Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 18
182 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ oaoaooaoaoaaoaooaooaoooaaoaaooöaoooo o o o . ' o Auglýsingaverð Iþróttablaðsins Ö er lægra en nokkurs annars blaðs. Það er: ’/i siða 30 jf O kr., '/2 síða 16 kr., 'h síða 11 kr., '/r síða 9 kr. O § ‘/8 síða 5 kr., 1 dálksenlimeler 1 kr. — Ef augl. er § q að mestu leyli mynd eða selt (malrise), er verðið '/3 o Ö Iægra. — Afsláttur gefinn af þessu lága verði, ef mikið Ö g er augiýsl og lengi. § Ö Alt er lesið, sem í íþróttablaðinu stendur! Ö A.V. Blaðið flytur ekki áfengis- eða tóbaksauglýsingar! O 000000000000000000000000000000000000 fjárþröng, þá er enginn vafi á aft meö þessu hafa Alþingismennirnir okkar „sjtarað eyrir- inn, en kastað krónunni“. Það er nefnilega ekki svo lítið spursmál fyrir Iivaða ríki sem er, þó enn frekar fyrir þau smáu, að vera vel og sem viðast kynnt úti um heiminn. Þarna var og er tækifæri til að kynna þjóðina vel öllum mentaþjóðum heimsins í einu. Þær geta þarna fengið að sjá og lesa um og heyra að þarna er þessi þjóð til með svona fagra og góða líkams- menningu, og þær vilja frétta meira um þjóðina. Þá l'á þær að vita að hún er svona stór, svona rík eða fátæk, en að hún fram- leiðir líka þann hesta saltfisk sem til er, þá l'eitustu síld, ágætt kjöt o. fl. o. fl. Þessi viðkynning ein gctur orðið til þess að opna nýja markaði og gera ríkisstjórninni greið- ara að fá góð lán lil þarfra framkvæmda o. s. frv. Víst er um það, að þetta hefur orðið reynsla Finna, að hinir fræknu íþróttamenn þeirra hafa vakið meiri athygli á landi þeirra og þjóð, en allir aðrir sendimenn þeirra til samans og öll skrif og auglýsing- ar. Og talið er að frækileg framganga Paavo Nurmis i Ameríku hafi opnað þeim fjár- hirslur Amerískra hanka. Þessar staðreyndir eru svo skýrar að ekki verður á móti mælt. Höfum við þá, íslendingar, efni á að kasta svona tækifæri frá okkur? Það er ábyggi- legl að langt verður þar til okkur býðst slikt aftur. Og allir, sem fylgst hafa með í þessum málum og vit hafa á þeim, eru sammála um að þessi för geti haft svo mik- ilsverðar afleiðingar hara fyrir afurðasölu okkar, að þeir beinlínis telja það vísan hag fyrir útgerðarmenn okkar, kaupmenn, kaup- félög og bændur, að skjóta saman fjárupp- hæð til að koma þessum flokkum til Calais, ef að Alþingismennirnir okkar reynast svo skammsýnir, að svnja um allan styrk til þess. Sundhallarfrumvarpið hefir nú gengið í gegn um efri deild Alþingis og var samþ. þar með flest öllum atkvæðum, en með örlitlum breyt- ingum svo að það verður að fara aftur til neðri deildar áður en það verður að lögum. Skal í næsta blaði sagt greinilega frá atkvæða- greiðslum um það í efri deild og síðustu með- ferð þess í neðri deild um leið og það verður birt í því formi er það fer í frá þinginu sem Lög. Skólahlaupið hefir verið auglýst 1. aprfl — kannske til þess að hægt verði að segja að þeir, sem ekki vinna, hafi »hlaupið apríl« —. Á hlaupið nær alt að fara fram á götum bæjarins, þar sem altaf er sama harkan undir fæti, helst ólofts von og alómögulegt að koma við nokkurri stjórn svo að starfsmenn mótsins geti unnið í friði skyldu- störf sín og keppendurnir komist leiðar sinnar. Þessi ráðstöfun er mjög óskynsamleg og ónær- gætnisleg bæði við keppendur og starfsmenn. Og pálmasunnudagurinn valinn! Hnefaleikamótið, sem áður var auglýst hér í blaðinu, á að fara fram í »Gamla bíó« sunnud. 1. apríl, kl. 2. (Það á svo vel við að berjast á pálmasunnudag). Er þetta fyrsta fullkomna tilraunin til að koma þessari ljótu íþrótt inn hér eins og í öðrum löndum. Þar er hún íþrótta best til að trekkja á peninga, því að almenningur verður svo spentur í að sjá hver skarpastur er að berja og hver »liggur« greinilegast. Er engin hætta á að þetta takist ekki hér sem annarsstaðar, því að »auðlærð er ill danska« og »það lærist fyrst sem ljótast er«. Sannast mun í þessu tilfelli, sem öðr- um, hið fornkveða.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.