Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 16
180 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Eg er hissa á því, hversu fagurt álit flestir á- horfendur hafa á íþróttunum, og mér virðast íþrótt- irnar iðkaðar nær og nær hugsjóninni með hverju árinu sem líður. En ekki virðast allir vera mér samdóma í þessu, og ætli þeir, sem hafa svo margt um íþróttirnar að segja, hafi nokkuð vit á þeim ? Ef menn sitja og horfa á knattspyrnuknattleik og vita að eins, að alt er í því fólgið — eða vita ef til vill ekki svo mikið — að koma knettinum í mark mótstöðumannanna, já, þá er það andans spilling að vera áhorfandi við knattspyrnukapp- leik, en ef menn skilja leikinn, þá fylgja þeir hverri spyrnu með áhuga. Þá vita menn þó, hvert knött- urinn á að fara, og geta dæmt viðkomandi knatt- leikara eftir því o. m. fl. Sama er að segja um mót í frjálsum íþróttum. Það hlýtur að vera verra en leiðinlegt að vera á- horfandi við slík mót fyrir þá, sem álíta, að 1,90 m. og 1,92 m. í hástökki sé svo að segja hið sama, eða að 10,6 sek. og 10,7 sek í 100 m. hlaupi sé auðvitað jafn gott. Tíundi hluti úr se- kúndu! Hvað munar um það? Eða að 6,90 m. og 7,05 m. í langstökki munar að eins 15 cm. Eða að á milli 13,50 m. og 14 m. í kúluvarpi sé eng- inn munur, sem vert sé að nefna. Menn verða að skilja hlutina. Ef menn gera það ekki, get eg vel skilið, að menn verði »leiðir« á og »gramir< yfir íþróttunum. En ef menn skilja hlutina, geta þeir lesið »úrslitalistana« í blöðunum með áhuga. Þeir segja þeim mjög mikið, sem skilja, hvaða afrek liggja bak við tölurnar. Eg álít að íþróttirnar hafi það að markmiði að halda líkamanum ávalt í góðu standi, en íþróttir þær, sem iðkaðar eru á íþróttavellinum, í róðrar- bátnum o. s. frv. af ungu mönnunum, munu ekki að eins halda líkamanum í góðu standi, heldur einnig fá hann til að leggja alt sitt fram, án þess þó að ná því markmiði, sem kept er að, á þessu, sem á öðrum sviðum. Með þessu næst bestur á- rangur. En ef við eigum að vita hvað það besta er á sviði íþróttanna, þá verðum við að skrifa á- rangurinn, og skrifa hann þá auðvitað eins ná- kvæmlega og unt er — í tíundu hlutum úr sek- úndu og millímetrum. En að fá líkamann til að leggja fram alla krafta, er ekki æðsta markmið íþróttanna. Því þroskaðri sem líkaminn verður, því meiri aðstoð veitir hann sálinni. Og auk þess þroska íþróttirnar sálarlega eiginleika eins og snarræði, hugdirfð, viljakraft, eiginleikann að stefna að einu ákveðnu marki o. fl. Það eru ekki svo fáir íþróttamenn, sem eg þekki. Um þá veit eg, að þeir gegna starfi sínu ágætlega. All-margir þeirra eru duglegustu og áhugasömustu mennirnir í sinni iðn. Andi þeirra er sannarlega ekki dauður. Ef föðurland vort á að vaxa að andlegum styrk- leik, verða ungu mennirnir að iðka meira íþróttir en þeir gera nú. Eg á ekki við skógarferðir eða almennar skíðaferðir. Það getur verið gott fyrir eldra fólkið, og því ber að fara slíkar ferðir, en ungu mennirnir verða að taka þátt í íþróttunum á völlunum eða róðraríþróttinni og þvíl. I æsku sinni, æiti hver maður að hafa verið í einhverri keppni, en þá verður hann auðvitað að iðka íþróttirnar á réffan hátt, og hann á að hafa ástæðu til að koma á íþróttavöllinn. Látið æskulýðinn í sveitunum fá sína íþróttavelli og íþróttakennara. Látið æskulýðinn í borgunum í verksmiðjunum og vinnustofunum, í mentaskólum og alþýðuskólum og á háskólanum fá tíma til að iðka íþróftir. Veitið peningana, sem til þess þarf. Og land vort mun ekki að eins stíga í likam- legum styrkleik, heldur einnig í starfslöngun og 'estrarfýsn. Ahuginn fyrir íþróftum er ekki neitt »einskis nýtt« sem breiðist út og leiðir af sér tjón fyrir þýðingarmesfu störf lífsins. Þeir, sem lítilsvirða þennan áhuga ungu mann- anna, eru mjög aumkvunarverðir. Og ekki aumkva eg minst all þetta kristilega starf, sem ekki ein- ungis tekur ekkert tillit til þessa áhuga æsku- mannanna, heldur meira að segja skoðar hann með lítilsvirðingu. »Hvernig eigum við að fá æskuna í kirkju?« »Kristur og unga fólkið«. Altaf er verið að fala um þetta. Hugsuðu þér, ef menn vildu nota áhuga æskulýðsins á íþróttum, til þess að safna honum um Krist. Vinna samúð æskumannsins á þennan hátt, meðan þeir eru kornungir. Hlusta á þá, og þeir mundu hlusta á okkur. Þegar þeir eldast, munu þeir skilja okkur og í ellinni, ef ekki fyr, erfa álit okkar á því, hvað mikilvægast er í lífinu,

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.