Íþróttablaðið - 01.03.1927, Side 5
Iþróttablaðið
Gefið út af Iþróttasambandi Islands.
(Áður „Þróttur“ stofnaður af í. R.)
II. árgangur.
Marz — Apríl 1927.
3.-4. tölublað.
í. S. í. og sambandsfélögin.
I sambandi við 15 ára afmæli Iþróttasambands
Islands drap eg að eins á samstarfsvöntun milli
stjórnar þess og félaganna, sem oft hefir verið
nefnd svo að 'eg hefi heyrt, á undanförnum árum.
Lofaði eg jafnframt að minnast lítið eitt frekar á
það í þessu blaði.
Það vil eg nú gera að nokkru. Verður ætíð að
hafa orð á þvi, sem ábótavant þykir, þannig að
allir hlutaðeigendur heyri það og sjái, ef að bætur
eiga að fást. Það er ekki nóg að örfáir einstakl-
ingar tali um það að eins sín á milli, þessir hér og
aðrir þar.
Meðal þess, sem eg hef heyrt sambandsstjórn-
inni ámælt fyrir oft og tíðum, er það, að hún væri
nær eingöngu fyrir Reykjavík og þó mest knatt-
spyrnufélögin. Að hún í starfi sínu hafi sárlítið
gert fyrir félög út um land og þó minst fyrir
sveitafélögin. Að hún væri nærsýn og jafnvel ein-
sýn um íþróttamálin og vantaði það fjör og fram-
kvæmdasemi, sem með þyrfti í hennar verkahring.
Nú skulum við segja að alt þetta hafi við ein-
hver rök að styðjast, og gá svo að því hvort
sambandsstjórnimum, sem setið hafa við stýrið á
hverju ári, séu gallar þessir beinlínis að kenna eða
hvort félögin eigi ekki einhverja meiri og minni
sök á því sjálf.
Það er þrautreynt, og hlýtur hver maður að
kannast við það, sem einhverntíma hefir í það
komist, að hversu góð sem ein félagsstjórn er í
sjálfu sér, þá fær hún ein aldrei gert félagið vold-
ugt og sterkt eða borið öll þess störf og fram-
kvæmdir. Félagsmennirnir verða eitthvað að leggja
af mörkum líka, að minsta kosti að sýna áhuga og
fylgi við málefni félagsins. Þeir verða að vera sá
bakhjarl, sem stjórnin má reiða sig á að ekki láti
undan síga, þegar hún þarf að taka á. Og þó að
hún sé í rauninni mjög starfshæf og áhugasöm,
þá má ofgera henni engu síður en fjörhestinum.
Hann verður ekki látinn hlaupa endalaust, og hún
getur ekki borið félagið ein uppi alt af, þótt hún
um tíma geti kippt því nokkuð áfram.
Þannig hygg eg að sambandsfélög I. S. I. eigi
alt of mörg allmikla sök sjálf á þeim göllum, sem
þau hafa þóttst finna á sambandsstjórninni.
Tengiböndin milli stjórnarinnar og félaganna,
sem dreifð eru um alt land, eru ekki mörg. Því
er nauðsynlegt að þau séu alt af í standi og þeim
sé vel viðhaldið. Sambandsstjórnin getur ekki og á
ekki að annast viðhaldið eins. Félögin eiga sjálf
að gera það líka og það að miklum meiri hluta.
Böndin eru þessi:
1. Skýrslugjöf félaganna til sambandsstjórnarinn-
ar og skattgreiðsla.
2. Þátftaka í stjórn sambandsins, störfum og á-
kvörðunum, með því að senda — eða láta mæta
fyrir sína hönd — fulltrúa á aðalfundi sambandsins.
3. Blað sambandsins, nú íþróttablaðið — áður
Þróttur, þótt hann væri eign einstaks félags —
sem öll félögin eiga beinlínis að útbreiða eftir
föngum og sjá um að borgi sig sem bezt, svo að
það geti gert sem mest gagn og orðið sem allra
fullkomnast, en þó ódýrt. En það veltur alt á
útbreiðslunni.
4. Erindreki, sannur, fjölhæfur íþróttamaður eða
íþróttakennari, sem sambandið gæti látið ferðast
um á milli félaganna, til að aðstoða þau, kenna
þeim, leiðbeina og fræða bæði í orði og verki,
þetta árið í þessum landshluta og hitt árið í hinum.
Hvernig hafa nú sambandsfélög í. S. I. lang-