Íþróttablaðið - 01.04.1928, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Síða 13
ÍÞRÓTTAÐLAÐIÐ 177 ])jóðahatrið er grimmara og óánægja fjöld- ans meiri en nokkru sinni fyrir ófriðinn mikla, vígbúnaður stórveldanna margfald- ast og útlitið er svartara en áður hefir sést, þrátt fyrir ráðstefnur og friðarhjal; gæti það ekki virst undarlegt að minnast þessa smáófriðar milli Dana og Þjóðverja með „skothríð“ og „heræfingum“ og það af þjóð, er lýst hefir yfir ævarandi hlutleysi í ófriði. Ytra-Hóli, Iiúnavatnssýslu, 26. febrúar 1928. Pétur Þ. Einarsson. Athu<jasemd'). Frá aldaöðli hefur það revnsl fara saman að það, sem gerði menn hrausta hermenn, það gerði menn einnig hrausta til annara starfa. Um grimdar-tamn- inguna tala ég ekki, hún kemur ekki hreyst- inni við og er venjulega ekki samferða henni. Grimmustu mennirnir og grimmustu dýrin eru venjul. huglaus og hálfgerðar tyrjur likamlega, en undirförlar. Iþróttir eru margskonar; allar eru þær styrkjandi á einhvern veg og allar geta þær verið metnaðarvekjandi, ef þær eru notaðar til að keppa í þeim, og þá má segja, að þær minni á hernað. Flestar eru þær göfg- andi, aðrar eru það hrottalegar að ekki verður slikt um þær sagt. Meðal þeirra má telja lmcfaleika og nautaat. Um skotfimina, hæði hoga- og riffilskot til marks, er það að segja, að það útaf fvrir sig er ekki hern- aðaranda-vekjandi, því að iðkandinn æfist ekki i að týna lifi mcð köldu blóði. Aftur á móti er fugladráp og dýra heinlínis lagað til að vekja morðhuga; það venur menn á að tortýna lífi með köldu hlóði. Þetta danska mót er ekki hernaðarmót. Það sýnir ekki hernaðar-þroska þjóðarinn- ar heldur hvað langt lum er komin að lik- amsmentun i þessum íþróttum. Og við get- uin ekki sótt sýningu þá í sambandi við 1) Sbr. þetta og erindi próf. Ág. H. Bjarnasonar: Her- menska og íþróttir, í Aukablaðinu, I.—il. wx&þtc eru komnar út. — Ómissandi handbók fyrir alla íþróttamenn og íþróttavini. — Fæst á afgreiðslu íþróttablaðsins, kostar kr. 1,50. — Kaupendur íþróttablaðsins, sem greiða 3. árg. fyrirfram, geta fengið bókina fyrir hálft verð, sbr. augl. í 1. tbl. mótið, sem norðurlandahúum öðrum er hoðið til, nema með leikfimisflokka. Þeir eru til liér fullboðlegir á huaða leikfimis- mót sem er. En líkl. getur það ekki orðið vegna fjárskorts og vegarlengdar. Er það þó illa farið. Ég Iivgg að allar norðurlanda-þjóðirnar séu það langt komnar að sálarlegum þroska sem auðvitað vex með líkamlegri menn- ingu að þeim dctti ekki nú orðið i hug að lcggja út í hernaðar-vitfirringu. Auðvitað eru þar til einsstaklingar, eins og annars- staðar, sem ekki mundu skirrast við að offra nokkrum mannslífum, cf þeir þættust þá sjá peningum sinum eða valdi hetur horgið og gætu sjálfir vcrið utan liættu. Slík dýr eru alstaðar til, en vonandi nú i svo mikl- um minni Iiluta að ekki fái þcir vilja sinn fram. Þeirra vegna má ekki sverta þær brautir, sem gela leitt sem flesta til meiri likams- og sálar-menningar, gert mennina sjálfstyrkari og skilningsmeiri á hræðralags- hugsjónina og jafnréttið, og þar með ekki eins auðheitt verkfæri til manndrápa. En íþróttaiðkunin, likamsmentin, er ein af farsælustu leiðunum út úr vigaferlun- um, og viðkynning þjóðacinstaklinganna á iþróttamótunum er í flcstum tilfellum hræðralagshugvekja. Ritstj.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.