Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 179 Hið sanna markmið íþróttanna. í norsku blaði »Adressavisen« ritar hinn fyrver- andi meistari og methafi í spretthlaupum, séra Olav Rustad, eftirfarandi grein um hið sanna markmið íþróttanna. Séra Rustad var um nokkur ár — frá 1913— ] 18 — fljótasti spretthlaupari í Noregi og líkleya á öllum Norðurlöndum, og hann hefir oft síðan sýnt hinn stöðuga, lifandi áhuga fyrir íþróttunum, eftir að hann hætti að keppa, til þess að gefa sig allan við prestsstörfunum. »Auðvitað er það »sportvitfirring«, sem gengur að unga manninum, er fer frá byrjuðu námi til Ameríku, til þess að gerast þar atvinnumaður og vinna sér inn nokkra skildinga, í stað þess að stunda nám sitt og iðka íþróttir hérna heima sam- hliða náminu. Slíkur maður er heldur ekki mikils virtur rneðal íþróttamanna. Auðvitað er það merki um fullkominn skilnings- skort á gildi íþróttanna, ef ungur maður er að staðaldri, að eins áhorfandi á íþróttamótum og vill aldrei reyna, hvað hann megnar sjálfur. Auðvitað er það merki um andleysi hjá þeim ungu mönnum, sem hafa svo mikinn áhuga á íþrótfum, að þeir geta ekki um annað talað. F.n ætli það séu þá íþróttirnar, sem hafa gert þá andlausa? Auðvitað er sá ekki sannur íþróttamaður, sem ekki er það vel ljóst, að íþróttirnar eiga ekki að eins að þroska líkamann, heldur einnig hina sálar- legu eiginleika. Mens sana in corpore sano (heilbrigð sál í hraustum líkama) er garnalt máltæki. I þessu samband læt eg fylgja hér kafla úr grein, sem eg ritaði einu sinni um æfingar í frjáls- um íþróttum. Gerstu íþróttamaður. í sambandi við það, sem á undan er farið, vil eg bæta því við, að þú í allri íþróttaiðkun þinni verður að reyna að verða sannur íþróttamaður, því að gildi íþróttanna er meira í því fólgið að þroska vissa sálarlega eiginleika svo sem snarræði, hugrekki, viljakraft, heldur en að styrkja líkamann. En það er mikil villa að halda, að þessir eigin- leikar þroskist hjá öllum íþróttamönnum, því að mörgum íþróttamanni eykst hvorki vilji né áræði, og eigi safnar hann heldur snarræði. Eg ræð frá að verða slíkur íþróttamaður. Nei, láttu íþróttirnar þroska hina fyrnefndu eiginleika hjá þér. Hugrekki í hjarta í höfði vit, styrkur stáls í limum, bakið beint og brjóstið þanið; framgakk frjálsmannlega. Alt þetta verður að sameinast fagurlega. Lát þú að eins ást þá, sem þú hefir á íþróttunum, ná til alls þess, er þér virðist göfugt hér í lífi, og eins og þú gerir alt til að sigra á kappleikum, þá berstu eins fyrir öllu því, sem þér þykir vænt um. Þegar þú í náttúrunni og í lífi þínu leitar hins góða og fagra, sem þú gjarnan vilt vinna og lifa fyrir, þá getur svo farið að þú einn góðan veður- dag lyftir augunum og sjáir í huganum guð og skapara allrar náttúrunnar, og þá fyrst álít eg að þú hafir náð markmiði þínu »mens sana in corpore sano«, þegar þetta orð Iíður með þrá frá hjarta þínu: »Exelsior — exelsiorU (Hærra — hærra). Auðvitað er það margt og mikið, sem hægt er að finna að einnig í íþróttalífinu. En það eru þó undantekningar. Því þori eg að halda fram. Og undantekningarnar eru þó til að sanna regluna. Og reglan er nógu góð, þ. e. s. eg hef að eins gott eitt að segja um íþróttirnar og íþróttaáhugann hjá þeim, sem þær iðka. Það er mergurinn máls- ins. En eg hefi heldur ekkert ílt að segja um íþróttaáhuga áhorfendanna. Eg neita því, að »per- sónuleikinn og framkvæmdin® snerti ekkert áhorf- endurnar á íþróttamótum og að þeir »láti ekki hrífast af aflþenslunni, samspili vöðvanna, fimleikan- um, sjálfstjórninni, tíguleikanum og likamsmentun- inni í íþróttaafrekunum®. »Þetta er strákur, sem kann að stjórna líkama sínum!« »Sá er góður hlaupari!« »Þetta var fallega gert!« »Sko þennan lögulega skrokk!« »þessi hefir nú krafta í köggl- um!« og mörg slík köll heyrast stöðugt meðal á- horfendanna. Og ef einhver sá er meðal æfðra íþróttamann, sem tekið heíir hátt próf við háskól- ann, eða bóndasonur sem kemur beint frá strangri vinnu heima, þá kemur mönnum saman um, að þannig eigi það að vera.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.