Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 8
172 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Enginn ferðamaður kynnist landinu eins vel og sá, sem skoðar það á gönguför. Hann getur numið staðar og skygnst um live nær sem hann vill, því liann er laus og liðugur. Og hann mælir landið við sjálfan sig, fet fyrir fet, skref fyrir skref, fótmál fyrir fót- mál. Og hver mundi betur vita hve liátt fjallið cr í raun og veru en sá, sem sjálfur liefir gengið upp á það? Hann veit livað það kostar að komast svo hátt, þvi hann hefir greitt andvirðið i orku sjálfs sín. Hann hefir unnið til útsjónarinnar og gefur henni því meiri gaum og nýtur hennar betur en ef hann hefði fengið hana fyrirhafnarlaust. Hugurinn nemur landið, landið tekur liug- ann. Þetta landnám er nú að byrja. Enga fólk- ið er smám saman að taka upp þann góða sið, að gera gönguför á sumrum ut um sveitir, upp um öræfi. Fjallgöngum fjölgar. að ferðalaunum fær þetta fólk þrjár lifs- nauðsynjar: loft, ljós og hreyfingu og þar með aukið þrek og ánægju. En engin ánægja er langlifari en ferðagleðin, því að hún er sí- ung í endurminningunni. „Senn kemur sumarið sólin lílessuð skín“. Þá ættu allir sem geta, að leggja land undir fót. Guðm. Finnbogason. íþróttaiðkanir og líkamsmentun úti um land. III. 17. júní. í góðri grein eftir G. A. í Vesturlandi 29. jan. þ. á. Þar sem hann ræðir um notkun Isfirðinga á þeim degi hingað .il og að þeir ættu að hafa há- tíðarhöldin þann dag hér eftir til að safna fé til stuðnings íþróttalífi og líkamsmentun þar á staðn- ooooooooooaootsoQoooQaoaooQooooooootm o a i íþróttablaðið Í ^ kemur út í byrjun hvers mánaðar — alls 12 töiu- § O blöð. — Argangurinn kostar 3 krónur. — Góðir, O Q áhugasamir úisölumenn óskast. Sölulaun 20% af minst q § 5 eintökum. 25% af 30 eint. og þar yfir. — Ritstjórn q ö og afgreiðslu annast Steindór Björnsson, frá Gröf, O C3 Greltisgötu 10, innheimtu: Asgeir O Einarsson, stúd- Q q ent, Lindargötu 25, en auglýsingar: Hallgrímur Sveins- q O son, verzlunarmaður, Veslurg. 19. Ö q C3 Q Gjalddagi blaðsins er 1. júlí. — Utanáskrift er: Q q íþróttablaðið, Pósthólf 546, Reykjavík. § QQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ um, eru eftirfarandi setningar, sem sérstaklega eru athyglisverðar og eiga við um land alt: »........í Reykjavík og víðar um land hefir 17. júní löngum verið aðalfjárstoð íþróttamanna og þeim helgaður. Virðist fara vel á því, því fátt mun það, sem íslendingar geta betur sameinast um, en minningu ]óns Sigurðssonar og íþróttir; Hvorugt hefir verir, né mun verða, dregið inn í dægurþras stjórnmálaflokkanna. Og satt að segja: Werði það ekki íþróttirnar, sem loks gera Islendinga að al- frjálsri þjóð, þá veit eg ekki hvað það verður. Enda fleiri en vér, sem byggja helstu vonir sínar á þeim. — Sbr. Sokolfél. í Tjekkóslóvakíu. — .......Og Isfirðingar mega allir vera þakklátir fyrir, að fá færi á að bæta fyrir þá smán, að eigi er nein fimleikakensla hér við barnaskólann. Því það er ómótmælanlega skrælingjaháttur og bæjar- skömm...........« Skyldi þetta síðastlalda ekki eiga fyllilega heima víða annarsstaðar hér á landi? Er ekki svo að alla kenslu í líkamsmentun vanti enn við nær alla skóla á landinu? Og við þá fáu, sem kallað er að kensla fari fram mun hún víðast vera kák eitt, nafnið tómt, ein æfing í viku, — mest tvær. Er það ekki þjóðarskömm að engin fimleika eða líkamsmentakensla skulu fara fram við helstu skóla landsins, sem flestir sækja ? T. d. Háskólann, Verslunarskólana, Stýrimanna-, Vélsstjóra-, Iðn- og Kvennaskólana ? Svona má telja upp nær endalaust.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.