Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 21
íþráttablaBiö. Fréttir. Evrópumeistaramót í sundi var haldið í Bologna á Frakklandi í byrjun sept. 1927. Þar voru samankomnir bestu sundmenn og sundkonur í Evrópu. Voru þar sett met og farið svo nálægt heimsmetunum, að mörgum mundi þykja fróðlegt að sjá helstu úrslitin. 100 metra sund, frjáls aðferð. 1. Arne Borg (Sviþj.) 1 mín. (sænst met). 2. Barany (Ungv.) 1 mín. 03,2 sek. 3. Heitmann (Þýskal.) 1 mín. 03,4 sek. 400 metra, frjáls aðferð. 1. Arne Borg 5 mín. 08,6 sek. (í undanraun 5 mín. 02,6 sek.) 2. Heinrich (Þýskal.) 5 mín. 15,8 sek. 3. Amtos (Tsjecho.) 5 mín. 16,2 sek. 200 metra, bringusund. 1. Rademacher (Þýskal.) 2'55,2 sek. 2. Prasse (Þýskal.) 2'58 sek. 3. van Parys (Holland) 2'59,8 sek. 100 metra baksund. 1. Lundahl (Svíþjóð) 1'17,4 sek. 2. Bitskey (Ungverjal.) 1'17,6 sek. (Bestum tíma náði Kiippers, 1'15,2 sek., í undan- sundunum). 1500 metra sund. Var aðalviðburður mótsins. 1. Arne Borg 19'07,2 sek. (nýtt heimsmet). 2. Parentin 21'50,4 sek. (ítalskt met). 3. ]. Rademacher 22 mín. (þýskt met). Sund fyrir konur. 100 metra frjáls aðferð. 1. Ungfr. Vierdag (Holland) 1'15 sek. 2. — Cooper (Engl.) 1'15 sek. 3. -- Lehman (Þýskal.) 1'16,1 sek. 200 metra bringusund. 1. Ungfr. Schrader (Þýskal.) 3'20,4 sek. 2. — Muhe (Þýskal.) 3'25,2 sek. 3. — Ðienenfeld (Austurríki) 3'27,6 sek. 100 metra baksund. 1. Ungfr. Den Turk (Holland) l'24,6 sek. 2. — Marie Braun (Holland) 1 '26,2 sek. 3. Miss Harding (England) 1 '30,8 sek. Urslitin urðu þessi: 1. Þýskaland .... 111 stig 2. Svíþjóð 79 — 3. Ungverjaland . . . 60 — 4. Ítalía 31 — 5. Ðelgía 21 — 6. Frakkland .... 16 — 7. Tsjechoslovakía . . 15 — 8. Austurríki . . . . 5 — Á. Heimsmet. Nýlega stökk Sabin Carr — besti stangarstökvari heimsins — 4,292 metra í stangar- stökki á innanhússíþróttamóti í New-Vork. Er þetta ca. 4 cm. yfir heimsmeti C. Hoffs, og að- staða auk þess verri innanhúss heldur en úti. Ameríkanski baksundsmaðurinn Georg Kojac setti ný heimsmet í 220 yards og 200 metra bak- sundi, og var tíminn í sömu röð 2'39,4 sek. og 2'38,6 sek. Fyrri metin voru 2'43 og 2'41,4. Á sama móti setti Spencer nýtt heimsmet í 150 yards baksundi á l'48,6eða tveim sek undir gamla metir.u. Frá Olympíuleikunum. Þann 11. febr. síð- astl. voru vetrarleikir 9. Olympíuleikanna opnaðir, og tóku 14 þjóðir þátt í þeim. Daginn eftir hófust íþróttir með svonefndu »patrulje«-skíðahlaupi. Er það flokkahlaup og verða þátttakendur að vera í hernum. Úrslitin urðu þau, að Noregur vann, 2. Finn- land, 3. Sviss, 4. Ítalía, 5. Þýskaland, 6. Tsjecho- ‘sovakia. Daginn eftir (13.) hófust íþróttir með 500 metra skautahlaupi. Voru keppendur 33 og voru látnir hlaupa tveir og tveir saman. Úrslitin urðu þessi: 1. Thunberg (Finnl.) 43,4 sek. 1. Bent Evensen (Noregur) 43,4 sek. 3. Farrel (U. S. A.) 43,6 sek. 3. Frímann (Finnl.) 43,6 sek. 3. Larsen (Noregur) 43,6 sek. 6. Pedersen (Noregur) 43,8 sek. Næst var kept í 5000 metra hlaupi. Kepp- endur 33.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.