Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1949, Blaðsíða 5
4 EINING 5 x 1 t 'Í Leikstarfsemi barnastúknanna í Reykjavík Ungtemplarar í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi buðu upp á athyglisverða skemmtun 8. maí s. 1. Skemmtiatriðin voru þessi: Ávarp: Ingimar Jóhannesson. Söngur með gítar-undirleik, 5 stúlk- ur: Sigurlína Konráðsdóttir, Hafdís Ól- afsdóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Erla Helga- dóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Tvísöngur með gítar-undirleik: Elísa Magnúsdóttir og Jóhanna Guðmunds- dóttir. Kórsöngur: 15 unglingar. Stjórnadi: Ottó Guðjónsson. Gítarsamleikur: Margrét Ríkharðs- dóttir og Elísa Magnúsdóttir. Með þess- um tveimur söng og Elísa Kröyer í sam- söng með gítar-undirleik. Sjónleikur: Álfkonan í Selhamri, eftir Sigurð Björgólfsson, sönglögin eftir Tryggva Kristinsson kennara á Siglufirði. Leikritið var í tveimur þáttum og leik- endur þessir: Álfdísi álfafrú lék Halldóra Gunnars- dóttir, en son hennar, álfasveininn, Tóm- as Sturlaugsson, Gunnar bónda, Ingi G. Lárdal, Margréti bóndadóttur, Ásgerður Ingimarsdóttir, Guðrúnu selstúlku, Inga Guðmundsdóttir, smalapiltinn hjá bónda, Sigurbjörn Guðmundsson, Unu gömlu skyggnu, Erla Eggertsdóttir. (Allir þess- ir leikendur eru úr barnastúkunni Jóla- gjöf). Sendiboða úr öðrum heimi lék Ás- dís Sigurðardóttir, en dísirnar, Kristín Karlsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigrún Gissurardótt- ir. Þá kom að leiknum loknum gítarsam- spil: Margrét Ríkhardsdóttir og Svein- björg Pétursdóttir. Og svo sungu 9 ung- meyjar með gítar-undirleik. Að síðustu var svo skrautsýning: Kvöldbæn barnsins, eftir séra Árelíus Níelsson á Eyrarbakka. Frú Sigþrúður Pétursdóttir hafði æft sýninguna með aðstoð frú Þóru Borg Einarsson. Kynnir á skemmtuninni var ungfrú Selma Gunnarsdóttir. Þetta er engin smáræðis skemmtiskrá og geta menn hugsað sér, hvílíkt starf, æfingar og fyrirhöfn er að baki slíkrar skemmtunar. En öll var skemmtunin hin bezta og aðsóknin mjög mikil. Ef til vill bar óþarflega mikið á gítarnum og sumt af vísunum í fyrri hluta skemmtunar- innar var lélegt. En ánægjulegt var að sjá þetta unga fólk leysa hlutverk sín. Sérstaklega tókst stúlkunum 9 vel. Þá verður varla annað sagt en að leikurinn tækist ágætlega. Einna lakast var eintal bóndadóttur, en leikur hennar annars góður. Aðalefni leiksins flutti hina sígildu og göfgandi kenningu, að með fórnar- lund kærleikans vinnst allt í senn, gagn- stætt því, hversu eigingirnin og græðgin steypir öllu í glötun. Hinir ungu leikend- ur stóðu sig vel. Þá var skrautsýningin bæði fögur og hugljúf, yndisleg ábending til manna um hið eina nauðsynlegasta. Þessi skemmtun var sýnd í fyrsta sinn annan páskadag og endurtekin svo tvisv- ar, einu sinni fyrir fullorðna. Aðsókn var alltaf mikil. I marzmánuði hafði Ung- templararáðið tvær barnaskemmtanir í Góðtemplarahúsinu, en alls hefur það gengizt fyrir sex slíkum skemmtunum á s. 1. vetri. Söng- og gítarflokknum hefur verið séð fyrir kennslu. Ungfrú Anna Hansen kenndi gítarleik, en Guðmundur G. Gilsson og Ottó Guðjónsson sönginn. Mikil lyftistöng þessarar starfsemi hef- ur verið sjóður, sem hjónin, frú Sigþrúð- ur Pétursdóttir og Gissur Pálsson raf- virki stofnuðu með 5 þús. kr. gjöf í minn- ingu um Bryndísi, dóttur sína, er and- aðist á s. 1. ári. Og ágóði skemmtananna rennur að nokkru leyti í þann sjóð til styrktar þessari starfsemi barnastúkn- anna. Foreldrar barnanna hafa stutt að þess- ari starfsemi þeirra og glaðzt jdir góðum árangri. Það eru víða að verki þjónustufúsar sálir, þótt ekki berist þær mikið.á, sann- leikselskar manneskjur, sem fórna oft miklum tíma og kröftum til þess að rækta hið fagra og góða í mannlífinu og færa allt til betri vegar. Slíkir verða alltaf salt jarðar, Ójöfnuður Ymsir hafa ekkert húsaskjól, aðrir hallir. — Það er slíkra siður, að byggja hátt og byrgja alla sól, en bora sumum djúpt í jörðu niður. P. s. Skrautsýnmgin: lCvöldbœn barnsins. Talið frá vinstri: Guðrún GuSmundsÆóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Asdís Sigurðar- dóttir, Sólveig Guðlaugsdóttir, KristUi Sigurðardóttir, Lilja FriSriksdóttir, Sigrún Gissursdóttir, Kristín Karlsdóttir. Gítarflolclcur ungtemplara.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.