Íþróttablaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
171
Iivert spor, sýna einungis yfirborðið, kalkað-
ar grafir, villa sýn á allan hátt. En gestirn-
ir 1930 verða þúsundir, búa um allan bæ-
inn, eiga nábýli við íbúana. Margir af þeim
koma frá löndum, þar sem breinlæti er á
báu stigi. Það er leyndarmál, sem mörgum
íslendingum er ókunnugt, að fólk, sem er
vant daglegum böðum og opnum gluggum
nótt og dag, finnur það á lyktinni, livort
fólkið, sem það er í herbergi með, befir
sömu siðina. Því miður stendur lyktin af
Reykvíkingum ekki altaf í réttu blutfalli við
klæðaburðinn. Það væri leiðinlegt afspurn-
ar, ef útlendingar fengi þá hugmynd, að
bér væri nú fleiri afkomendur I-jóts ens
óþvegna en Kjartans, Grettis, Snorra og
annara fornmanna, sem kunnir eru fyrir
sundfarir og laugasetur. Fáa hluti myndum
vér gela sýnt erlendum gestum, er þeim
kæmi meir á óvart en myndarleg sundhöll,
eftir því orði, scm á síðari öldum löngum
hefir farið af Islendingum, fátt sem yrði
oss til sannarlegra sóma.
Göngufarir.
Grein þessi var í Sumarblaðinu, 1. Ibl., 2. árg. 1917; en
þar sem hún er svo góð og efni hennar á altaf við — en
blaðið uppselt fyrir löngu og í fárra höndum, — þá lel< eg
hana hér upp, því „sjaldan er góð vísa of oft I<veðin“.
Ritstj.
Merkileg eru nöfnin á hjúum Heljar.
Þrællinn heitir Ganglati, en ambáttin Gang-
löt. Er það tilviljun, eða mundi lífsspeki for-
feðra vorra liafa ráðið nafngiftum þarna,
eins og víðar? Ætli þeir hafi ekki vitað, að
gangletin er lífinu andstæð, að hún leiðir
menn hópum saman yfir þröskuldinn Fall-
andaforað inn í sal Heljar. Skyldu þeir ekki
liafa vitað, að hreyfing er lífsins aðal og
uppbald? Að minsta kosti hegðuðu þeir
sér eins og þeir vissu þetta vel. Og eitt af
nöfnum Óðins, æðsta guðs þeirra, var Gang-
ráður. En Gangráður virðist merkja þann,
er gangi ræður, eða kann vel að stilla gang-
inum, eða ræður til gangs, eða er gjarn á
gang. Og ætti þetla alt að vera mannlegt
ekki síður en guðlegt. Göngulaust verður
enginn að manni, og mannskapur yrði
meiri, ef menn gengju meira en þcir al-
taent gera.
Vér íslendingar göngum minna en skyldi
til heilsu og skemtunar, einkum bæjarbúar.
Vér sitjum oft líkt og Bakkabræður við laug-
ina, er þeir þorðu ekki að lireyfa sig, af því
þeir vissu ekki nema þeir kynnu að taka
skakt til og taka hver annars fætur. Og þó
er það eitt af lífsins æðstu gæðum að standa
á eigin fótum og talið mesta ólán að gcta
ekki haft fótavist. Stöndum þvi upp og
göngum, bve nær sem skyldurnar leyfa.
Fæturna böfum vér altaf hjá oss. Þcir eru
einu flutningsfærin, sem allir fá að gjöf og
enginn þarf að kaupa. Og fæturnir batna
við notkunina. En livort heldur eru hestar,
reiðhjól eða bifreiðar, þá kostar það alt ær-
ið fé og umönnun. Göngugarpurinn er
frjáls ferða sinna. Hann þarf ekki að semja
við aðra um flutningstæki. Hann þarf ekki
að leita að reiðskjóta. Honum er sama
hvað benzínið kostar, og flutningsbann á
togleðri kemur honum ekkert við. Hann á
eklcert undir þjóð né þingi. Fari eins og
fara vill um vegagerðir og járnbrautir. Hann
fer sina lcið. Hann er ekki bundinn við al-
faravegi, breppavegi, sýsluvegi eða þjóðvegi.
Hann getur stiklað á steinum og stokkið á
þúfum. Hann kemst þangað sem engum
besti er fært og enginn vagn skríður. Hann
er sjálfum sér lögmál. Ferðalag bans er
persónulegt. Það er ferðalag af frjálsu full-
veldi.
Og svo sem göngumaðurinn er frjálsastur
allra ferðamanna, svo er bann og sá gest-
urinn sem minst þarf fyrir að liafa. Hús-
ráðandinn þarf ekki að hafa menn til að
taka við hestum hans, flytja þá, gæta þeirra
og sækja þá. Hann þarf ekki að hirða reið-
færi eða koma vagni undir þak, — engar
aðgerðir né snúninga. Göngumaðurinn er
sjálfbjargargestur fremur öllum öðrum.