Íþróttablaðið - 01.04.1928, Side 6

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Side 6
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 170 Eg óska Reykvíkingum aft eignast mikið af fræknum afreksmönnum. Eg veit, aö þeir j muni reynast nýtir til allra góöra verka. En afrek verða aldrei fvrir almenning, og flestar iþrótlir hér jafnan erfiðleikum bundnar. En Reykjavík á sér tvær lieilsu- lindir, sína á hvora hönd, sem allir ættu að geta fært sér i nyt, ungir og gamlir, þó að þeir séu engir íþróttamenn. Önnur er um- liverfi, sem er bæði fjölbreytt og skemti- legt, undir eins og nokkuð dregur frá bæn- um, frábærlega til göngufara fallið. Hér er liægt að vera kominn upp í reginóbyggðir ! eftir 3—4 tíma göngu. Hitt er sjórinn. Hann er nær, til hans má ná daglega, hann veilir ótrúlega liressingu á stutlri stund, hreif- ingu, hreinsun, herðingu, hann er hlaðinn magni. Hann er höfuðvörn við kvefinu og stælir bæði líkama og sál. En sjórinn hefur sína ókosti hér: hann er kaldur, jafnvel á sumrum, nema fyrir þá sem liertir eru. ()g enginn leggur i hann að vetrinum í hvaða veðri sem er, nema vík- ingar einir. Vér íslendingar létum sjóinn liggja við bæjardyrnar öld eftir öld, án þess að kunna að nota auðæfi hans, án þess að sækja út á djúpmiðin. Vér finnum nú, hvílík sóun þetta var. En — enn þá liggur sjórinn ónot- aður að hálfu, þessi uppspretta vellíðanar, heilsu og krafta. Sjórinn hérna er ekki of kaldur. Því betra, sem Iiann er svalari, meðan hann er fær. Þetta er saltur útsær, óvenjulega hress- andi. En það verður að húa menn undir hann. Leiðin liggur ekki beint úr volgri laug. I sundböllinni fyrirhuguðu eru þrjár laugar: Grunn laug fyrir börn, dýpri laug fyrir ])á sem lengra eru komnir, djúp laug með ofurlítið velgdum sjó fyrir þá, sem best eru sundfærir. Þetta er laukrétt hugs- að. Menn verða að feta sig stig af stigi. Frá söltu lauginni liggur leiðin út í sjóinn sjálfan. Sundhöllin á að gera almenningi kleift að svnda og baða sig, hvernig sem veður er, allan veturinn. Hún á að verða til þess að heilsulindin mikla fyrir framan hæjardyrn- ar verði notuð. Hún er stórkostlegasta sporið scm stigið verður til þess að gera uppvaxandi kynslóðina harðfenga. Slíkt má sin meira en aðvaranir og prédikanir. Til hvers er að vara við tóbaki, víni og næl- urvökum, ef menn þekkja ekkert betra? En kennið unglingunum, hvað líkamleg vel- líðan er, og þá fyrst hafa þcir eitthvað til samanburðar. ()g hvað eflir betur líkam- lega vellíðan en gotl sjóbað? Það fer vel á því að hugsa þetta mál stórt, fyrsta höllin á íslandi. Höfum of lengi liugsað smátt til stórtjóns. Þetta verður höll fyrir þann fram- takssama og heilbrigða æskulýð, sein þörf er á í ungu riki. Sundhallarmálið er nú komið á þann rekspöl, að trúa má á skjótan framgang þcss. Stjórn og þing hafa brugðist svo vel við því, að Reykvíkingar sjálfir mega ekki bregðast. Það hefur stundum þólt anda köldu frá þinginu til höfuðstaðarins. Nú hefur það rétt Reykvikingum hönd, sem verður að taka mannlega á móti. Og stjórn og þingi hefur farið viturlega i þessu máli. Engan, sem greitt hefur fyrir því, mun nokkurn tíma iðra þess. Reykjavík er að verða örlög Islendinga. Og það á að skifta við luma eins og örlögin: stritast á móti, en gera ekki þá heimsku að neita tilveru henn- ar. Hingað fer fólk til ills eða góðs. Hér er miðstöðin, andi Reykjavikur er að verða andi þjóðarinnar, hér er orustan háð um framtíðina. Hér eru stórkostlegar andstæð- ur. Vöskustu mennirnir, mestu úrþvættin. Hér má ekki sitjanda hlut í eiga. Verður að veita heilbrigðinni lið. Varðveita kvn- stofninn, hvort sem hann í framtíðinni á að búa i sveitum eða bæjum. Það er oft talað um að koma sundhöll- inni upp fyrir 1930. Er þetta annað en hé- gómi? Já, það er miklu meira. Eg held, að Reykvíkingar geti ekki búið sig betur undir gestakomuna en með því að þvo sér ræki- lega. Það hefur verið siður hér að mála húsin fyrir konungskomur. Konungur vor cr ekki nema einn maður, sem má leiða

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.