulauss drykkju- skapar og slagsmála, sem stafar af að- komnum bæjaskríl. Svo er þessu eigi farið með samkomu- staðinn Hrafnagil. Eigandi samkomu- hússins, sem er ungmennafélag hrepps- ins, hefur nú um alllangt skeið gengið mjög ríkt eftir að fylgt væri fullkominni reglu á samkomum þess, bannað alger- lega ölvuðum mönnum heimsóknir þang- að og auglýsir helzt aldrei skemmtanir fyrir aðra en sveitafólk. p Hins vegar er alltaf haft fast samband við lögreglu Akureyrar og er hún fljót á vett- vang í bílum sínum, ef mikið liggur við Með þessari stefnu og framkvæmd hennar, er sjáanlegt að ungmennafélag- ið er að taka með fullum skilnjngi upp kröfur íslenzkra ungmennafélaga, eins og þær voru almennt, um aukna menn- ingu, mannsæmandi félagslíf og sjálfs- virðingu, — stemma stigu fyrir þeim skrílshætti, sem gerist víða á sveitasam- komum í íslenzka þjóðfélaginu. Hins veg- ( ar tekið upp vinsæl og menningarrík skemmtiatriði, sem vekja velvild hjá öll- um sem njóta. Og alltaf er hver sá vel- kominn á samkomur þess, sem kemur í einlægni og siðsemi, jafnvel þótt hann hafi brotið af sér áður. Slíkt starf er til fyrirmyndar, hefur rík áhrif, og má ekki gleymast að vera þakkað. Sigurður Draumland. Þetta segja þeir SENECA: „Drykkjuskapurinr. er ekkert annað en sjálfvalið brjálæði." ★ WILLIAM PENN: „Allar öfgar eru slæmar, en þar er drykkjuskapurinn verstur. Hann eyðileggur heilsuna, steypir skynseminni af stóli, og afmannar manninn. Hann ljóstar upp leynd- armálum, vekur deilur, skapar lauslæti, ó- svífni, gerir manninn hættulegan og brjál- aðan. Sá, sem er drukkinn, er ekki maður, því að hann er sviptur þeirri sjálfstjórn og skynsemi, sem aðskilur manninn frá dýr- inu.“ GLADSTONE: „Sökum varanleika áfengisbölsins, hefur áfengið gert mannkyninu meiri skaða en öll stríð, allar drepsóttir og allar hungurplág- ur, sem sögur fara af.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.