Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 12
176 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ aðbúð, lifnaðarháttum og svo hinum skaðvænu eit- urnautnum, sem yfir þjóðina dynja sem holskefla, ein af fáröldum heimsófriðarins, þeim sem lengst ná. Þessi grein uppeldismálanna er líkamsuppeldið, líkamsmentin. En með henni byggja menn upp og bæta íbúð sálarinnar, svo að hún verði ekki sem kjallaraholu-afturkreistingur. Til athugunar. Skot og leikfimi mega leljast undirstaða alls víbúnaðar i heiminum að fornu og nýju. Engin vígvél eða vopn er svo mikil dvcrgasmíð, að menn þurfi ekki að stjórna henni á einhvern hátt, og jrví stórhöggari reynast vopnin sem hermennirnir eru leikn- ari að heita þeim. Flestar þjóðir eiga her og vígbúnað, jrær keppast við að æfa liersveitirnar í hvers- konar iþróttum til jiess að verða færari um að eyðileggja hver aðra í ófriði, og jiær eru hreyknar af hverjum sigri, er þeim hefir hlotnast á vigvöllunum, en gremjan og hatrið fylgir öldum saman minningunni um hvern ósigur. íslendingar hafa nú í rúm 1000 ár, barist við eld og ísa, og sú harátta hefir kent jjjóðinni að hraustir og þolnir einstakling- ar mvnda sterka þjóð ])ótl fámenn só. Öll ])essi ár hafa iþróttir verið þjóðinni gagn og glcði en aldrei hafa íslendingar æft í- þróttir i þeim tilgangi að nota leikni og krafla til þess að hera vopn á aðrar þjóðir. Iþróttir íslendinga miða að því að gera þjóðina likamsfegri, hraustari og þolnari andlega heilhrigða, drenglynda og óháða. íslenska glíman cr fcgursti ávöxtur þessara eiginleika, hún er sjálfkrafa sprottin af hestu hvötum íþróttamannsins, án tilverkn- aðar nokkurs uppfindingamanns á sviði íþrótta. Nú hefir íslendingum verið boðin þátt- Kaupbætir. Enn er dálítiÖ til af gamla Þrótti og 1. árg. Iþrðtta- blaðsins. Vantar þó orðið í hvorttveggja. Nýir og gamlir kaupendur, sem vilja, geta fengið það, sem til er af hvorutveggja blaðinu fyrir 2 kr., meðan upplagið endist. Andvirði sendist með pöntun; má vera í óbrúk- uðum frímerkjum. taka í skol og leikfimi suður við Dybböl á „þjóðhátíð.“ eða afmæli mannskæðrar styrj- aldar, þar sem frændþjóðir okkar, Danir og Þjóðverjar hörðust fyrir 64 árum. Öll- um Norðurlandaþjóðum er boðin þátttaka i móti þessu „til þess að fá samanburðar- mælikvarða á getu“ þjóða þessara í skot- og lcikfimi. íslendingar mcga vera þakklátir þegar þeim er hoðið á erlend leikmót, og eiga Danir þakkir skyldar fyrir hoðið og hinar ágætu viðtökur, er íslenskir íþróttamenn Iiafa fengið í Danmörku, og munu Danir hjóða iþróttamönnum okkar á mót þetta í mjög góðum tilgangi. En mót þetta er ekki vanalegt íþrótta- cða leikmót (á bak við ])að getur virst liggja mikil alvara), þá hcfði þvi hvorki verið valinn þessi staður eða lími, hcldur er það þjóðhátíð og væri vel viðeigandi að Islendingar sendu mann til þess að óska Dönum til hamingju mcð „Genforeningen“. En mér virðist óviðeigandi að íslendingar koini á mót þetta til þess að taka þátt í skot- og leikfimi, vegna þess, að íþróttir þessar, staðurinn og stundin, er alt til minningar um hernað og virðist jafnvel geta verið undirbúningur undir þátttöku i ófriði. Þótt um friðsamlegar íþróttir sé að ræða, þá eru þær um leið orðnar að einskonar heræfingum ef þær eru iðkaðar í sérstökum hernaðarlegum tilgangi. Og skotfimi er og verður altaf iþrótt, er minnir á hernað, og ættu Islendingar helst aldrci að iðka hana, a. m. k. ekki eins og Danir hafa gert það síðastliðin 64 ár. Nú logar allur heimurinn i tortrygni,

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.