Eining - 01.06.1949, Qupperneq 8

Eining - 01.06.1949, Qupperneq 8
8 EINING þau verkefni, sem þroskavænleg eru. Mér er ekki kunnugt um, hvað mikill hluti þeirra unglinga, er kenndir hafa verið við afbrot síðustu árin, hefur verið í skóla og hverjir ekki. Slíka skýrslu ætti lögreglan í raun og veru að birta. En mér er nær að halda, að eftir að vissu aldurs- takmarki er náð, sé meiri hluti afbrota- unglinganna ekki í skóla og hafi því ekki verkefni við hendina til úrlausnar, og verði því einhvernveginn að svala þeirri peningafíkn, sem sífelld skemmtanaleit æsir upp í iðjulausum unglingum. Það er ekki aðalatriðið að létta stöð- ugt verkefnin og minnka fyrirhöfnina. Hitt verður að sitja í fyrirrúmi, að veita fleiri verkefni og bæta þau, og að laða unga fólkið til þess að vinna að þeim, helzt af eigin hvöt og atorku. Þá skapast starfsþroskinn á réttan hátt — vex inn- an frá. Það finnst mér eiga að vera mark- mið og hugsjón góðs uppeldis. Með góðu uppeldi er lagður grundvöllurinn að gæfu þjóðarinnar og framtíð mannkynsins. SigurSur Kristinsson. Afengismdlin d Alþingi Oft hafa tíðindi frá Alþingi um bind- indis- og áfengismál verið okkur bind- indismönnum lítt uppörfandi. Þar hafa mál, sem við höfum falið Alþingi til með- ferðar, oft verið tafin í lengstu lög og látin að síðustu daga uppi. Hafi svo sam- herjar okkar á Alþingi getað komið því til leiðar með lagni, að úrskurður félli, hefur hann oft orðið á einn veg. Tillaga nokkurra þingmanna um að viðhafa allt réttlæti og gera vissum for- réttindamönnum ekki hærra undir höfði en öðrum, og afnema fríðindi þeirra við- víkjandi áfengiskaupum, kom til at- kvæðagreiðslu 14. maí s. 1. og var felld með 24 atkvæðum gegn 23. Sárast svíður okkur í sambandi við þessi úrslit, að menn, sem við höfðum fulltreyst, bregðast. Ekki hefði þurft nema að einn til viðbótar hefði reynzt traustur, þá hefði sigurinn unnizt í þessu máli. Nöfn þingmannanna verða athug- uð betur síðar, en sérstaklega þyrfti að hafa þau minnisstæð við næstu kosn- ingar. En rétt á eftir þessari slæmu fregn frá Alþingi, kemur önnur, sem ber að fagna og þakka þeim mönnum, sem þar hafa verið að verki. Á síðustu stundu var frumvarp stjórn- arinnar, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, samþykkt. Hefur þar með fengist áfengislöggjöf, sem sennilega ber í ýmsu af áfengislöggjöf annarra þjóða. Ber að þakka menntamálaráðherra, Ey- steini Jónssyni, fyrst og fremst, ósvikið fylgi við þetta mál og svo ríkisstjórninni í heild og þeim alþingismönnum, sem léðu þessu lagafrumvarpi fylgi sitt. Að vísu varð mikil breyting á frum- varpinu í því er snertir fjármálin, en betri er hálfur skaði en allur. Nú er þröngt í búi hjá stjórn landsins og börn hennar óþæg og fávís, og má ef til vill á þeim grundvelli afsaka rýran skammt á ýmsum sviðum. Næst er svo að koma fyrirmælum lag- anna í framkvæmd og verður að stefna að því af kappi og ráðnum hug. Vissu- lega munu flestir bindindismenn fagna þessu þýðingarmikla framfaraspori, þótt ekki sé þar um neinn úrslitasigur að ræða eða fullkomnun í áætlun. Fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands hafði kynnt sér frumvarpið, áður en það fór til Alþingis, og í framkvæmdanefndinni er einn okkar traustasti stuðningsmaður á Það er ekkert smáræði, sem happdrætti templara býður upp á að þessu sinni: 30 verðmæta vinninga — 10 þvottavélar, 10 kæliskápa og 10 rafmagnseldavélar. Undanfarin ár hefur Góðtemplarareglan efnt til happdrættis, sem jafnan hofur heppnazt ágætiega og fengið á sig gott orð. Vinningar hafa verið margir og verðmætir, og með þessari tekjuöflun hefur verið unnið að lofsamlegum framkvæmdum, sem njóta almcnningshylli. Að þessu sinni verður á- góða happdrættisins skipt milli ýmissa fyr- irtækja, húsbyggingar í Keykjavík, sem fær ríflegan skammt, þá sjómanna- og gesta- heimilanna á Siglufirði og í Vestmannaeyj- um, til framkvæmdanna að Jaðri, landnámi templara í Reykjavík og ýmissa annarra byggingafyrirtækja. Þörf Reykjavíkur fyrir myndariegt fé- lagsheimili, sem hæft geti bæði starfsgetu og félagssamtökum templara í bænum, er mjög aðkallandi. Slíkt félagsheimili þarf einnig að vera miðstöð starfseminnar í land- inu. Mikið átak þarf til að koma upp slíku Alþingi, og nefndinni leizt yfirleitt vel á frumvarpið og taldi það mikinn vinning, ef að lögum yrði. Það er nú orðið að lög- um. I næsta blaði mun Eining birta þessar nýju lagagreinar. Maður nokkur sagði, er hann heyrði fyrir mörgum árum enskan prédikara flytja bæn: ,,Ég mundi ganga tíu mílur til þess að heyra þenna mann biðja.“ Sjálfsagt hefur bæn hans ekki verið skrifaður bókstafur. húsi, en spor í þá átt er happdrættið, og ef allir hlutaðeigendur reynast dugandi iiðs- menn, mun þetta happdrætti ekki aðeins lyfta þar þungum steini, heldur og verða öðrum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Ekki aðeins templarar, hcldur og allir menn í landinu, sem unna bindindi og góð- um siðum, þurfa að ganga sem þéttast sam- an til sigurvænlegra átaka fyrir bindindis- starfið í landinu. Til mikils er að vinna og miklu að bjarga. Það er eitt mesta velferð- armál þjóðarinnar. — Styðjum happdrætti templara nú eins og áður. Þoir, sem að því standa, Ieggja fram mikla krafta, tíma og fyrirhöfn til þess að það geti heppnazt sem bezt. Sökum erfiðleika viðvíkjandi innflutnings- leyfum, gat happdrættið ekki hafizt fyrr en upp úr miðjum maí. Dregið verður tvisvar á árinu. Fyrst 8. ágúst og í síðara skiptið 12. desember. Happdrættismiðinn kostar 10 krónur. Sá, sem er heppinn, fær mikið fyrir þær 10 krónur. Happdrætti templara Hver léki það nú?

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.