Íþróttablaðið - 01.03.1927, Page 7

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Page 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 19 sambandinu síðan skatlskyldan var lögleidd. Og á aðalfundi á, ef rétt væri, ekkert félag að hafa at- kvæðisrétt, nema það hafi þá greitt skatt sinn fyrir yfirstandandi ár. Þessi skrá sýnir bezt hver félögin hafa fullrækt þennan sambandsliðinn við 1. S. 1. Þau eru ekki mörg. Venjulegast hafa félögin ekki heldur svarað bréfum frá Sambandsstjórninni, nema örfá, og má þó varla minna vera. Þá er annar tengiliðurinn. Hvaða félög og hversu mörg hafa rækt hann? Aðalfundur sambandsins hefir alt af verið haldinn í Reykjavík. Það hefir því verið hægt um vik fyrir Reykjavíkurfélögin að senda fullírúa á hann. Að senda fulitrúa heiman frá sér á aðalf. I. S. I. getur komið til að kosta skilding fyrir sum félögin. En það er ábyggilega engin skylda á fél. um að senda mann gagngert á fundinn. Þau geta áreiðanlega falið hverjum sem er, og þau treysta til þess, að fara með umboð sitt. Og hversu fá munu þau sambandsfél. út um land vera, sem engan mann eða konu geta fundið hér í Rvk eða nágrenni, sem eitthvað meira eða minna þekkir til þeirra haga og eru svo samvisku- söm, að fél. gætu trúað honum eða henni fyrir umboði sínu? ]afnvel er trúlegt, að fjöldinn af þeim eigi félaga stadda hér, sem vel gætu mætt fyrir fél., ef þeim væri falið það. En þessi hefir reyndin orðið: Aðalfund hafa sótt oftast 20—40 fulltrúar, af þeim hafa knattspyrnu- fél. hér átt minst helminginn og alt upp að tvo þriðju. Utanbæjar-félög hafa átt þar frá 1 til 6 atkvæði eða þar um bil, þeirra hefir því lítið gætt á alla vegu. Er því ekkert óeðlilegt þótt það hefði við rök að styðjast, sem þó er og verður ósannað, að stjórn í. S. í. væri fyrir félögin hér og mest fyrir knattspyrnufél. Svo er hirðuleysi sumra fél. út um land magnað í þessu efni, að það hefir átt sér stað að maður hér í bæ eða nágrenni hefir verið beð- inn að mæta fyrir fél., en það aldrei sent honum umboð eða kjörbréf svo að hann gæti gert það. Ungmennafél. út um land gætu alt af átt full- trúa á aðalfundi í. S. í. þótt þau engan mann þektu hér persónulega til að fara með umboðið. Hér starfa nefnilega ungmennafélög í nágrenninu og hér er sambandsstjórn Kjalarnessþings. Þau vita að þessi sambandsstjórn og stjórnir félaganna starfa í anda Ungmennafélaganna, og þekkja vel þeirra hagi í flestum greinum. Þau geta því hæglega búið út kjörbréf, með eyðu fyrir nafn fulltrúans, og falið þessuin trúverðugu stjórnum að útvega sér góðan fulltrúa, sem vill og getur mætt, og færa nafn hans inn á kjörbréfið. Og á sviplíkan hátt gætu önnur Iþróttafél. út um land farið að, til þess að geta á léttan hátt haft áhrif á stjórn og fyrir- komulag Sambandsins. Lýsingar á heima-ástandi félagsins og samþyktir, sem það hefir gert, og óskir, gætu fylgt skriflegar til fulltrúans honum til leið- beiningar. Þannig yrði fyrirkomulagið áþekt og nú er kjör til aðalfundar Eimskipafél. Islands, eða jafnvel nokkurskonar þingkjör þar sem þingm. á heima utan kjördæmis. Blaðið er þriðji liðurinn. Og hvernig er með það? Stingi þar hvert félag hendi í sinn eigin barm og athugi ástandið þar. Er jafnvel ekki svo að sum fél. Iáti sér nægja að kaupa að eins eitt eintak (eða fá það bara sent frítt með því að vera í Sambandinu) og, þegar bezt lætur, lesa það upp á fundum? ]á. í flestum tilfellum er það svo með blaðið og hefir verið, að ef það ætti ekki einstaka áhuga- menn að — sem eru þó alt of fáir — þá væri það alls ekki til og hefði aldrei verið. Nú er þó blaðverðið orðið svo lágt að ef að fél. vildu sýna þessum tengilið við sambandið nokkurn sóma, þá gætu þau vafalítið fengið því á viku til hálfum mánuði 10 kaup. þar, sem nú er að eins einn. Og þá færi það fyrst fyrir alvöru að geta gert gagn og orðið verulega gott. Fjórði og síðasti liðurinn er erindrekinn. Má segja að það sé kannske mikið stjórninni að kenna að hann er ekki orðinn til. En til að kosta hann þarf peninga, og hvar hefir sambandið átt að taka þá? Mun ekki svo, að kærulausu og daufu sam- bandsfélögin eigi einnig allmikla sök á því, með hirðuleysi sínu á fyrsta og þriðja tengiliðnum, að hann er enn enginn til? Hvernig sem þessum málum er velt fyrir sér, og með hversu miklum sanni 'sem álasa má bæði núverandi og fyrverandi Sambandssfjórnum fyrir ýmislegt, sem þær hafa gert eða látið ógert, þá verður ekki fram hjá því gengið, að þær hefir vantað nauðsynlegan stuðning og aðhald frá alt of

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.