Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 175 Annar almennur fundur íþróttamanna og -vina. (Framh.). Hallgr. Benediktsson benti á, að bæjarsfjórnin hefði alls ekki verið þung í skauti hvað þetta mál snerti, Sundhallarmálið, eins og komið hefði fram í ræðu B. G. W., því það hefði aðeins verið um leiðirnar, sem deilt hefði verið, en ekki framkvæmd málsins, og að meiri hluti bæjarstjórnar mundi framfylgja þessu máli með fullum krafti. Hefði borgarstjóri altaf verið heill og óskifíur og hefðu því ummæli þau um hann, er ritstj. íþróttablaðsins hefði haft, verið alls ómakleg. Þessu vildi hann ekki láta ómótmælt. En þar sem Sundhöllin væri framtíðarmál Reykjavíkur og tekjur bæjarins aðal- lega útsvör bæjarmanna, þá hefði það verið alger- lega rétt leið, að dreifa útgjaldabyrðinni af þessu fyrirtæki á framtíðargjaldendur bæjarins með því að taka lán til framkvæmdanna. Kjartan Olafsson brunavörður kom á fundinn, af því að hann heyrði í útvarpi, það sem farið hafði fram, kom til þess að minna menn á, að fleiri heilsulindir væru til en sjórinn og landið með sundi, göngum og skíðaförum, en sem próf. Sig. Nordal hefði ekki nefnt, og ekki heldur aðrir fundarmenn. Það væri skautalistin, sem Reykvík- ingar ættu kost á að iðka hér á Tjörninni. Mælti hann kröftuglega með því, að íþróttamenn gengju á undan í þessu efni sem öðrum. Benti hann á, að þeir ynnu ekki nóg og ekki með nægum huga og krafti að útbreiðslu hennar og eflingu. Væri nauðsynlegt að koma á skautamótum sem allra fyrst, þar sem veitt væru verðlaun fyrir mestu frækni. Mundi það verða helzt til að lyfta undir menn til að iðka skautaíþróttina af nokkru kappi. Axel l/. Tulinius mótmælti Sig. Nordal hvað snertir íþróttavesalmensku hans sjálfs, því það hefði hann séð til Sigurðar á fjallgöngu, er sýndi, að hann væri þar meira en meðalmaður. Þá þakkaði hann gömlu mönnunum fyrir að vinna fyrir íþrótta- málin, þegar þeir hættu að geta stundað þær sjálfir. Nefndi þar sérstaklega G. Bj. landlækni. Bað svo fundarmenn standa upp til að þakka þeim ræðumönnum, er hefðu talað hér, og þá sérstak- lega þeim G. Björnson og Sig. Nordal. Var það gert. Arngr. Kristjánsson kennari minti alla íþrótta- menn á hina miklu vanrækslu, sem öllum börnum væri sýnd, bæði hér í bæ og annarsstaðar, vetur, sumar, vor og haust, hvað líkamsmentun snertir. Nefndi nokkur dæmi hér úr bænum, máli sínu til sönnunar, svo sem það, að þessir einu tveir afar- lélegu leikvellir fyrir börn, sem til væru í bænum, væru nær altaf lokaðir, og börnunum þar með meinað að vera þar. Einnig gat hann um leik- fimis- og leika-vöntunina og að ekkert væri gert til að koma börnunum út í náttúrunni og kenna þeim að þekkja hana, þessa dásamlegu heilsulind, sem próf. Sig. Nordal hefi nefnt og Bj. Ól. einnig lofað að verðleikum. Börnum væri ekki síður en þeim fullorðnu þörf á að komast í samband við og njóta góðs af náttúrunni okkar og heilsulofti því, sem hún veitir, svo að þau fremur notuðu sér það eldri heldur en margt það skaðvæni, sem nú væri aðalnautn og skemtun kaupstaðarbarnanna. Bað menn minnast þessa og róa að því öllum árum, að börnunum væri meiri sómi sýndur hér eftir en hingað til, og ekki síður hugsað um lík- amlegan þroska þeirra en andlegan. Eftir þetta þakkaði fundarstjóri fundarmönnum fyrir komuna, ágæta athygli og kyrð, og sleit síðan fundinum kl. 1110 Fundarmenn voru alls rúmlega 200 manns, þar af innan við 10 unglingsdrengir og nokkrar konur. Á fundinum sá eg þessa alþingismenn: ]ónas ]ónsson, ráðherra, Hannes ]ónsson, Bjarna Ás- geirsson, Þorleif ]ónsson. Ingólf Bjarnason, Hall- dór Stefánsson, Ingvar Pálmason, ]örund Brynj- ólfsson, Sigurð Eggerz, Sigurjón Ólafsson og Lárus Helgason. Geta hafa verið fleiri, þótt eg ekki kæmi auga á þá. Aðeins einn blaðamann sá eg snöggvast á fund- inum, Valtý ritstj. Stefánsson. Þar geta þó hafa verið fréttaritarar, sem eg þekti ekki, en lítt hefi eg þess séð merki í blöðunum. Annars er það alt of lítið, sem blöðin alment láta sig skifta uppeldis- og heilbrigðismál þjóðar- innar, og langminst þó þau, sem fyrst ætti að byrja á og bezt gætu unnið á móti úrkynjunarhættu þeirri, sem þjóðinni stafar af hinni snöggu alls- herjar-breytingu á þjóðar-þungamiðjunni úr sveita- fólki í kaupstaðafólk, með þar af leiðandi breyttri

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.