Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 10
174
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Konur og íþróttir.
ii.
Svo sem flestum er kunnugt var líkams-
mentun forfeðra vorra í góðu lagi, ekki að-
eins karla heldur líka kvenna. Það sjáum
við af þeim aflaka afrekum, sem leturfærð
Tveir dansmeyjafætur. Annar ljótur og krepptur af hælháum
skóm. Ristin vansköpuð þegar í vexti. Hinn er fallegur og
óskældur, að minsta kosti á hlið að sjá.
eru — það almenna hefur ekki þólt í frá-
sögur færandi, — svo og af því þreki, sem
konur alment sýndu bæði i blíðu og stríðu,
og loks og ekki síst af því, hversu börnin
voru orðin vel líkamsment strax á korn-
Fagrar stílfimi-(plastik)-stillingar. Stílfimin er nú mikið æfð
meðal kvenna og er besfa leikfimin mikið að nálgast hana
að svipnum til.
ungum aldri. Því mæðurnar hafa verið þá,
eins og ætíð fyr og síðar, fyrsti, helsti og að-
alkennari barnanna.
Þetta sama segir sagan okkur um Grikki
Iiina fornu, auk þess sem við getum séð
það með eigin augum á listaverkum þeirra.
Sýna þau okkur svo fagra líkami, bæði karla
og kvenna, að engir listamenn síðari tima
hafa lengra komist — flestir síður en svo —.
Og af hverju hafa þeir komist svo langt?
Af þvi að þeir höfðu fyrirmyndirnar; og
þær ekki aðeins einstöku undantekningar
heldur „á hverju strái“. Þessi mikla lík-
amsmenning, fegurð og hrevsti var al-
mcnningseign.
Allar liðnar aldir liöfum við ýmist af
viljaleysi, getuleysi, þekkingarskorti eða
bara til þess að þóknast og fylgja tíðarand-
anum, barist með hnúum og hnefum á móti
uppbyggingarstarfi náttúrunnar og reynt að
skemma sem mest líkamsfegurð og lík-
amslireysti þjóðarinnar — og þó lcingtum
meir kvennanna en karlanna.
Það vasri þvi ekki úr vegi að reyna að
rétta uppbyggingarstefnunni hjálparhönd á
þessu sviði, reyna að athuga hvað gert hef-
ur verið til niðurdreps og livað gera má til
framfara.
Skal reynt í næstu köflum að víkja dá-
lítið inn á þessi svið, ef að piltar og stúlkur
og þó sérstaklega mæðurnar, vildu reyna að
athuga það og gera sitt til að hjálpa hinni
uppvaxandi þjóð fram og upp ínóti ljósinu
og lífinu. Því það geta þær allra manna
best j)ar sem j>ær eru, eins og ég sagði í
byrjun, fyrstu og bestu kennarar barnanna
sinna. Frh.
Kaupendur!
Munið að greiða blaðgjaldið sem fyrst.
r
Utsölumenn!
Dragið ekki að gera II. árgang upp við
innheimtumann, þið sem enn eigið það eftir.
Og innheimtið III. árg. bráðlega og greiðíð
hann svo til innheimtumanns.