Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 183 Útlendar fréttir. Fádæma gott heimsmet. Um miðjan sept. sl. ár var sett heimsmet í New-York, sem vekur undrun um allan heim. Negrinn Hubbard stökk 7,98 m. í langstökki og lengdi þar með sitt fyrra met um 9 cm. (Heyrst hefir og, að hann hafi stokkið alt að 8,30 m. á æfingum.) Á þessu sama móti hljóp Hubbard 100 yards á 9,6 sek., og er það sami tími og heimsmetið. Enda er álitið, að þessir frámunalegu spretthlaups- hæfileikar hjálpi honum mest í stökkinu. Álíta reyndir menn í þeim sökum, að hann stökkvi 7 m. með hraðanum einum í tilhlaupinu. Hér birtist skrá yfir heimsmetin í langstökki frá 1870: 6,09 m. Mitchell (England) 1870. 6,20 — 1871. 6,88 — Davis 1872. 6,91 — Beddeley 1878. 6,97 — Elliot 1879. 7,02 — Parsons 1883. 7,08 6 — Ford (Ameríka) 1886. 7,08 9 — Copeland (Ameríka) 1890. 7,17 5 — Reber 1891. 7,17 5 — Fry (England) 1893. 7,20 — Rosengrave (Ástr.) 1896. 7,32 — Newburn (Irland) 1898. 7,43 ,— Kraenzlein (Amer.) 1899. 7,50 — Prinstein 1900. 7,61 — O’Conner (írland) 1901. 7,69 5 — Gourdin (Ameríka) 1921. 7,76 5 — Le Gendre 1924. 7,89 — Hubbard 1925. nú berst sú fregn til Evrópu í desember sl., að Suður-Afríkumaðurinn Atkinson hafi sett nýtt heimsmet með 8,15 m. á íþróttamóti í Durban í Natal. Fregn þessi barst í símskeyti, en engar nánari skýringar með. Þykir mörgum afrek þetta mjög ótrúlegt, þar eð ekki hefir heyrst um meira en 7,32 m. stökk frá honum áður. Annars er At- kinson bezt kunnur í Evrópu sem grindahlaupari. Hann varð annar í 110 m. grindahlaupi á Ólympíu- leikunum í París 1924. Mjög er óvíst, hvort met þetta verður viðurkent, ef rétt reynist. Er margt, sem taka verður til greina, áður en heimsmet er viðurkent. T. d. vildi Alþjóðasambandið ekki viðurkenna met Hubbards, 7,98 m., vegna þess að atrennubrautin var ekki í réttum fleti við stökkgryfjuna. Bertil Jansson er nú bezti kúluvarpari Svía.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.