Eining - 01.06.1949, Qupperneq 6

Eining - 01.06.1949, Qupperneq 6
6 EINING * Frá Afengisvarnarnefnd Reykjavíkur Fyrir rúmu ári skipaði bæjarstjórn Reykjavíkur 8 manns í Afengisvarna- nefnd Reykjavíkur, en dómsmálaráð- herra formann nefndarinnar, og hefur því nefndin ekki starfað um langt skeið, en þó þykir rétt að minnast að nokkru á störf hennar. Áfengisvarnanefndin hélt marga fundi með ýmsum forráðamönnum bæjarins og ýmissa menningarfélaga, til þess að kynnast skoðunum þeirra og heyra álit þeirra á áfengismálunum — og fékk margar ábendingar í mikilsverðum atr- iðum. Áfengisvarnanefndin mótmælti á sín- um tíma áfengisveitingum í íslenzkri landhelgi um borð í Esju, enda þótt mót- mælin væru að engu höfð. Þó mun það svo, að þessi ráðstöfun, að leyfa áfengis- veitingar um borð í Esju, vakti réttláta gremju meðal allra bindindismanna í landinu, enda þótt lagalega mætti ef til vill ,,réttlæta“ hana. Áfengisvarnanefndin hefur haft opna skrifstofu um nokkurt skeið og reynt að leiðbeina og hjálpa þeim, sem til hennar hafa komið. Hefur hér verið um all-um- fangsmikil störf að ræða, enda hafa mjög margir snúið sér til nefndarinnar. Þó jókst þessi starfsemi til muna, þegar Antabus-töflurnar komu til sögunnar, en þær voru fyrst notaðar hér í október — nóvember s. 1. Má fullyrða, að með þess- um töflum hafi þegar fengizt í mörgum tilfellum ágætis árangur, og að margir hafi hætt allri áfengisneyzlu um lengri eða skemmri tíma. Alfred Gíslason læknir hefur starfað með nefndinni frá byrjun og unnið mik- ið og merkilegt starf, ekki sízt við heim- sóknir í lögreglustöðina, til þess að ná tali af þeim, sem teknir hafa verið fastir fyrir ölvun og látnir í ,,kjallarann“. — Kjallari lögreglustöðvarinnar, en þar eru menn settir fyrir ölvun o. fl., er með öllu óhæfur til þess að nota sem fanga- geymslu. Sýnir fátt eins áþreifanlega trassaskap og framtaksleysi, að ekki skuli hafa fyrir löngu verið bætt hér um. — Verður því ekki trúað, að minnsta kosti ekki um núverandi dómsmálaráðherra, að æðstu stjórnarvöld landsins láti þenna fangakjallara lengur afskiptalausan, heldur láti nú þegar gera fangageymslu, sem mönnum er sæmandi. En um þenna kjallara hafa nefndarmenn átt tal við dómsmálaráðherra sem og lögreglu- stjóra, en ennþá hefur þó ekkert verið að gert. Þá hefur nefndin og bent lögreglu- stjóra á þörfina fyrir sérstakan lækni, sem gæti verið lögreglunni til aðstoðar, lögreglulækni. Þurfti að vísu ekki ábend- ingu um þetta — lögreglustjórinn, sem er ungur maður, vissi þetta eins vel — en hvenær kemur þessi lögreglulæknir. Áfengisvarnanefndin varð þess fljótt vör, að ekki hafði veriirr gert ráð fyrir miklum störfum af hennar hálfu, þar eð enga peninga var hægt að fá til nefnd- arstarfa um 10 mánaða skeið. Fór þó svo að Iokum, að borgarstjóri Reykja- víkur lánaði nefndinni 10 þúsund krón- ur úr bæjarsjóði upp í væntanlegt fjár- framlag úr ríkissjóði, sem vissulega mun verða endurgreitt, þegar nefndin fær fé úr ríkissjóði nú á næstunni. — Ef nægi- legt fé fæst til starfsemi nefndarinnar, þá má búast við auknum störfum og betri árangri, en eitt er víst, að það kostar mikið fé og mikla vinnu að bæta örlítið úr því böli, sem áfengisneyzla þjóðar- innar undanfarin ár hefur valdið. Stofnsetja þarf og starfrækja hjálp- arstöð fyrir drykkjusjúkt fólk, svo og dvalarheimili, þar sem það getur dvalið undir læknisumsjón um lengri eða skemmri tíma. En þessa starfsemi þarf að reka af áhugamönnum með fjárstyrk frá því opinbera. Það er ekki hægt að drekka áfengi fyrir tugi milljóna króna árlega án þess að ,,árangurinn“ komi í ljós. Eyðilagðir menn, konur og karlar, hafa tugum sam- an verið á vegum nefndarinnar. Líf þeirra og nánustu vandamanna hefur orðið fyr- ir alvarlegum áföllum af völdum áfeng- isneyzlu. Hamingju og velferð þessa fólks er ekki hægt að meta til peninga. Litlu börnin, drengurinn 4 ára og stúlkan 2 ára, sem voru að leika sér áhyggjulaus við föður sinn, vissu ekki, að hann pabbi þeirra var yfirfallinn drykkjumaður, sem drakk út hvern eyri, sem hann fékk, að hann pabbi þeirra misþyrmdi móður þeirra, og þau, blessuð börnin litlu, vita ekki af hverju þau sjá ekki hann pabba sinn lengur, þau vita ekki, að löngunin í áfengi varð öllu yfirsterkari, drengskap og manndáð, og að þess vegna varð mamma þeirra að fara með þau frá hon- um. Áfengið hefur flætt svo yþr landið undanfarin ár, að öllum, sem eitthvað til þeirra mála þekkja, mun alveg blöskra, og er nú svo komið, að hefja verður allsherjarsókn gegn þessum böl- valdi, áfenginu. Að bíða eftir frekara tjóni meðal þjóðarinnar af áfengisneyzlu er fásinna, sem hefnir sín grimmilega á seinni kynslóðum. Þess vegna dugir ekk- ert nema eitt, — algjört áfengisbann, og það framkvæmt af mönnum, sem vilja það og vita, hvað í húfi er. Á næsta ári verða sennilega alþingis- kosningar í landinu. Gefst kjósendum þá gott tækifæri til að spyrja þingmanna- efnin um skoðun þeirra og afstöðu í þessu alvarlega vandamáli og að sjálf- sögðu verja þeir atkvæði sínu eftir því. Algjört aðflutningsbann á áfengi er takmarkið og að því verður stefnt. Gísli Sigurbjörnsson. Teikning eftir 15 ára stúlku. Þfóðarböl Vínið, það er þjóðarböl, þjakar ríka og snauða, 1 veldur alltaf eymd og kvöl, oft og fíðum dauða. Á. J. Ekki gera þeir sér mannamun Lögfræðingur ríkisins við bílaeftirlit í Noregi, Andreas Stampe, gerðist sekur við lögin, ók bíl þótt hann væri undir áhrifum áfengis. Blóðrannsóknin sýndi * 1,42 prómill. Hinn seki reyndi af fremsta megni að afsanna sekt sína, ýmist með því, að hann hefði drukkið áfengið eftir að hann ók bílnum, en hann hafði lent í árekstri, sem afsannaði þessa viðbáru hans. Þá fullyrti hann, að blóðprufan hafi hlotið að ruglast hjá lækninum, en þetta var eina blóðprufan, sem kom um Iíkt leyti, svo að einnig þessi viðbára féll um sjálft sig. Ein syndin býður venjulega ► annarri heim. Þegar menn gera það, sem rangt er, er oft gripið til ósannindanna, svo að seinni villan verður verri hinni fyrri. Lögfræðingurinn fékk dóm, en vægan. Slæmt er það, þegar þeir, sem réttarins eiga að gæta, bregðast skyldu sinni. En ekki mun þessi embættismaður vera hinn eini seki. Blekking Þeir þykjast hugsa um þig og mig, og þjóðina alla í senn. En elska þó aðeins sjálfa sig og svíkja jafnt Guð og menn. ♦

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.