Íþróttablaðið - 01.03.1927, Side 14
26
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
12 ára sýningarafmæli og alt af verið með í öllum'
eldri Iwenna fimleikasýningum hér. Þær voru þá,
er þær byrjuðu, í Fimleikaflohki U. M. F. Iðunn,
sem lengi starfaði hér í bæ. En þegar hann lagð-
ist niður og í. R. hafði stofnað kvennadeild, gengu
þær í í. R. Hafa þær verið þar síðan og sótt svo
vel, að t. d. hefir önnur komið á hverja einustu
æfingu síðan hún kom í félagið og hin að eins mist
Qyöa og Sigríður.
sárfáar úr. Hafa flestar — og allar — stúlkurnar,
sem með þeim hafa verið, gugnað fyr, ofmargar af
litlum eða engum ástæðum. Sér ekki á áhuga
þessara stúlkna, útliti, hreifingum eða þreki, að
þær vinna erfiðisvinnu alla daga.
Hér er nú mynd af þessum stúlkum, úr afmælis-
blaði í. R.
Metaskrá fyrir öll norðurlönd og heimsmet
í þeim íþróttum, sem hér eru á skrá, birtist að
forfallalausu í næsta blaði.
Sundhallarmáliö.
Eins og getið var um í síðasta blaði hélt stjórn
í. S. í. almennan fund íþróttamanna á afmæli Sam-
bandsins 28. janúar.
Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst kl. 9,15
síðd. Setti forseti í. S. I. fundinn. Mintist hann á
starfsemi Sambandsins á liðnum 15 árum og þann
stuðning, sem Alþingi, bæjarstjórn Rvk. og ein-
stakir málsmetandi menn hefðu veitt Sambandinu
og íþróttamálunum á þessum árum. Kvaddi hann
þá fyrverandi forseta I. S. I., hr. Axel V. Tulinius,
til fundarstjórnar, en hann tilnefndi fyrv. ritara I.
R., Sigurstein Magnússon, sem fundarritara.
Verkefni fundarins var: »Umræður um sundhöll
í Reykjavík«, og tók þar fyrstur til máls
Ben. G. Waage, forseti I. S. I. Rakti hann aðal-
drætti þess, sem gert hefir verið hingað til til efl-
ingar sundkunnáttu hér á landi bæði af hálfu
stjórnarvalda og einstakra manna. Meðal þess mint-
ist hann á tillögu mentamálanefndar efri deildar
Alþingis 1924 um undirbúning til sundhallarbygg-
ingar í Rvk, sem þar var samþykt. Þakkaði hann
Jónasi alþm. Jónssyni fyrir afskifti hans af þessu
máli. Þá nefndi hann heimildarlögin fyrir sveitar-
stjórnir til að skylda unglinga til sundnáms, er
samþykt voru á síðasta Alþingi, 1925, og Jóh.
Jósefsson, alþ. bar fram. Þá heimild hafa Vest-
mannaeyingar nú notfært sér, fyrstir allra. Nefndi
hann sundhallir í öðruni löndum, mintist sundkenn-
ara hér og óskaði þess loksins að Reykjavík mætti
eignast sundhöll sem fyrst, og áreiðanlega fyrir
hátíðahöldin 1930. Loks las hann upp eftirfarandi
bréf frá Jóni Þorlákssyni forsætisráðherra: »Um
leið og eg þakka fyrir vinsamlegt boð stjórnar
íþróttasambands Islands, á fundinn í Iðnó í kvöld,
sem mér þykir mjög Ieitt að geta ekki þegið, bið
eg yður að flytja fundinum kveðju mína og beztu
óskir frá mér um góðan framgang hins mikilvæga
menningarmáls, sem fyrir fundinum liggur*.
Knud Zimsen, borgarstjóri talaði næst. Lýsti við-
horfi sundhallarmálsins hér í Rvk um síðustu alda-
mót, öllum þeim umbótum sem gerðar hafa verið
síðan og öllu því, sem honum hefir dottið í hug
og hugsað því máli til gagns og eflingar. Kvað
ógerning, að skylda börn og unglinga til sundnáms